18.7.2007 | 22:47
"Húsin ykkar eru svo heil"
Ég sá í kvöldfréttunum frá heimsókn Ingibjargar Sólrúnar Miðausturlanda. Hún var að ræða við konu sem hafði fengið sprengju á húsið sitt fyrir fáeinum dögum. Þá rifjaðist upp fyrir mér samtal sem ég átti við konu frá Ísrael sl. sumar um borð í ferðabátum okkar, Ákanum. Við vorum að koma úr skoðunarferð og Hvammstangi var fyrir stafni. Veðrið var yndisleg og konan horfði hugfangin á litla þorpið okkar. Svo segir hún, "húsin ykkar eru svo falleg", ég játti því og þakkað hrósið. "Húsin ykkar eru svo vel máluð og í svo fallegum litum" ég játti því með brosi á vör. Hún þagði um stund og sagði svo. "Húsin ykkar eru svo heil" Ég var orðlaus augnablik, heil hvað meinar hún, en svo kom skýringin. "Þau eru ekki brotin og engar rústir"
"Við íslendingar erum ekki þjóð í vopnuðu stríði, höfum ekki verið um aldir. Það er ekki hastað sprengjum á húsin okkar og við erum mjög mjög lánsöm þjóð." Þessar setningar flugu í gegnum hugann og reyndi af fremstamegni að útskýra þetta fyrir konunni. "Mikið eruð þið heppin" sagði hún brosandi um leið og báturinn skreið inní hafnarkjaftinn. "Já við erum það" sagið ég og brosti á móti um leið og ég teygði mig eftir endanum til að binda bátinn.
Um bloggið
32 dagar til jóla
Færsluflokkar
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.11.): 1
- Sl. sólarhring: 2
- Sl. viku: 7
- Frá upphafi: 110485
Annað
- Innlit í dag: 1
- Innlit sl. viku: 7
- Gestir í dag: 1
- IP-tölur í dag: 1
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Já það erum við og allt of oft gleymum við því. Ég þakka oft fyrir að hafa fæðst á Íslandi.
HAKMO, 18.7.2007 kl. 23:00
Já við erum lánsöm.
Jóhann Elíasson, 18.7.2007 kl. 23:12
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.