15.7.2007 | 13:08
Höfðingi allur
Einar Oddur Kristjánsson er allur. Það er mikill sjónarsviptir þegar slíkur höfðingi yfirgefur leiksviðið á þessari jörð. Ég kom í heimsókn til hans í fiskvinnslu Hjálms á Flateyri á níunda áratugnum og er það ógleymanlegt. Skrifstofan hans frekar þröng og næstum fátækleg, síðan var haldið í aðstöðu starfsmanna og þar hvað við allt anna tón. Stór og rúmgóð matstofa, matsveinn í fullum skrúða bak við glæsilegt veitingaborð sem hefði sæmt sér á hóteli og góður fiskur með öllu tilheyrandi á borðum. Fyrir innan matsalinn, lítill tónleikasalur með vönduðum flygli. Ég skynjaði þá að þar bjó og starfaði höfðingi með stórann hug og stórt hjarta.
Ég votta fjölskyldunni, ættingjum, vinum og Vestfirðingum öllum mína dýpstu samúð. Guð blessi minningu Einars Odds Kristjánssonar. Hólmfríður Bjarnadóttir
Einar Oddur Kristjánsson látinn | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Um bloggið
33 dagar til jóla
Færsluflokkar
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.11.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 5
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 5
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.