30.3.2011 | 01:43
Orkuveita Reykjavíkur
Það var sagt berum orðum í dag að Orkuveita Reykjavíkur sé í raun gjaldþrota. Baktrygging eiganda kemur þó í veg fyrir að af því verði. Á blaðamannafundi í dag var kynnt ný stefna OR, sem í raun er upphaflegt markmið þeirra veitna sem eru hryggjarstykkið í fyrirtækinu. Sem sagt að sjá íbúum svæðanna fyrir orku sem framleidd er í veitum fyrirtækisins. Orkusala til stóriðju tekin út af borðinu - minnisvarðar Alfreðs Þorsteinssonar og Davíðs Oddssonar falir, ásamt öðrum eignum sem ekki tengjast beint starfsemi fyrirtækisins. Nú skal tálga bruðlið burt og bæta þar með fjárhaginn.
Helgi Seljan ræddi við Bjarna Bjarnason nýráðinn forstjórna OR og Kastljósinu og hugðist fá hann til að gagnrýna fyrri stjórnendur fyrirtækisins. Helgi hefði ekki erindi sem erfiði því forstjórinn var kominn til að veita upplýsingar um framtíð, en ekki fortíð og þar við sat. Góð tilbreyting frá skammadembum stjórnmálanna sem dynja á manni daginn út og inn.
Sjálfstæðismenn hjala um útreikning á gjaldskrá sem þeir telja ekki fullnægjandi.
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Um bloggið
33 dagar til jóla
Færsluflokkar
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.11.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 5
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 5
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.