27.10.2010 | 01:09
Sunnudagskvöld fyrir 15 árum
Það er sunnudagskvöld og ég átti kvöldvakt á Sjúkrahúinu á Hvammstanga, klukkan er tæplega 9. Flestir heimilsmenn komnir í ró, ég skepp í eldhúið til að ná í kaffisopa fyrir hjúkkuna. Er í dyrunum á vaktherberginu þegar neyðarsíminn hringir. Raflostið fyllir herbergið - rúta valt í Hrútafirðinum.
Kalla þarf út lækna, hjúkrunarfólk, björgunarsveitir og almannavarnanefnd. Finna til sængur, teppi og hjúkrunarvörur. Héraðslæknirinn mætir og gefur fyrirmæli, við horfumst í augu augnablik. Ég sé óttann og ábyrgðina.
Hratt er unnið, kvöldið, nóttina og næstu daga. Áfallateymi að sunnan kemur og vinnur með okkur á miðvikudag og hyggst halda áfram daginn eftir. Morgunfréttir fimmtudag, SNÓFLÓÐ Á FLATEYRI - FÓLK GRAFIÐ Í RÚSTUM HÚSA. Okkur fallast hendur - hvað erum við að kvarta. Áfallateymið pakkar saman - þess býður risavaxið verkefni - heilt byggðarlag.
Hjúkkan drakk aldrei kaffið - því var hellt á mánudeginum.
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 01:12 | Facebook
Um bloggið
175 dagar til jóla
Færsluflokkar
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (2.7.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 2
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 2
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Já allir muna hvar þeir voru,þegar voveiflegir atburðir áttu sér stað. Ég hafði safnað í 2ár fyrir ferð til Newcastle,með SÍS vinnufélögum,það setti að okkur óhug,fannst við þyrftum að drífa okkur heim,þótt engu gætum breytt. Við fáum sannarlega að kenna á því að búa í harðbýlu landi. En ég ætla að sækja systurdætur mínar á Hvammstanga heim bráðlega,halda upp á afmæli karlsins pabba þeirra Einars Jónssonar. Alltaf notalegt að koma á Hvammstanga.
Helga Kristjánsdóttir, 27.10.2010 kl. 01:51
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.