Sunnudagskvöld fyrir 15 árum

Það er sunnudagskvöld og ég átti kvöldvakt á Sjúkrahúinu á Hvammstanga, klukkan er tæplega 9. Flestir heimilsmenn komnir í ró, ég skepp í eldhúið til að ná í kaffisopa fyrir hjúkkuna. Er í dyrunum á vaktherberginu þegar neyðarsíminn hringir. Raflostið fyllir herbergið - rúta valt í Hrútafirðinum.

Kalla þarf út lækna, hjúkrunarfólk, björgunarsveitir og almannavarnanefnd. Finna til sængur, teppi og hjúkrunarvörur. Héraðslæknirinn mætir og gefur fyrirmæli, við horfumst í augu augnablik. Ég sé óttann og ábyrgðina.

Hratt er unnið, kvöldið, nóttina og næstu daga. Áfallateymi að sunnan kemur og vinnur með okkur á miðvikudag og hyggst halda áfram daginn eftir. Morgunfréttir fimmtudag, SNÓFLÓÐ Á FLATEYRI - FÓLK GRAFIÐ Í RÚSTUM HÚSA. Okkur fallast hendur - hvað erum við að kvarta. Áfallateymið pakkar saman - þess býður risavaxið verkefni - heilt byggðarlag.

Hjúkkan drakk aldrei kaffið - því var hellt á mánudeginum.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Helga Kristjánsdóttir

Já allir muna hvar þeir voru,þegar voveiflegir atburðir áttu sér stað. Ég hafði safnað í 2ár fyrir ferð til Newcastle,með SÍS vinnufélögum,það setti að okkur óhug,fannst við þyrftum að drífa okkur heim,þótt engu gætum breytt. Við fáum sannarlega að kenna á því að búa í harðbýlu landi.  En ég ætla að sækja systurdætur mínar á Hvammstanga heim bráðlega,halda upp á afmæli karlsins pabba þeirra Einars Jónssonar. Alltaf notalegt að koma á Hvammstanga.

Helga Kristjánsdóttir, 27.10.2010 kl. 01:51

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Höfundur

Hólmfríður Bjarnadóttir
Hólmfríður Bjarnadóttir

Höfðagötu 1 531 Hvamms-tanga.

Fædd 1945 og er Húnvetningur í báðar ættir. Fædd steingeit og mikið fyrir að príla eins og geitum er tamt. Á ekki lengur ferðaþjónustuna, en aðrir tóku við keflinu í vor. Í haust fékk fyrirtæki þeirra, Selasigling ehf viðurkennigu frá Ferðamannastofu sem frumlegasta nýjungin í ferðaþjónustu á Norðurlandi vestra. Ég er stolt og glöð með þessa viðurkenningu, fyrir hönd okkar hjóna og þeirra sem héldu frumkvöðlastafinu áfram. Er núna að hanna og prjóna pils úr lettlopa sem á að selja ferðamönnum. Ég er gift Sævari Jónatanssyni, við eigum 4 börn og 8 barnabörn.

175 dagar til jóla

Júlí 2025
S M Þ M F F L
    1 2 3 4 5
6 7 8 9 10 11 12
13 14 15 16 17 18 19
20 21 22 23 24 25 26
27 28 29 30 31    

Nýjustu myndir

  • Grill 036
  • Grill 035
  • Grill 035
  • Kosningar 2033
  • Grill 001

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (2.7.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 2
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 2
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband