24.10.2010 | 02:52
Togstreitan að aukast - reiðin að verða beinskeyttari
Samfélagið okkar er sundurtætt, mikil togstreita ríkir um peninga, völd, leiðir, stefnur, aðferðir og hvað þetta allt heitir. Verst er að upplifa það hvernig fátæktin og örvæntingin aukast hröðum skerfum. Á sama tíma er upplýst að auðæfi fárra hafi aukist verulega. Svona ástand getur ekki annað en breytt viðhorfum og það finn ég í eigin huga. Margt er það sem mér fannst alveg í lagi og verið væri að gagnrýna að ástæðulausu, er nú orðið meinsemd í þjóðfélaginu og á ekki við lengur.
Reiðin hefur líka breyst, mótmælin eru beinskeyttari og fólk veit mun betur hvað er að gerast. Samt er margt enn á huldu og sífellt koma nýir fletir í ljós. Nú eru komnar tunnur í staðinn fyrir potta og pönnur. Meiri þungi í trumbuslættinum og nú er talað um að TUNNA þessa og hina hópana. Vetur er að hefjast og hann verður að öllu líkindum með þungum tunnuslætti, nema það ótrúlega gerist, að komið verði að alvöru til móts við fátæktina og forsendubrestinn.
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Um bloggið
175 dagar til jóla
Færsluflokkar
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (2.7.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 2
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 2
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.