Togstreitan að aukast - reiðin að verða beinskeyttari

Samfélagið okkar er sundurtætt, mikil togstreita ríkir um peninga, völd, leiðir, stefnur, aðferðir og hvað þetta allt heitir. Verst er að upplifa það hvernig fátæktin og örvæntingin aukast hröðum skerfum. Á sama tíma er upplýst að auðæfi fárra hafi aukist verulega. Svona ástand getur ekki annað en breytt viðhorfum og það finn ég í eigin huga. Margt er það sem mér fannst alveg í lagi og verið væri að gagnrýna að ástæðulausu, er nú orðið meinsemd í þjóðfélaginu og á ekki við lengur.

Reiðin hefur líka breyst, mótmælin eru beinskeyttari og fólk veit mun betur hvað er að gerast. Samt er  margt enn á huldu og sífellt koma nýir fletir í ljós. Nú eru komnar tunnur í staðinn fyrir potta og pönnur. Meiri þungi í trumbuslættinum og nú er talað um að TUNNA þessa og hina hópana. Vetur er að hefjast og hann verður að öllu líkindum með þungum tunnuslætti, nema það ótrúlega gerist, að komið verði að alvöru til móts við fátæktina og forsendubrestinn.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Höfundur

Hólmfríður Bjarnadóttir
Hólmfríður Bjarnadóttir

Höfðagötu 1 531 Hvamms-tanga.

Fædd 1945 og er Húnvetningur í báðar ættir. Fædd steingeit og mikið fyrir að príla eins og geitum er tamt. Á ekki lengur ferðaþjónustuna, en aðrir tóku við keflinu í vor. Í haust fékk fyrirtæki þeirra, Selasigling ehf viðurkennigu frá Ferðamannastofu sem frumlegasta nýjungin í ferðaþjónustu á Norðurlandi vestra. Ég er stolt og glöð með þessa viðurkenningu, fyrir hönd okkar hjóna og þeirra sem héldu frumkvöðlastafinu áfram. Er núna að hanna og prjóna pils úr lettlopa sem á að selja ferðamönnum. Ég er gift Sævari Jónatanssyni, við eigum 4 börn og 8 barnabörn.

175 dagar til jóla

Júlí 2025
S M Þ M F F L
    1 2 3 4 5
6 7 8 9 10 11 12
13 14 15 16 17 18 19
20 21 22 23 24 25 26
27 28 29 30 31    

Nýjustu myndir

  • Grill 036
  • Grill 035
  • Grill 035
  • Kosningar 2033
  • Grill 001

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (2.7.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 2
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 2
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband