Landeyjahöfn að verða tilbúin

Nú fá þér aðilar sem vilja flytja fólk milli lands og Eyja virkilega erfið ríkisstofnun að kljást við. Siglingastofnun Íslands hefur undanfarin ár sótt mjög í sig veðrið gangvart farþegaflutningum og ferðaþjónustu á sjó.

Ég er ekki að segja að Siglingastofnun hafi beinlínis lagt ferðaþjónustu á sjó í einelti, en það er ekki mjög fjarri því. Hafið í kringum Ísland er auðvitað duttlungafullt og þar geta veðrabrigði verið nokkuð tíð.

Ég hef þó á tilfinningunni að Siglingastofnun álíti að farið sé með ferðamenn í hvaða veðri sem er, en það er bara alls ekki svo.

Ég hef sjálf kynnst þeim reglugerðarfrumskógi sem Siglingastofnun vinnur eftir gagnvart ferðaþjónustuskipum og þar er á sumum sviðum farið út í algjörar öfgar.

Auðvitað er ég hlynnt öryggi og traustum björgunarbúnaði og vil hafa slíka hluti í lagi, en öllu má nú ofgera. Ég sá í sjónvarpinu slöngubát frá Vestmannaeyjum og er nokkuð viss um að reglumeistararnir hjá Siglingastofnum hafa barasta séð rautt við að horfa á bátinn.

Það verður gaman að heyra í Elliða þegar honum fer að leiðast þófið.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Höfundur

Hólmfríður Bjarnadóttir
Hólmfríður Bjarnadóttir

Höfðagötu 1 531 Hvamms-tanga.

Fædd 1945 og er Húnvetningur í báðar ættir. Fædd steingeit og mikið fyrir að príla eins og geitum er tamt. Á ekki lengur ferðaþjónustuna, en aðrir tóku við keflinu í vor. Í haust fékk fyrirtæki þeirra, Selasigling ehf viðurkennigu frá Ferðamannastofu sem frumlegasta nýjungin í ferðaþjónustu á Norðurlandi vestra. Ég er stolt og glöð með þessa viðurkenningu, fyrir hönd okkar hjóna og þeirra sem héldu frumkvöðlastafinu áfram. Er núna að hanna og prjóna pils úr lettlopa sem á að selja ferðamönnum. Ég er gift Sævari Jónatanssyni, við eigum 4 börn og 8 barnabörn.

32 dagar til jóla

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Nýjustu myndir

  • Grill 036
  • Grill 035
  • Grill 035
  • Kosningar 2033
  • Grill 001

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.11.): 1
  • Sl. sólarhring: 2
  • Sl. viku: 7
  • Frá upphafi: 110485

Annað

  • Innlit í dag: 1
  • Innlit sl. viku: 7
  • Gestir í dag: 1
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband