7.7.2010 | 23:40
Landeyjahöfn að verða tilbúin
Nú fá þér aðilar sem vilja flytja fólk milli lands og Eyja virkilega erfið ríkisstofnun að kljást við. Siglingastofnun Íslands hefur undanfarin ár sótt mjög í sig veðrið gangvart farþegaflutningum og ferðaþjónustu á sjó.
Ég er ekki að segja að Siglingastofnun hafi beinlínis lagt ferðaþjónustu á sjó í einelti, en það er ekki mjög fjarri því. Hafið í kringum Ísland er auðvitað duttlungafullt og þar geta veðrabrigði verið nokkuð tíð.
Ég hef þó á tilfinningunni að Siglingastofnun álíti að farið sé með ferðamenn í hvaða veðri sem er, en það er bara alls ekki svo.
Ég hef sjálf kynnst þeim reglugerðarfrumskógi sem Siglingastofnun vinnur eftir gagnvart ferðaþjónustuskipum og þar er á sumum sviðum farið út í algjörar öfgar.
Auðvitað er ég hlynnt öryggi og traustum björgunarbúnaði og vil hafa slíka hluti í lagi, en öllu má nú ofgera. Ég sá í sjónvarpinu slöngubát frá Vestmannaeyjum og er nokkuð viss um að reglumeistararnir hjá Siglingastofnum hafa barasta séð rautt við að horfa á bátinn.
Það verður gaman að heyra í Elliða þegar honum fer að leiðast þófið.
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Um bloggið
32 dagar til jóla
Færsluflokkar
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.11.): 1
- Sl. sólarhring: 2
- Sl. viku: 7
- Frá upphafi: 110485
Annað
- Innlit í dag: 1
- Innlit sl. viku: 7
- Gestir í dag: 1
- IP-tölur í dag: 1
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.