Krónan okkar böl en ekki blessun

Vegna þess að við erum og höfum verið með þennan handónýta gjaldmiðil, höfum við gefið misvitrum stjórnmálamönnum tækifæri til að gera hér margskonar tilraunir í formi peningastefnu sem hefur skaðað hér bæði fyrirtæki og heimili á margvíslegan hátt, mis mikið eftir því hvernig til tókst í tilraunasamfélaginu okkar.

Það var vegna krónunnar og þeirrar þráhyggju að halda í hana að ákveðnum hópum tókst að draga til sín auð á kostnað almennings í landinu. Krónan þýddi það líka að hér var og er sjálfstæður Seðlabanki. Þessum Seðlabanka hefur þar til nú verið stjórnað af misvitrum stjórnmálamönnum og sá síðasti þeirra trúði svo á frelsi markaðarins að hann taldi allt eftirleit skaðlegt.

Krónan og fjármálakerfið varð á örskömmum tíma að leiktæki þessa sama Seðlabankastjóra ásamt vinum hans og Framsóknarmanna, sem fengu bankana gefins. Þessi hópur lék sér svo eins og krakkar í sandkassa að fjármunum þjóðarinnar sem fólgnir voru og eru í þessari handónýtu krónu.

Sá leikur endaði með því að sandkastalarnir hrundi. Nú er verið að róta í sandinum og finna leiðir til að koma okkur á lappirnar að nýju. Krónan er að stórskað sum okkar meðan hún gælir við aðra.

Svona hefur krónan sem leikfang í sandkassanum flækt okkur fram og til baka um peningaleikvanginn. Þjóðin er orðin dauðþreytt á öllum ósköpunum og þráir jafnvægi og stöðugleika sem krónan hefur rænt okkur.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

rett hja ter, hit er lika sat ad svona er tetta nu med alla gjaldmidla   http://vald.org/greinar/100626.html  kiktu a mindbandid nedst a sidunni

Helgi Armannsson (IP-tala skráð) 2.7.2010 kl. 00:32

2 identicon

Takk fyrir, einmitt það sem ég hefði vilja segja.

brb (IP-tala skráð) 2.7.2010 kl. 01:21

3 Smámynd: Hólmfríður Bjarnadóttir

Helgi - Því minni gjaldmiðill - því meira vesen

Hólmfríður Bjarnadóttir, 2.7.2010 kl. 01:25

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Höfundur

Hólmfríður Bjarnadóttir
Hólmfríður Bjarnadóttir

Höfðagötu 1 531 Hvamms-tanga.

Fædd 1945 og er Húnvetningur í báðar ættir. Fædd steingeit og mikið fyrir að príla eins og geitum er tamt. Á ekki lengur ferðaþjónustuna, en aðrir tóku við keflinu í vor. Í haust fékk fyrirtæki þeirra, Selasigling ehf viðurkennigu frá Ferðamannastofu sem frumlegasta nýjungin í ferðaþjónustu á Norðurlandi vestra. Ég er stolt og glöð með þessa viðurkenningu, fyrir hönd okkar hjóna og þeirra sem héldu frumkvöðlastafinu áfram. Er núna að hanna og prjóna pils úr lettlopa sem á að selja ferðamönnum. Ég er gift Sævari Jónatanssyni, við eigum 4 börn og 8 barnabörn.

32 dagar til jóla

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Nýjustu myndir

  • Grill 036
  • Grill 035
  • Grill 035
  • Kosningar 2033
  • Grill 001

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.11.): 1
  • Sl. sólarhring: 2
  • Sl. viku: 7
  • Frá upphafi: 110485

Annað

  • Innlit í dag: 1
  • Innlit sl. viku: 7
  • Gestir í dag: 1
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband