2.7.2010 | 00:10
Krónan okkar böl en ekki blessun
Vegna þess að við erum og höfum verið með þennan handónýta gjaldmiðil, höfum við gefið misvitrum stjórnmálamönnum tækifæri til að gera hér margskonar tilraunir í formi peningastefnu sem hefur skaðað hér bæði fyrirtæki og heimili á margvíslegan hátt, mis mikið eftir því hvernig til tókst í tilraunasamfélaginu okkar.
Það var vegna krónunnar og þeirrar þráhyggju að halda í hana að ákveðnum hópum tókst að draga til sín auð á kostnað almennings í landinu. Krónan þýddi það líka að hér var og er sjálfstæður Seðlabanki. Þessum Seðlabanka hefur þar til nú verið stjórnað af misvitrum stjórnmálamönnum og sá síðasti þeirra trúði svo á frelsi markaðarins að hann taldi allt eftirleit skaðlegt.
Krónan og fjármálakerfið varð á örskömmum tíma að leiktæki þessa sama Seðlabankastjóra ásamt vinum hans og Framsóknarmanna, sem fengu bankana gefins. Þessi hópur lék sér svo eins og krakkar í sandkassa að fjármunum þjóðarinnar sem fólgnir voru og eru í þessari handónýtu krónu.
Sá leikur endaði með því að sandkastalarnir hrundi. Nú er verið að róta í sandinum og finna leiðir til að koma okkur á lappirnar að nýju. Krónan er að stórskað sum okkar meðan hún gælir við aðra.
Svona hefur krónan sem leikfang í sandkassanum flækt okkur fram og til baka um peningaleikvanginn. Þjóðin er orðin dauðþreytt á öllum ósköpunum og þráir jafnvægi og stöðugleika sem krónan hefur rænt okkur.
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Um bloggið
32 dagar til jóla
Færsluflokkar
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.11.): 1
- Sl. sólarhring: 2
- Sl. viku: 7
- Frá upphafi: 110485
Annað
- Innlit í dag: 1
- Innlit sl. viku: 7
- Gestir í dag: 1
- IP-tölur í dag: 1
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
rett hja ter, hit er lika sat ad svona er tetta nu med alla gjaldmidla http://vald.org/greinar/100626.html kiktu a mindbandid nedst a sidunni
Helgi Armannsson (IP-tala skráð) 2.7.2010 kl. 00:32
Takk fyrir, einmitt það sem ég hefði vilja segja.
brb (IP-tala skráð) 2.7.2010 kl. 01:21
Helgi - Því minni gjaldmiðill - því meira vesen
Hólmfríður Bjarnadóttir, 2.7.2010 kl. 01:25
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.