26.6.2010 | 23:36
Áskorun - þú átt að ganga þarna út Ragnheiður.
Eftir þennan Landsfund Sjálfstæðismanna, er Evrópusinnum ekki vært lengur innan flokksins. Það besta sem þeir gera nú er að ganga út og bindast nýjum samtökum um þetta stærsta hagsmunamál samfélagsins.
Flokkur er bara flokkur og hann má yfirgefa, en sannfæringuna má ekki troða í svaðið, henni verður að fylgja eftir af mikilli festu. Guðbjörn Guðbjörnsson fylgdi sinni sannfæringu í dag og gekk úr flokknum eftir langa veru þar inni.
Hann er maður að meiru og ég tel hann hafa gefið tóninn fyrir margann Sjálfstæðismanninn í sama skoðanahópi. Væntanlega munu margir fylgja á eftir og eru jafnvel búnir að stíga skrefið nú þegar.
Þarna ert þú Ragnheiður Ríkharðsdóttir og nú er þitt að velja, flokkinn eða fólkið í landinu. Ég skora á þig að skoða þinn hug vel af heiðarleika og raunsæi.
Óþarfi að sundra flokksmönnum | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Um bloggið
33 dagar til jóla
Færsluflokkar
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.11.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 5
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 5
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Hvað er fólk eiginlega tilbúð að fórna miklu bara fyrir tryggð sína við flokk á borð við Sjálfstæðisflokkinn. Hugsið ykkur að ef við göngum í ESB þá lækka vextir á öllum lánum til heimilanna og fyrirtækja um 228 miljarða á ári, já 228 miljarða á hverju ári. Þetta eru peningar sem ég og þú eigum og verðum að vinna hörðum höndum fyrir og láta síðan af hendi við fjármagnseigendur. Að ganga í ESB yrði þess vegna mesta kjarabót sem íslenskum almenningi mun nokkurn tíman standa til boða. Hugsið ykkur einnig allar vinnustundirnar sem almenningur þarf að leggja á sig til að borga þessa 228 miljarða á ári. Þetta er fórnarkostnaðurinn sem við borgum fyrir að vera ekki í nánara samstarfi við aðrar þjóðir, og husið ykkur einnig hve við gætum búið börnunum okkar betra líf ef ekki kæmi til þetta rán á hverju ári. Einnig má velta því fyrir sér allan þann frítíma sem fólk hefði ef það þyrfti ekki að vinna myrkran á milli til að borga þessa okurvexti. Áfram ESB!!!!
Svona lán munu bjóðast Íslendingum ef þeir ganga í ESB. Þeir gætu valið á milli
1. Lán með 4 prósenta föstum vöxtum til 30 ára.
2. Lán með breytilegum vöxtum til 30 ára. Vextirnir á því láni eru nú 1,9 prósent og geta aldrei farið upp fyrir 5 prósent.
Sumir Íslendingar vilja borga sín lán með verðtryggingu og vöxtum 17 falt til baka, þ.e. þeir sem eru á móti því að ganga í ESB. Þessi kjör hér að ofan standa dönskum almenningi - og öllum Evrópubúum ef út í það er farið - til boða. Og þau eru öll óverðtryggð enda slíkt fyrirbæri óþarft í heilbrigðum hagkerfum. Þau sem sagt lækka í hvert skipti sem borgað er af þeim. Ef við tökum lán til 40 ára hér á landi og miðum við 5% vexti og 5% verðbólgu, sem sagt allt í fína lagi, þá þurfum við að borga hátt í 200 miljónir til baka á þessum 40 árum. Ef við tökum lán á evrusvæðinu 20 miljónir til 40 ára, þá þurfum við að borga 24 miljónir til baka. Hvort vilt þú?
Gott fólk, út af hverju takið þið ekki afstöðu til ESB út frá því hvort það komi ykkur persónulega vel eða ekki? Kvótagreifinn tekur afstöðu til ESB út frá því sem er best fyrir hann, óðalsbóndinn tekur afstöðu út frá því sem er best fyrir hann. Hvað með þig, langar þig að borga húsnæðislánið þitt 10 falt til baka, eða rúmlega einu sinni til baka? Hættum þessu bulli að láta einhverja sérhagsmunasambönd teyma okkur út í stuðning við örfáa aðila, tökum bara afstöðu til ESB út frá því sem kemur okkur sjálfum og fjölskyldum okkar best. Hvort viltu borga til baka af 20 miljóna króna íbúðarláni, 200 miljónir eða 24? Ertu flón eða maður sem stendur með sjálfum þér?
Lestu eftirfarandi og spurðu sjálfan þig hvort það sé þess virði að styðja við bakið á kvótagreifum og óðalsbændum? Hversu miklu ertu tilbúinn að fórna svo sérhagsmunaaðilar sofi rólega á meðan þú borgar af láninu þínu?
Samkvæmt útreikinginum á kostnað við fasteignalán til fjörutíu ára í Þýskalandi á fasteignavefnum Immobilienscout:=> Fjárhæðin skiptir ekki máli fyrir útreikningana, hún vex í sama hlutfalli hversu há sem hún er, en við miðuðum við 100.000 evrur og þá 4% vexti sem gefnir eru upp til viðmiðunar. Vaxtarkostnaður við slíkt lán væri 19.475 evrur. Það er, heildarfjárhæðin sem lántaki greiðir til baka á 40 árum er 119.475 evrur. Vaxtakostnaðurinn er tæp 20% af lánsfjárhæðinni.
Kostnaðurinn við þýskt húsnæðislán til 40 ára er því undir 20% af lánsfjárhæðinni. Kostnaðurinn við íslenskt húsnæðislán til sama tíma, miðað við 6% vexti og 5% verðbólgu, er yfir 800% af lánsfjárhæðinni. Munurinn á 20% (0,2x) og 800% (8x) er fertugfaldur.
Valsól (IP-tala skráð) 26.6.2010 kl. 23:56
Sæl Valsól
Þakkir fyrir þessa góðu grein. Við erum að borga þessa vexti nún með fernum hætti; hærri vexti á eigin lán - lægri laun vegna vaxta fyrirtækjanna - hærra vöruverð vegna hærri vaxta fyrirtækja - dýrari opinber þjónusta vegna hærri vaxta ríkis og sveitarfélaga
Hólmfríður Bjarnadóttir, 27.6.2010 kl. 00:27
Þó fyrr hefði verið. Hef aldrei skilið hvað vinstrisinnar eru að gera í Sjálfstæðisflokknum.
Guðmundur Ingi Kristinsson (IP-tala skráð) 27.6.2010 kl. 00:37
Elskurnar mínar, af hverju eiga útlendingar að bjarga okkur. Við gætum haft hér himnaríki
á jörðu, ef við sjálf til dæmis nýttum fiskimiðinn á annan hátt en er gert í dag.
Aðalsteinn Agnarsson, 27.6.2010 kl. 00:47
Far vel Frans.
Sigurjón, 27.6.2010 kl. 01:50
Þeir sem skilja ekki verðtryggingu né hvernig verð (vextir) fara eftir framboði og eftirspurn, ættu allmennt ekki að tjá sig um þessi mál með gífuryrðum. Það er allt í lagi að hafa skoðanir, en stóryrði um bull og vitleysu ættu menn að láta kyrrt. þú gætir orðið þessi sem lenti í ESB, með lága vexti, en í atvinnulaus. Hver heldur þú að staða þín sé þá.
Kristinn Sigurjónsson, 27.6.2010 kl. 02:20
Guðmundur Ingi
Ekki veit ég hvað þú kallar vinstri sinna, en ég mundi halda að margt af því fóliki sem er hlynt aðildarviðræðum við ESB og er líka í Sjálfstæðisflokknum, telji sig hægra megin í stjórnmálum.
Aðalsteinn
Ég er sammála þér um skynsamlegri nýtingu fiskimiðanna okkar. Það kemur ekki í veg fyrir að ég sé hlynt aðildarviðræðum við ESB. Við munum líka sem aðilar að ESB, halda yfirráðum yfir öllum þeim miðum og fisktegundum sem ekki er þegar búið að semja um við aðrar þjóðir.
Sigurjón - hvað með Frans??
Kristinn Sigurjónsson, ég tel mig skilja það mæta vel að meðan við höldum í okkar gjörónýtu krónu, verða hér háir vextir og sömuleiðis verðtrygging. Þegar lánskjör hér og á ESB eru borin saman í dag, koma stórar tölur úr dæminu. Að vera atvinnulaus er ekki gott á ESB svæðinu og ekki heldur hér. Vaxtamunurinn hlýtur þó að vera ESB íbúanum í hag. Hrakspár eru leið þeirra sem eru hræddir við breytingar.
Hólmfríður Bjarnadóttir, 27.6.2010 kl. 02:48
Flettu því upp, ef þú skilur ekki setninguna. Meiningin er: Farið hefur fé betra...
Sigurjón, 27.6.2010 kl. 06:24
Andstæðingar ESB aðildar eru óttaslegnir og vilja mæta opinni umræðu með þöggun sbr. samþykkt landsfundar Sjálfst.flokksins. Margir vilja að flokksmenn sem vilja ræða ESB aðild yfirgefi skipið. Þeir finna að rökræða er ekki þeirra sterka hlið og vilja því hafa hreint hús og enga umræðu sem ertit þeirra viðkvæmu taugar. Þjóðremban og bullið sem m.a. á lögheimili á útvarpi Sögu ber í sér vissa hættu á fasiskum aðferum þöggunar og ofsókna. Þar er mikið rausað gegn ESB og oft af litlu viti.
Hjálmtýr V Heiðdal, 27.6.2010 kl. 13:41
Sigurjón - ég skil þennan málshátt, en varstu að meina Guðbjör Guðbjörnsson.
Hjálmtýr. Það er einmitt málið að andstæðingar ESB óttast ekkert frekar en almenningur átti sig á því að mun betri staða/kjör munu trúlega verða í boði við aðild. Ef kostirnir væru vafasamir, væru andstæðingarnir ekki svona hræddir
Hólmfríður Bjarnadóttir, 27.6.2010 kl. 18:06
Já. Ef mönnum er ekki vært í flokknum vegna eins málaflokks, þá hefur fé farið betra. Ekki að mér sé ekki sama, ég er ekki í neinum flokki...
Sigurjón, 27.6.2010 kl. 19:21
Guðbjörn hefur verið óánægður með starfshætti í flokknum síðan fjölmiðlalögin voru meðhöndluð að hætti Davíðs. Óánægjan hefur vaxið síðan og svo þegar þessi einstrengingslega ályktun var samþykkt var mælirinn fullur. ESB aðildarviðræðurnar eru líka einhvert stærsta hagsmunamál þjóðarinnar í áratugi og ekki nema von að þeir sen-m eru hlyntir viðræðunum, gangi út.
Hólmfríður Bjarnadóttir, 27.6.2010 kl. 19:49
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.