19.5.2010 | 09:43
Mikilvægur áfangi
Þessi kaup eru til marks um það hversu gríðarlega alvarlegir hlutir hafa gerst hér á meðan bankarnir voru enn í "eigu" einkaaðila. Nú er verið að leiða okkur til baka af fagfólki, úr þeim ógöngum sem geðþótta ákvarðanir byggðar á mikilli vanþekkingu og gríðarlegum skorti fagmennsku leiddu okkur.
Þessi kaup og samningurinn að baki hans, sýnir okkur svo ekki verður um villst að við erum núna loksins komin með fagmann í stól Seðlabankastjóra. Það þýðir líka að það frábæra starfsfólk sem vinnu í bankanum, er nýtt til hins ýtrasta og nýtur sín vonandi vel í sínu starfi.
Nú er beinlínis kjánalegt að vera í orðaskaki um hluti eins og hver hafi staðið sig verr, þessi eða hinn flokksgæðingurinn eða þessi eða hinn útrásarvíkingurinn. Það eru allir í sömu súpunni og munurinn er einungis sá hve lengi hvert stjórnmálaafl tók þátt í bullinu.
Það sem ruglar fólk helst er þáttur Samfylkingarinnar í ríkisstjórn síðustu mánuði fyrir hrun. Flokkurinn hefur sem betur fer sett á fót nefnd til að fara ofan í saumana á starfi flokksins og einstakra flokksmanna fyrir og í hruninu.
Þeirri rannsókn fagna ég og tel mig vita að einstakir aðilar hafi gert mistök og á þeim verði tekið. Með þessu er ég ekki að ásaka neinn og hef ekki til þess vitneskju eða kunnáttu, heldur að segja að ég eins og aðrir í flokknum, hljótum að taka niðurstöðunni eins og hún kemur, viðurkenna orðinn hlut og gera breytingar á vinnubrögðum.
Ríkið kaupir skuldabréf í Lúx | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Um bloggið
30 dagar til jóla
Færsluflokkar
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (24.11.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 3
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 3
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.