29.4.2010 | 18:21
Umræðuhefðin á Íslandi
Ólafur Þ Harðarson líkir umræðuhefð á Íslandi við Morfískeppni. Þarna er hann að vitna í umræðustíl stjórnmálamanna og að mínu áliti ekki síður í umræðuhefð almennings í landinu. Hér á blogginu má oft lesa afar stóryrtar yfirlýsingar og kenningar um þjóðfélagið stjórnkerfið, stjórnmálamenn og fleira. Hver yfirbýður annan í stóryrðum og sleggjudómum. Ég vil lýsa ánægju minni með þessu ummæli Ólafs Þ Harðarsonar og tel þau orð í tíma töluð. Ég skora hér með á mig sjálfa að vanda mig enn frekar við orðaval og setja fram mínar skoðanir á yfirvegaðan og vandaðan hátt. Ég get ekki stjórnað neinum öðrum og mun því einbeita mér að eigin skrifum.
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Um bloggið
31 dagur til jóla
Færsluflokkar
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (23.11.): 0
- Sl. sólarhring: 1
- Sl. viku: 5
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 5
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Þú hefur minn stuðning til þess 100% - og ég hvet alla aðra til leggja til hliðar blótsyrði, uppnefni, persónumeiðingar og aðrar þær óvenjur sem kasta rýrð á bloggheima. Slík orðanotkun gerir aldrei neitt annað en skemma fyrir málefnalegri umræðu.
Grefillinn Sjálfur - Koma svo! (IP-tala skráð) 29.4.2010 kl. 19:19
Sammála. Þetta er svo rétt.
Eigðu gott kvöld Fríða mín.
Kær kveðja.
Valgeir.
Valgeir Matthías Pálsson (IP-tala skráð) 1.5.2010 kl. 20:24
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.