22.4.2010 | 09:46
Bjarni Ben vill kjósa til Alþingis þegar búið er að sópa stéttina
Er ekki rétt að klára Landsfundinn fyrst og ræða kosningar til Alþingis síðar. Að mínu áliti eru það ekki kosningar til Alþingis sem okkur vantar núna, heldur kosningar til Stjórnlagaþins sem síðan mun endurskoða stjórnarskrána.
Það verður að byrja á grunninum undir nýja samfélagið okkar, nýja húsið okkar. Það er ekki nóg að skipt um í stólunum við kaffiborðið í stofunni. Grunnurinn er skakkur og gólfið fúið, veggirnir maðksmognir og þakið lekur.
Gluggakarmarnir orðnir rýrir svo víða blæs og móða er milli glerja. Húsið var byggt í miklum flýti á gömlum dönskum grunni sem komið hafði til landsins á 19. öld og dugði þá sem undirstaða undir sumarhús Danska Kóngsins.
Ólíkt sumarhúsum Útrásarvíkinganna, var farið sparlega með við bygginga kóngshússins. Notað allt það efni sem bauðst, bæði nýtt og gamalt og svo bara byggt og klastrað við eftir hendinni. Skipulagsmálin voru ekki að þvælast fyrir á þessum árum og hvaða kofaskrifli sem var fékk að standa.
Nú er sumarhúsið hrunið til grunnar og okkur vantar nýtt og gott heilsárshús, vandað og traust, þar sem allir innviðir eru vel saman settir. Þegar það er komið verður valið við borðið í stofunni og trúlaga á einhvern nýjan hátt.
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Um bloggið
32 dagar til jóla
Færsluflokkar
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.11.): 1
- Sl. sólarhring: 2
- Sl. viku: 7
- Frá upphafi: 110485
Annað
- Innlit í dag: 1
- Innlit sl. viku: 7
- Gestir í dag: 1
- IP-tölur í dag: 1
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.