Beðist afsökunar og mistökin viðurkennd

Nú hefur Ingibjörg Sólrún Gísladóttir stigið fram og viðurkennt að hún hafi brugðist. Hún gerir rétt með því og slíkt ber að virða. Að viðurkenna mistök er ávalt upphaf að einhverskonar bataferli, í hverju sem sá bati er fólginn.

Hver sem missir tökin og fer út af sporinu þarf að sjá hvar mistökin liggja, viðurkenna þau og feta svo leiðina til baka, inn á veginn sem upphaflega var valinn.

Það er ekki nóg að stiga til hliðar um stund og segja um leið að viðkomandi hafi ekki gert nein mistök. Hlé verði aðeins gert meðan verið er að þvo mannorðið.

 


mbl.is „Mér finnst ég hafa brugðist“
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Í Prédekarnum segir einnig: " Vei yður, þér hræsnarar" !

 Solla iðrandi syndari.

 En - það eru fleiri sem hafa syndgað skelfinglega.

 Nöfn ?

 I. Össur nokkur Skarphéðinsson. Hann var í hrunstjórninni. Fékk " litlar" 30 milljónir sem stofnfjáreigandi í Spron. Var í stýrihúsinu ( ríkisstjórninni) fylgdist grant með þegar skútan veltist óstjórnlega í brimgarðinum - og gerði EKKERT !

 Jóhanna nokkur Sigurðardóttir. Sat í hrunstjórninni. Var í stýrihúsinu ( ríkisstjórninn) fylgdist grant með þegar skútan veltist óstjórnlega í brimgarðinum - og grði EKKERT !

 Árni Þór Sigurðsson, þingmaður vinstri -RAUÐRA. Sá góði maður sat meir að segja í STJÓRN Spron. Fékk "litlar" tæpar 300 MILLJÓNIR. Kom peningunum í banka erlendis !

 Fleiri?

 Margfallt!

 Bíður næsta þáttar ! 

Kalli Sveinss (IP-tala skráð) 17.4.2010 kl. 15:05

2 identicon

Ég hafði mikið álit á Ingibjörgu Sólrúnu þegar hún var í borgarpólitíkinni og fannst hún vera gera góða hluti þar. En ég var svekkt þegar hún bauð sig fram í landspólitíkina.  Mér fannst ekki hennar sterku hliðar njóta sín þar. Það er löngu vitað að velgengni í einu er ekki endilega í öðru. Þetta er eins og þegar gott fólk er hækkað í tign og tekið úr því sem það er gott í og stendur sig vel. (úr pólitíkinni má nefna Jóhönnu Sig. hún þótti góð í Félagsmálaráðuneytinu og var pressuð á að fara út í formanninn og forsætisráðherra sem virðist vera henni ofviða)

Það er því miður ekki mikið af góðum konum sem gefa sig út í pólitík en ég verð að segja að mér finnst bæði Ingibjörg Sólrún og Þorgerður Katrín vera öflugar stjórnmálakonur og hefði ég viljað sjá fleiri slíkar konur.
En því miður var þátttaka þeirra í þeirri pólitík sem hefur viðgengist á seinustu misserum þannig, að það var ekki annað hægt en að þær vikju. Þó svo að eiginmaður Þorgerðar Katrínar hafi tekið þessi lán, þá geri ég ráð fyrir að hún hafi notið ávaxtanna. Hún er í þannig stöðu að fá niðurfellingu(gjaldþrot) á lánum uppá 1.6 milljarð er meira en hægt er að kyngja þegjandi og hljóðalaust og þingið er að setja lög á þingi þar sem verið er að lengja í skuldarólum heimilanna, með því að lengja lánin, en ekki neinar afskriftir fyrir þá sem þó enn standa í skilum.
En ég verð að viðurkenna að ég sé eftir henni og finnst sorglegt að hún þurfi að vikja út af þáttöku eiginmannsins.

Ingibjörg Sólrún virtirst vera of náin, allavega tók hún of oft upp hanskann obinberlega fyrir Jón Ásgeir og co. Í dag sýnist manni ástæðan vera óvildin milli hennar og Davíðs. Af því Davíð var á móti Jóni Ásgeir þá  varð Ingibjörg Sólrún að verja hann.
Þess vegna þurfti Ingibjörg Sólrún að víkja. 
Hún spyr sig hvort starfi hennar í pólitíkinni sé horfin eins og hlutabréf - Því miður er það nú oft þannig, þegar fólki verður á, svo stórkostlega, þá er oft erfitt að vinna sig út úr því. Alveg eins og við sem vorum óheppin að vera með bílalán, hafa keypt húnsnæði á uppganstímum og erum nú með lækkað verðgildi húsnæðis en há lán. Við þurfum að lifa með því og reyna vinna okkur út úr því - Það sem ég var búin að afla mér gegnum tíðinna, hvarf eins og hlutabréf og pólitískur ferill Ingibjargar Sólrúnar

Þingmenn mega aldrei gleyma því að þeir eru í vinnu hjá þjóðinni, þetta er sjálfvalið starf sem þeir fá borgað fyrir og njóta einnig ýmssa fríðinda og þeir eiga að vinna þannig að það sé þjóðinni í heild fyrir bestu ekki fáum einstaklingum, eins og manni hefur fundist það vera á seinustu árum.

Lára Garðarsdóttir (IP-tala skráð) 17.4.2010 kl. 15:32

3 Smámynd: Hrólfur Þ Hraundal

Ætlar þú að fá Ingibjörgu Sólrúnu í landsmálin aftur Hólmfríður?

Hrólfur Þ Hraundal, 17.4.2010 kl. 15:39

4 Smámynd: Hólmfríður Bjarnadóttir

Hrólfur. Þessi spurning er beinlínis heimskuleg, það er ekki mitt að ákveða slíkt.

Kalli Sveins. Dómarhlutverkið er ekki hjá mér og trúlega ekki þér heldur. Rannsóknarskýrslan tekur á málum stjórnmálamanna og það er hún sem tekið er mið af núna.

Lára. Mér hefur alla tíð þótt Íngibjörg Sólrún vera mjög hæfur stjórnmálamaður. Það að hún hafi gert þessi mistök er þó eitthvað sem við öll verðum að viðurkenna. Hver framtíð hennar á stjórnmálasviðinu verður er ekki ljóst og kannski er hennar ferli þar lokið.

Hólmfríður Bjarnadóttir, 17.4.2010 kl. 16:41

5 identicon

 Össur nokkur Skarphéðinsson.

 Jóhanna nokkur Sigurðardóttir

Þetta eru verulega skemmd epli

Kveðja

Æsir (IP-tala skráð) 17.4.2010 kl. 20:21

6 Smámynd: Hólmfríður Bjarnadóttir

Sæll Æsir. Er þetta þitt eigið álit eða byggt á Skýrslu stóru. Þó mér líki ekki við einhvern þingmann, þá þarf að ekki að þýða það að hann/hún sér sek/ur um  refsivert athæfi.

Hólmfríður Bjarnadóttir, 17.4.2010 kl. 21:07

7 identicon

Skárra seint en aldrei hjá Ingibjörgu Sólrúnu og Katrínu einnig en of seint hjá báðum og virkar nú sem yfirklór.

Sigurlaug Gissurardóttir (IP-tala skráð) 17.4.2010 kl. 22:11

8 Smámynd: Hólmfríður Bjarnadóttir

Málavextir þessarar tveggja stjórnmálamanna eru svo ólíkir að það er varla hægt að bera þá saman á nokkurn hátt. Þorgerður Katrín tók þátt í dansinum og var með í að halda hlífiskyldi yfir þeirr stefnu stjórnvalda sem leiddi til hrunsins. Lánamál KA eru svo þar að auki. ÞKG viðurkennir ekki mistök sins flokks, en stígur til hliðar vegna þrýstings frá formanni flokksins.

Ingibjörg iðrast þess að hafa ekki fylgt sinni upphallegu jafnaðarstefnu fasta eftir og verið harðari í því að krefjast aðhaldsaðgerða. Hvort það hefði breytt einhverju veit enginn, en ISG telur þó rétt að stíga fram og biðjast afsökunar.

Hólmfríður Bjarnadóttir, 17.4.2010 kl. 22:50

9 identicon

"Mér finnst ég hafa brugðist" segir IGS og er greinilega ekki alveg viss. Hvernig getur hún efast?

"ISG telur þó rétt að stíga fram og biðjast afsökunar." segir HB en ég finn nú reyndar ekki þetta orð í féttinni.

skunkur (IP-tala skráð) 18.4.2010 kl. 02:51

10 Smámynd: Jón Snæbjörnsson

sammála þér Hólmfríður - ég vildi gjarna sjá mun fleiri fara sömuleið og þau fáu sem nú hafa stigið til hlíðar - annars vil ég þau í burt sem ekki stóðu sig alveg í burt sama hvar í flokki þau standa - þau sem eru á þingi eiga að vinna fyrir alla hópa ekki sérhópa eða flokka - mín skoðun

Jón Snæbjörnsson, 19.4.2010 kl. 10:24

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Höfundur

Hólmfríður Bjarnadóttir
Hólmfríður Bjarnadóttir

Höfðagötu 1 531 Hvamms-tanga.

Fædd 1945 og er Húnvetningur í báðar ættir. Fædd steingeit og mikið fyrir að príla eins og geitum er tamt. Á ekki lengur ferðaþjónustuna, en aðrir tóku við keflinu í vor. Í haust fékk fyrirtæki þeirra, Selasigling ehf viðurkennigu frá Ferðamannastofu sem frumlegasta nýjungin í ferðaþjónustu á Norðurlandi vestra. Ég er stolt og glöð með þessa viðurkenningu, fyrir hönd okkar hjóna og þeirra sem héldu frumkvöðlastafinu áfram. Er núna að hanna og prjóna pils úr lettlopa sem á að selja ferðamönnum. Ég er gift Sævari Jónatanssyni, við eigum 4 börn og 8 barnabörn.

33 dagar til jóla

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Nýjustu myndir

  • Grill 036
  • Grill 035
  • Grill 035
  • Kosningar 2033
  • Grill 001

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (21.11.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 5
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 5
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband