15.4.2010 | 17:35
Björgvin G Sigurðsson víkur af þingi - rétt ákvörðun.
Ákvörðun Björgvins G Sigurðssonar af víkja af Alþingi finnst mér vera hárrétt og í anda þess sem skýrslan er að segja okkur. Þeir sem bera ábyrgð og finna hana á eigin skinni, víkja til hliðar meðan verið er að rannsaka þeirra þátt frekar. Skoðanir í stjórnmálum skipta þar engu máli og það eru allir jafnir að því leiti að þeir/þær tóku þátt og voru með. Hvort Björgvin vissi mikið eða lítið breytir því ekki að hann var ráðherra viðskiptamála síðustu 18 mánuðina fyrir hrun og nokkra á eftir. Hans þátt á að skoða og síðan að upplýsa okkur hin að skoðun lokinni. Á meðan víkur hann af Alþingi og það er rétt ákvörðun. Þessi færsla er ekki dómur heldur skoðum og þar er mikill minur á.
Björgvin víkur af þingi | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Um bloggið
33 dagar til jóla
Færsluflokkar
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.11.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 5
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 5
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Ég tek hatt minn ofan fyrir honum á sama tíma og mér finnst það algerlega lýsandi dæmi um siðferði ALLRA annara þingmanna að það skuli vera HANN - HANN sem "fékk" ekki einu sinn upplýsingar eða svo mikið sem að mæta á fundi.
Ingibjörg Sólrún á eftir að svara fyrir það.
MargrétJ (IP-tala skráð) 15.4.2010 kl. 17:46
Mér finnst Ingibjörg Sólrún hafa sett niður í mínum huga vegna þeirrar leyndar sem var gagnvart Björgvin og ef til vill fleirum. Hún verður að gefa okkur haldbæra skýringu á því að leyna upplýsingum um stöðu fjármálastofnana fyrir ráðherra viðskipta.
Nú þegar verður að hefja undirbúning að því að efna til Stjórnlagaþings og endurskoða Stjórnarskrána okkar. Stjórnkerfið okkar er hætt að passa við svo margt í nútímanum.
Hólmfríður Bjarnadóttir, 15.4.2010 kl. 21:42
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.