27.2.2010 | 16:03
Á að takmarka aðgang útrásarmanna að fyrirtækjum sem þeir stýrðu áður.
Svar mitt er að þeir skuli ekki njóta forgangs heldur jafnræðis á við aðra, hafi sannað og refsivert athæfi ekki átt sér stað. Komi slíkt fram á síðari stigum verði tekið á því samkvæmt gildandi lögum hverju sinni.
Mikið er rætt um einstakar úrlausnir bankanna varðandi endurreisn fyrirtækja nú eftir afskriftir og endurfjármögnun. Það þykir fólki að réttur fyrri stjórnanda sé óeðlilega rúmur til að taka við sömu fyrirtækjunum aftur
Kjarna málsins er að mínu áliti, hve mikill munur er gerður á því hvort það er einstaklingur eða fyrirtæki sem fer í þrot. Fyrir einstaklinginn er allt lokað árum saman, en þeir sem hafa verið forsvarsmenn/eigendur, fyrirtækja geta endurreyst að nýju án verulegra takmarkana af hendi löggjafans.
Varðandi Haga og önnur slík fyrirtæki, þá er það sennilega forkaupsréttur fyrri eigenda sem fer fyrir brjóstið á fólki og minnir svo mjög á bankagjöfina þarna um árið. Hafi fyrri eignendur sama rétt og aðrir og fyrirtæki séu seld með dreifðri eignaraðild (hámark hlutar sem hver má eiga) þá horfir málið allt öðruvísi við fyrir alla, almenning bankana yfirvöld fjármagnseigendur.
Ég held að með slíkum almennum skýrum reglum sé hægt að taka á þessu máli, en ekki með að gera það persónulegt með einum eða öðrum hætti. Málefni Bakkavarar er að því leiti sérstakt að bræðurnir settu ákvæði inn í samningana sem beinlínis gjaldfella öll lán fyrirtækisins, ef þeim (bræðrunum) er vikið frá sem stjórnendum. Það er Alþingis að setja lög sem koma í veg fyrir fleiri slíka gjörninga. Eiríkur Jónsson formaður Kennarasambandsins var einfaldlega að vísa í þetta ákvæði þegar hann segir að Lífeyrissjóðurinn hafi (af tveim slæmum kostum) valið að vera með til að forða frekara tapi sjóðsins en orðið er nú þegar. Sú ákvörðum er tekin á köldum fjármálaforsendum, en ekki af velþóknun á einum eða neinum.
Málflutningur Tryggva Þórs Herbertssonar og Magnúsar Orra Schram í Kastljósinu nýverið um þessi mál var góður og upplýsti vel hagmuni sem verið var að verja;
- sérhagsmuni TÞH
- hagsmuni fjöldans og samfélagsins MOS
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 16:11 | Facebook
Um bloggið
32 dagar til jóla
Færsluflokkar
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.11.): 1
- Sl. sólarhring: 2
- Sl. viku: 7
- Frá upphafi: 110485
Annað
- Innlit í dag: 1
- Innlit sl. viku: 7
- Gestir í dag: 1
- IP-tölur í dag: 1
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.