Sínum augum lítur hver á silfrið

ESB er að sjálfsögðu til umræðu núna um allt samfélagið og er það vel. Umræður á Alþingi eru líka áhugaverðar í ljósi þess að þar talar fólk að því er virðist út frá eigin brjósti en ekki flokksstefnum. Stefnur flokka, annarra en Samfylkingar eru ekki ljósar eða einsleitar. Meðan nokkrir þingmenn Framsóknar andmæla og vilja jafnvel draga umsókn til baka, minnir Siv Friðleifsdóttir félaga sína á að flokkurinn hafi ályktað um að fara í viðræður með skilyrðum. Árni Johnsen fordæmir að hætti Eyjamanna en Ragnheiður Ríkharðsdóttir er fylgjandi aðildarviðræðum. VG er tvístígandi í málinu, er þó aðili að stjórnarsáttmálanum. Gott ef fólk getur blásið út á þessum tímapunti og væntingar séu ekki miklar. Þegar málið kemst á síðari stig og við förum að sjá raunverulega skilmála, eru líkur á að hugarfar muni breytast smám saman. Munum að stígandi lukka er best.


mbl.is Gera þarf breytingar en of snemmt að áætla kostnað
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Höfundur

Hólmfríður Bjarnadóttir
Hólmfríður Bjarnadóttir

Höfðagötu 1 531 Hvamms-tanga.

Fædd 1945 og er Húnvetningur í báðar ættir. Fædd steingeit og mikið fyrir að príla eins og geitum er tamt. Á ekki lengur ferðaþjónustuna, en aðrir tóku við keflinu í vor. Í haust fékk fyrirtæki þeirra, Selasigling ehf viðurkennigu frá Ferðamannastofu sem frumlegasta nýjungin í ferðaþjónustu á Norðurlandi vestra. Ég er stolt og glöð með þessa viðurkenningu, fyrir hönd okkar hjóna og þeirra sem héldu frumkvöðlastafinu áfram. Er núna að hanna og prjóna pils úr lettlopa sem á að selja ferðamönnum. Ég er gift Sævari Jónatanssyni, við eigum 4 börn og 8 barnabörn.

32 dagar til jóla

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Nýjustu myndir

  • Grill 036
  • Grill 035
  • Grill 035
  • Kosningar 2033
  • Grill 001

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.11.): 1
  • Sl. sólarhring: 2
  • Sl. viku: 7
  • Frá upphafi: 110485

Annað

  • Innlit í dag: 1
  • Innlit sl. viku: 7
  • Gestir í dag: 1
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband