25.2.2010 | 11:48
Hræðslan augljós hjá LÍÚ
Friðrik J Arngrímsson er fljótur að átta sig á því að umsögn ESB um að fyrirkomulag Íslands í fiskveiðstjórnun sem mögulega fyrirmynd hjá ESB, er bara alveg stórhættuleg. Þarna er ESB í einni svipan að slá öll helstu mótrök kvótaelítunnar úr höndum hennar. Utanríkisráðherra er að bulla um málið, enda maðurinn ekki kvótakóngur. Að Össur skuli voga sér að halda því fram að innganga Íslands í ESB muni valda því að Ísland verði leiðandi í málefnum sjávarútvegs innan sambandsins. "Reynslan hefur kennt okkur annað".... Bíddu við, eru LÍÚ menn búnir að fara í gegnum samningaferlið við ESB. Það hefur alveg farið fram hjá mér og trúlega þjóðinni líka.
Hugmyndir um áhrif stórlega ýktar | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 11:55 | Facebook
Um bloggið
32 dagar til jóla
Færsluflokkar
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.11.): 1
- Sl. sólarhring: 2
- Sl. viku: 7
- Frá upphafi: 110485
Annað
- Innlit í dag: 1
- Innlit sl. viku: 7
- Gestir í dag: 1
- IP-tölur í dag: 1
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Já það er skiljanlegt að menn séu hræddir við ESB skrýmslið. Það væri fróðlegt fyrir þig að kynna þér viðhorf Englendinga og skota til fiskveiðistefnu ESB. Þar þekkja menn á eigin skinni hvílíkar hörmungar það hefur í för með sér að gangast undir srefnu ESB í fiskveiðum.
Hreinn Sigurðsson, 25.2.2010 kl. 12:03
ótrúleg ertu - það sem þú getur ekki "þverskallast"
Jón Snæbjörnsson, 25.2.2010 kl. 12:35
Hólmfríður það þarf ekki annað en að skoða sjávarútvegsstefnu ESB og hvernig þeim hefur gengið að framfylgja henni til að átta sig á að við 300,000 hræður norður í hafi fá engu um hana breitt jafnvel þó Össur telji sig kraftaverka mann. Það er komin tími til að menn stigi ofan af þessum stalli sjálfsánægjunnar og átti sig á því að við munum ekki leiða eitt né neitt innan ESB sem þeim hugnast ekki sjálfum. Fiskveiðistefna ESB dæmigerð fyrir samstöðuleysið þar á bæ og því mun Össur ekki breyta né Samfylkingin, svo mikil eru áhrif þeirra ekki þó þeir geti þröngvað VG til fylgis við sig.
Rafn Gíslason, 25.2.2010 kl. 13:09
Ég tek undir þetta með þér, hræðslan er augljós hjá LÍÚ og ekki að ástæðulausu. Ég deili áhyggjum þeirra af þessum málum og held að stór hluti þjóðarinnar geri það sama.
Helgi Kr. Sigmundsson, 25.2.2010 kl. 13:12
Sælir piltar.
Hreinn. Bretar og Skotar eru mjög fastheldið fólk og lítið fyrir breytingar. Sá fyrir nokkrum árum viðtöl við sjómenn, sem enn voru að syrgja lokun Íslandsmiða á áttunda áratugnum og sumir höfðu jafnvel ekki náð að fá sér annað að gera. Aðlögunarhæfni í lágmarki.
Jón. takk fyrir hólið - ótrúleg ertu - það er alveg rétt að ég er ótrúlegar staðföst á meiningunni. Þetta með að þverskallast er þó ekki rétt skilgreining.
Rafn. Minni á skilaboðin frá ESB frá í gær. Við erum að tala um framtíðina, ekki fortíðina. Smáríki leiða ákveðna málaflokka innan ESB sem þau þekkja betur en önnur ríki sambandsins.
Helgi. Ótti LÍÚ er skiljanlegur því þeir eru fyrst og fremst að verja "eignastöðu" sína á auðlindinni (sem reyndar er ólögmæt og það vita þeir).
Hvað þjóðina varðar þá er fólk að hugsa um tvennt í senn: Hvað gerist þegar kvótabraskið verður aflagt og hvað gerist þegar við göngum inn í ESB. Þarna er á ferðinni tvenns konar óvissa og upplýsingarnar mjög fjölbreyttar svo ekki sé meira sagt.
Minni á að Malta náði veranlegri undanþágu sem ver þeirra stærsta atvinnuveg, ferðaþjónustuna og varðar bann við fjárfestingum útlendinga í þeirri grein.
Hólmfríður Bjarnadóttir, 25.2.2010 kl. 13:40
Hólmfríður hvaða þekkingu höfum við umfram áðurnefndar þjóðir í fiskveiðum. Eigum við ekki einnig að læra af fortíðinni og taka mið af henni, segir ekki fortíðin okkur einmitt að ESB ræður ekki við sína fiskveiðistefnu og hvað gætum við fært þeim sem leist gæti þann hnút og ef okkar sjávarútvegsstefna er sú sem þeim hugnast hvað veldur því að þeir kjósi þá ekki að aðlagast okkar sjávarútvegsstefnu ef þeim hugnast hún svo vel og þið haldið fram. Þetta hjal um að líta til framtíðar er mér óskiljanlegt er ekki hægt að gera það utan ESB eða er framtíðar sýn ykkar svo þröng að ef ekki komi til ESB aðildar þá muni hér ríkja vesöld og horbúskapur eins og mörgum ESB sinnunum er svo tamt að halda fram. Er víðsýni ykkar ekki meiri en það.
Rafn Gíslason, 25.2.2010 kl. 17:05
Hólmfríður. þú ættir að lesa þér til um Zimbabwe. þar var farin sú leið að endurúthluta auðlindinni. árangurinn varð sá að þriðjungur þjóðarinnar flúði landið og afgangurinn situr í heima í gjaldþrota ríki þar sem óðaverðbólga upp á hundruð milljóna prósenta átt allan sparnað og eignir. í dag ríkir 96% atvinnuleysi í Zimbabwe, þjóðin er vannærð og hungursneið blasir við. þetta er þjóð þar sem aðal atvinna almennings var að framleiða matvæli til útfluttnings og er núna að berjast við hungursneið og þarf að flytja inn matvæli.
en ef þú vilt sömu örlög hérna og þykir þetta gott, þá er ekkert hægt að segja við þig því trúir þessu í blindni.
Fannar frá Rifi, 25.2.2010 kl. 20:05
Sæli piltar.
Rafn, Við í Samfylkingunni erum viðsýnt fólk og viljum vinna með öðrum þjóðum. Við erum með mikla þekkingu í sjávarútvegi, höfum stundað hafrannóknir um árabil og lagt meira í þær en flestar Evrópu þjóðir sem eru innan ESB. Við erum með góðann skipakost, þekking á veiðarfærum er mikil og svo erum við í fremstu röð á sviði tæknibúnaðar bæði við veiðar og vinnslu.Þú spyrð hvort ESB vilji ekki aðlagast okkar sjávaarútvegsstefnu og það er nákvæmlega það sem kom fram í yfirlýsingunni um að við uppfylltum skilyrðin til að hefja aðildarviðræður. ESB er með sína sjávarútvegsstefnu í endurskoðun einmitt núna og er þess vænst að þeirri endurskoðun verði lokið 2012.
Fannar, þín athugasemd um endurúthlutun auðlinda hér og í Zimbawe er ekki að neinu leiti sambæsileg og því tel ég mig ekki þurfa að svara henni.
Hólmfríður Bjarnadóttir, 25.2.2010 kl. 23:44
ha ha bæði Steingrímur og Jóhanna í þér "kelling"
Jón Snæbjörnsson, 26.2.2010 kl. 14:06
Sæll Jón. Svara þér næst þegar eitthvað rökrænt kemur frá þér. Skítur mig ei lengur bítur.
Hólmfríður Bjarnadóttir, 27.2.2010 kl. 01:50
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.