24.2.2010 | 11:06
Sögulegt símtal !!!
Athyglisverð frásögn að atburðum þegar Ísland fór á hliðina. Betra hefði verið að taka þessu boði.
"Á sunnudagskvöldinu átti sér stað lykilsímtal þar sem þetta var rætt. Fyrir þessu hef ég afar traustar heimildirm, eins og fyrir allri atburðarrásinni hér á undan.
Bankastjórar Landsbankans, Sigurjón Árnason og Halldór J. Kristjánsson áttu þá símtal við Hector Sants, yfirmann fjármálaeftirlits Bretlands, þar sem hann tekur vel í þá hugmynd að Icesave verði tekið yfir til Bretlands gegn því að lagðar verði fram 200 milljónir punda. Þessi upphæð er í krónum talið um það bil 40 milljarðar. Há upphæð vissulega, en aðeins brot af þeirri upphæð sem nú er rædd vegna Icesave."
Textinn hér að ofan er hluti af grein Sölva Tryggvasonar sem birt er á Pressunni undir fyrirsögninni Sögulegt símtal. Greinina í heild má lesa hér og það er vel þess virði. Þarna er að mínu áliti komin staðfesting á því sem Björgólfur Thor sagði í viðtali nokkrum dögum síðar, en var borið til baka af einhverjum ráðamanni.
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 18:10 | Facebook
Um bloggið
32 dagar til jóla
Færsluflokkar
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.11.): 1
- Sl. sólarhring: 2
- Sl. viku: 7
- Frá upphafi: 110485
Annað
- Innlit í dag: 1
- Innlit sl. viku: 7
- Gestir í dag: 1
- IP-tölur í dag: 1
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.