Trúi ekki á refsigleði Almættisins

Trúmál hafa orðið fleirum að aldurtila en allt annaðí gegnum aldirnar. Ég tel mig alls ekki trúlausa, en hafna því þó algjörlega að refsigleði sé til staðar hjá Almættinu. Það sem hendir okkur er til að þroska, fræða og kenna, en ekki til að refsa.

Ef setja á atburðina hér á landi (kreppu og endurreysn) í samhengi við þroska mannkyns, þá er verið að sýna það með afgerandi hætti að hið svokallaða alfrjálsa viðskiptakerfi þar sem reglur eru fáar og slakar, hentar ekki í neinni gerð samfélags. Að við skulum vera að grandskoða okkar samfélag fyrir hrun og setja okkur nýjar leikreglur, sýnir eða á að geta sýnt stjórnvöldum um allan heim að með skipulögðum hætti er hægt að laga og endurbæta.

Við erum með traustar undirstöður samfélagsins, með þróað og fagmenntað laga og dómaraumhverfi, með ríka hefð fyrir því að leysa mál með orðum – samræðum – rökræðum, í stað vopna – byltingar – hnefaréttar. Þjóðin er vel menntuð – samfélagið tæknivætt og alþjóðasamskipti mikil.

Við erum því kjörið tilraunaverkefni til að þróa endurbætur á stjórnarháttum í veröldinni. Það er enginn að refsa einum eða neinum, nema þá við sjálf.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Höfundur

Hólmfríður Bjarnadóttir
Hólmfríður Bjarnadóttir

Höfðagötu 1 531 Hvamms-tanga.

Fædd 1945 og er Húnvetningur í báðar ættir. Fædd steingeit og mikið fyrir að príla eins og geitum er tamt. Á ekki lengur ferðaþjónustuna, en aðrir tóku við keflinu í vor. Í haust fékk fyrirtæki þeirra, Selasigling ehf viðurkennigu frá Ferðamannastofu sem frumlegasta nýjungin í ferðaþjónustu á Norðurlandi vestra. Ég er stolt og glöð með þessa viðurkenningu, fyrir hönd okkar hjóna og þeirra sem héldu frumkvöðlastafinu áfram. Er núna að hanna og prjóna pils úr lettlopa sem á að selja ferðamönnum. Ég er gift Sævari Jónatanssyni, við eigum 4 börn og 8 barnabörn.

33 dagar til jóla

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Nýjustu myndir

  • Grill 036
  • Grill 035
  • Grill 035
  • Kosningar 2033
  • Grill 001

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (21.11.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 5
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 5
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband