Gott ef fólk hættir að reykja í kjölfar hækkunar!

Þó nokkrar krónur komi í ríkiskassann við hvern sígarettupakka sem keyptur er,  þá er framtíðar sparnaður þjóðabúsins verulegur vegna hvers sem hættir að reykja og heldur það út. Það gleður mig svo sannarlega að sjá þessa viðleitni fólks til að drepa í. Ég þekki þennan feril sjálf og veit hvað hann getur verið strembinn. En ég hef ekki reykt í 15 ár og þar hef ég grætt og þjóðin hefur grætt.


mbl.is Sígarettupakkinn yfir 900 kr.
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

græður þjóðin á að þú sért hætt að reykja ? skatturinn græðir allavegna ekki neitt, hann eflaust saknar þin að þú skildir kaupa vöru sem er með himinnháa skatta.

Karl (IP-tala skráð) 21.1.2010 kl. 18:15

2 Smámynd: Hólmfríður Bjarnadóttir

Fólk sem hættir að reykja er í minni hættu að fá ýmsa sjúkdóma. Þekki konu sem er 85 ára í dag. Hún hætti að reykja 70 ára og var komin með astmaúða. Hún gat lagt úðann frá sé skömmu eftir að hún hætti og hefur ekki þurft hann síðan.

Hólmfríður Bjarnadóttir, 22.1.2010 kl. 00:10

3 Smámynd: Jón Halldór Guðmundsson

Verður smyglað meira og heimagert tóbak?

Jón Halldór Guðmundsson, 22.1.2010 kl. 00:48

4 Smámynd: Hólmfríður Bjarnadóttir

Sæll Jón Það er svo hin hliðin á þessu

Hólmfríður Bjarnadóttir, 22.1.2010 kl. 01:18

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Höfundur

Hólmfríður Bjarnadóttir
Hólmfríður Bjarnadóttir

Höfðagötu 1 531 Hvamms-tanga.

Fædd 1945 og er Húnvetningur í báðar ættir. Fædd steingeit og mikið fyrir að príla eins og geitum er tamt. Á ekki lengur ferðaþjónustuna, en aðrir tóku við keflinu í vor. Í haust fékk fyrirtæki þeirra, Selasigling ehf viðurkennigu frá Ferðamannastofu sem frumlegasta nýjungin í ferðaþjónustu á Norðurlandi vestra. Ég er stolt og glöð með þessa viðurkenningu, fyrir hönd okkar hjóna og þeirra sem héldu frumkvöðlastafinu áfram. Er núna að hanna og prjóna pils úr lettlopa sem á að selja ferðamönnum. Ég er gift Sævari Jónatanssyni, við eigum 4 börn og 8 barnabörn.

32 dagar til jóla

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Nýjustu myndir

  • Grill 036
  • Grill 035
  • Grill 035
  • Kosningar 2033
  • Grill 001

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.11.): 1
  • Sl. sólarhring: 1
  • Sl. viku: 7
  • Frá upphafi: 110485

Annað

  • Innlit í dag: 1
  • Innlit sl. viku: 7
  • Gestir í dag: 1
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband