Spurningar til núverandi eigenda fiskveiðiheimilda.

Nýverið kom Friðrik J Arngrímsson fram í Kastljósi RUV og ræddi þar við Ólínu Þorvarðardóttir varaformann Sjávarútvegnefndar Alþingis. Meðal þess sem Friðrik sagði í umræddum þætti, var að útgerðarmenn hefðu keypt 80% til 90% þeirra veiðiheimilda sem þeir ættu í dag.

Nú vil ég spyrja núverandi útgerðarmenn um eftirfarandi:

  • Hve margir núverandi útgerðarmanna/aðila hafa keypt allar sínar veiðiheimildir og fengu ekki úthlutað heimildum í upphafi?
  • Hve margir núverandi útgerðarmanna/aðila hafa selt eitthvað af sínum veiðiheimildum sem þeim var úthlutað í upphafi?
  • Hve margir núverandi útgerðarmanna/aðila hafa keypt veiðiheimildir af  útgerðarmanni/aðila sem hélt áfram rekstri eftir söluna.?
  • Hve stórt hlutfall afviðskiptum (kaup og sala)  sem farið hafa fram árlega  milli starfandi útgerðarmanna/aðila, síðastliðin 10 ár?

Ástæður þessara spurninga eru þær að þegar Friðrik J Arngrímsson talar um kvótakaup útgerðarmanna, má skilja mál hans svo að núverandi kvótaeigendur hafi keypt nánast allan sinn kvóta og séu skuldum vafðir þess vegna. Að nú séu nær engir í greininni sem upphaflega fengu úthlutað gjafakvóta.

Vissulega hefur kvótinn gengið kaupum og sölum. Það er ekki spurningin, heldur að þau viðskipti hafa að sjálfsögðu verið að miklu leiti milli starfandi aðila. Vissulega hafa kvótasölur líka verið með þeim hætti að einstakir aðilar hafa verið að hverfa úr greininni og má þar nefna hjónaskilnaði, sölur úr dánarbúum útgerðaraðila og samstafsaðilar skilið að skiptum.

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Höfundur

Hólmfríður Bjarnadóttir
Hólmfríður Bjarnadóttir

Höfðagötu 1 531 Hvamms-tanga.

Fædd 1945 og er Húnvetningur í báðar ættir. Fædd steingeit og mikið fyrir að príla eins og geitum er tamt. Á ekki lengur ferðaþjónustuna, en aðrir tóku við keflinu í vor. Í haust fékk fyrirtæki þeirra, Selasigling ehf viðurkennigu frá Ferðamannastofu sem frumlegasta nýjungin í ferðaþjónustu á Norðurlandi vestra. Ég er stolt og glöð með þessa viðurkenningu, fyrir hönd okkar hjóna og þeirra sem héldu frumkvöðlastafinu áfram. Er núna að hanna og prjóna pils úr lettlopa sem á að selja ferðamönnum. Ég er gift Sævari Jónatanssyni, við eigum 4 börn og 8 barnabörn.

32 dagar til jóla

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Nýjustu myndir

  • Grill 036
  • Grill 035
  • Grill 035
  • Kosningar 2033
  • Grill 001

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.11.): 1
  • Sl. sólarhring: 2
  • Sl. viku: 7
  • Frá upphafi: 110485

Annað

  • Innlit í dag: 1
  • Innlit sl. viku: 7
  • Gestir í dag: 1
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband