17.1.2010 | 20:03
Spurningar til núverandi eigenda fiskveiðiheimilda.
Nýverið kom Friðrik J Arngrímsson fram í Kastljósi RUV og ræddi þar við Ólínu Þorvarðardóttir varaformann Sjávarútvegnefndar Alþingis. Meðal þess sem Friðrik sagði í umræddum þætti, var að útgerðarmenn hefðu keypt 80% til 90% þeirra veiðiheimilda sem þeir ættu í dag.
Nú vil ég spyrja núverandi útgerðarmenn um eftirfarandi:
- Hve margir núverandi útgerðarmanna/aðila hafa keypt allar sínar veiðiheimildir og fengu ekki úthlutað heimildum í upphafi?
- Hve margir núverandi útgerðarmanna/aðila hafa selt eitthvað af sínum veiðiheimildum sem þeim var úthlutað í upphafi?
- Hve margir núverandi útgerðarmanna/aðila hafa keypt veiðiheimildir af útgerðarmanni/aðila sem hélt áfram rekstri eftir söluna.?
- Hve stórt hlutfall afviðskiptum (kaup og sala) sem farið hafa fram árlega milli starfandi útgerðarmanna/aðila, síðastliðin 10 ár?
Ástæður þessara spurninga eru þær að þegar Friðrik J Arngrímsson talar um kvótakaup útgerðarmanna, má skilja mál hans svo að núverandi kvótaeigendur hafi keypt nánast allan sinn kvóta og séu skuldum vafðir þess vegna. Að nú séu nær engir í greininni sem upphaflega fengu úthlutað gjafakvóta.
Vissulega hefur kvótinn gengið kaupum og sölum. Það er ekki spurningin, heldur að þau viðskipti hafa að sjálfsögðu verið að miklu leiti milli starfandi aðila. Vissulega hafa kvótasölur líka verið með þeim hætti að einstakir aðilar hafa verið að hverfa úr greininni og má þar nefna hjónaskilnaði, sölur úr dánarbúum útgerðaraðila og samstafsaðilar skilið að skiptum.
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 20:04 | Facebook
Um bloggið
32 dagar til jóla
Færsluflokkar
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.11.): 1
- Sl. sólarhring: 2
- Sl. viku: 7
- Frá upphafi: 110485
Annað
- Innlit í dag: 1
- Innlit sl. viku: 7
- Gestir í dag: 1
- IP-tölur í dag: 1
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.