12.1.2010 | 01:26
Jón Baldvin skrifar greinina S O S
Greinin SOS eftir Jón Baldvin Hannibalsson um ICESAVE málið, er birt á http://silfuregils.eyjan.is/
Góð grein hjá Jóni Baldvin að vanda og þarna fer maður sem talar um þessa hluti af þekkingu og reynslu.
Hann rekur ástæður ICESAVE kröfu Breta og Hollendinga í 5 liðum sem ég vil leyfa mér að birta hér:
(1) Ef eigendur og stjórnendur Landsbankans hefðu rekið fjárplógsstarfsemi sína í Bretlandi og Hollandi í formi dótturfyrirtækis en ekki útibús, væri lágmarkstrygging sparifjáreigenda á ábyrgð gistiríkjanna (Bretlands og Hollands) en ekki heimalands bankans (Íslands),
- Þá væri enginn Icesave-reikningur til.
(2) Ef Alþingi hefði lögleitt rammalög ESB (94/19/EB) um lágmarkstryggingu sparifjár árið 1999 með sama fyrirvara og t.d. Norðmenn (og fleiri EES-ríki), nefnilega að trygging tæki aðeins til innistæðureikninga í innlendum gjaldmiðli, þá hefðu íslensku bankarnir orðið að reka sína starfsemi erlendis í formi dótturfyrirtækja. Þar með hefði eftirlit og innistæðutrygging verið á ábyrgð gistiríkjanna.
- Þá væri enginn Icesave-reikningur til.
(3) Ef eftirlitsstofnanir ríkisins, Seðlabanki og fjármálaeftirlit, hefðu sinnt embættisskyldum sínum og nýtt ótvíræðar lagaheimildir (sbr. t.d. lög um fjármálastofnanir nr. 161/2002) til að knýja eigendur Landsbankans til að reka fjáröflunarstarfsemi sína erlendis í formi dótturfyrirtækis, en ekki útibús, þá væri sparifjártryggingin á ábyrgð gistiríkjanna.
- Þar með væri enginn Iocesave-reikningur til.
(4) Ef eigendur Landsbankans og stjórnendur Seðlabanka og Fjármálaeftirlits hefðu fallist á kröfur Seðlabanka Hollands og breska fjármálaeftirlitsins um að færa Icesave úr formi útibús Landsbankans yfir í dótturfélag, í stað þess að synja þessum tilmælum með yfirlæti og hroka,
- þá væri enginn Icesave-reikningur til.
(5) Ef það sem hér hefur verið tíundað hefði verið gert í tæka tíð, hefði samþykkt Alþingis á lögum nr. 125, 6. okt. 2008 (neyðarlögin) um að íslenska ríkið bæri ábyrgð á öllum innistæðum í íslenskum bönkum ekki haft í för með sér mismunun viðskiptavina bankanna eftir þjóðerni, búsetu o.s.frv.. Þar með hefðum við ekki gert okkur sek um ótvírætt brot á jafnræðisreglunni. Þar með hefði Ísland ekki bakað sér skaðabótaskyldu gagnvart 400 þúsund erlendum innistæðueigendum fyrir allt að 4 milljörðum evra. Þar með hefði Ísland hugsanlega getað farið dómstólaleiðina, án þess að taka þá áhættu að fá allan Icesave-reikninginn í hausinn, í staðinn fyrir helminginn, þ.e. lágmarkstrygginguna, eins og núv. samningur kveður á um.
- Allavega væri þá enginn Icesave-reikningur til.
Síðan ræðir Jón um málið eins og hann sér það, um mögulega sáttasemjara í deilunni og gerir tillögu um mann sem hann telur vel fallin til verksins.
Ég leyfi mér að nefna hér enn einn frambjóðanda til þessa vandasama verks: Það er Toomas Hendrik Ilves, forseti Eistlands.
Þeir kaflar sem eru feit-og skáletraðir eru úr grein Jóns Baldvins Hannibalssonar, sem er mun lengri leturbreyting mín.
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 01:32 | Facebook
Um bloggið
31 dagur til jóla
Færsluflokkar
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (23.11.): 0
- Sl. sólarhring: 1
- Sl. viku: 5
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 5
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
ATH. Þetta er sami Jón Baldvin Hannibalsson sem sagði þegar við gengum inn í EES að við fengjum allt fyrir ekkert. Það er ekkert að marka þennan mann.
Jóna Kolbrún Garðarsdóttir, 12.1.2010 kl. 02:03
Sammála síðasta ræðumanni, þetta er síðasti maðurinn sem íslendingar trúa og treysta í dag !!!
Merkilegt hvað sumir íslendingar - sem betur fer fer þeim óðum fækkandi - reyna að finna einhverja réttlætingu fyrir því að greiða skuldir einkabanka í útlöndum, sem íslendingar eiga EKKI að greiða skv. lögum.
Bendi þér á, Hólmfríður, að lesa greinarnar sem núna eru að birtast í Morgunblaðinu eftir Stefán Má og Lárus Blöndal !!
Sigurður Sigurðsson, 12.1.2010 kl. 08:16
Sælt veri fólkið. Takk fyrir að benda mér á að lesa Moggann, en á ekki von á að það rýri svo mjög gildi orða Jóns Baldvins. Það er nú svo að á hverjum peningi eru tvær hliðar og auðvitað ber að skoða þær báðar.
Hólmfríður Bjarnadóttir, 12.1.2010 kl. 08:31
Það er sammerkt með lögum og kjarasamningum að hvorutveggja er hægt að toga og teya í allar áttir. Ásmundur Hilmarsson vann um árabil hjá ASÍ og leiðbeindi trúnaðarmönnum á vinnustöðum um túlkun kjarasamninga. Hann fékk fyrirspurn og svaraði henni á þann veg að túlkunin gæti verið svona eða hinsegin. Þá sagði einn neminn. Verður þá ekki að breyta orðalaginu svo það sé skýrar. Ásmundur svaraði og sagði
"Það verður aldrei hægt að orða neitt þannig, að ekki megi túlka á fleiri en einn veg"
Þessi orða festust mér í minni og hafa komið oft í hugann nú á síðustu vikum. Lögfræðiálit vegna ICESAVE eru mörg og ámarga vegu
Hólmfríður Bjarnadóttir, 12.1.2010 kl. 08:35
Jón Baldvin hefur merkilegt nokk reynst vera frumlegur og einlægur og minnt meira á listamann en pólitíkus þó ég sé sannfærður um að hann sé jafngersneytddur listrænum hæfileikum og kollegar hans Davíð og Ólafur R. Það sem Jón segir í hita augnabliksins einsog að ESB gefi okkur allt fyrir ekkert er náttúrulega ekki hægt að túlka nema sem póesí. Reyndar grunar mig að ummælin geti veri tekin út úr samhengi. Þessi grein hans er upprifjun á því sem allir vita en reyna að gleyma til að firra sig óg sitt ríki ábyrgðar.
Gísli Ingvarsson, 12.1.2010 kl. 10:02
Sæll Gísli. Þú segir að "allir viti" það sem Jón er að minna okkur á. Ég vil miklu frekar segja að allir ættu að vita. Almenningur í þessu landi er alls ekki of upplýstur um þessa hluti og því verugt að ryfja þá upp. Þar er svo með reglugerðir/lög ESB að til að þær gildi hér þarf Alþingi að lögleiða þær og þá heldur ekki sama hvernig það er gert samanber lið 2 í grein Jóns.
Það virðist skipta öllu máli varðandi ISCESAVE ef Íslendingar hefðu lögfest samskonar fyrirvara og Norðmenn við rammalög ESB (94/19/EB) um lágmarkstryggingu sparifjár, en þau voru lögleidd árið 1999 samkv. grein Jóns.
Hólmfríður Bjarnadóttir, 12.1.2010 kl. 14:47
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.