11.1.2010 | 13:51
Misskilningur á misskilning ofan
Umræðurnar um ICESAVE málið hafa verið miklar og heitar nú um helgina og ekki nema von. Margskonar misskilningur er í gangi auk þess sem tilfinningarnar bera marga ofurliði.
Silfur Egils í gær var tileinkað málinu og þar framreiddir sérfræðingar sem vörpuðu ljósi í málið á margann hátt. Gott var að fá þar inn þingmann af Evrópuþinginu sem fór yfir ákveðnar reglur sem þar gilda. Það kom því miður í ljós eftir þáttinn að hans útskýringar áttu ekki við stafsemi Landsbankans í Bretlandi og Hollandi, þar sem um útibú var að ræða, en hentuðu gagnvart dótturfyrirtækjum KB banka og Glitnis. Í þeim tilfellum er ekki um greiðslukröfur að ræða.
Björn Valur Gíslason varaformaður fjárlaganefndar og Steingrímur J Sigfússon fjármálaráðherra hafa báðir sagt að þetta atriði hafi verið rætt ítarlega snemma í ferlinum og um það séu til lögfræðiálit sem ganga í báðar áttir.
Fólk hefur umvörpum brigslað þeim um vanþekkingu, heimsku, að standa með kröfuhöfum og ýmislegt sem vart er prenthæft. Reiði er skiljanleg og ég er nýbúin að fara í gegnum slíkt gagnvart forsetanum þegar hann skrifaði ekki undir lögin þann 5. jan.
Það er gott að samúðin fer vaxandi erlendis og skilningur á því hve staða okkar er erfið. Við borgum bara ekki skuldir okkar með samúðinni, því miður.
Eva Joly lagði til að við sem þjóð mundum leita til ESB um málamiðlun og vel getur verið að það beri árangur. Fyrir skömmu sá ég það hjá bloggvini mínum Ómari Valdimarssyni blaðamanni að hann hefði heyrt afar sterkan orðróm um að ESB mundi borga þessa skuld okkar, en til þess væri nauðsynlegt að við viðurkenndum hana. Sagði Ómar hafa heyrt þetta, bæði hér heima og líka yrta. Tóku allnokkrir undir þennan orðróm og sögðust hafa heyrt hann líka.
Þessi vitneskja átti að sögn Ómars, að vera á vitorði stjórnarandstöðu, jafnt sem stjórnarliða, en enginn talaði um þetta upphátt eða viðurkenndi opinberlega.
Þið sem viljið væna mig um heimsku, rugla eða þess háttar, sleppið því en komið með rök takk fyrir. Ég er hvorki rugluð eða heimsk, fylgist eins vel með og ég get og forðast tilfinningauppnám í málinu eins og kostur er.
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 13:54 | Facebook
Um bloggið
33 dagar til jóla
Færsluflokkar
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.11.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 5
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 5
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Þeta er nú orðið meiri þvælan og ruglið allt saman. Fólk snýr öllu á hvolf og gleymir aðalatriðum eins og t.d. neyðarlögunum sem við settum og björguðu okkar innistæðum en um leið innistæðum útibúanna í útlöndum. Eins ruglar fólk fram og til baka um,,auðvitað ætlum við að borga" og ,,nei við ætlum ekki að borga" talandi um Ragnar Reykás.......
Óhuggulegt þykir mér brigslin um landráð og föðurlandssvik hjá öfgamönnum hér á síðum. Skil ekki að þeim skuli leyfast svona skrif.
Þórdís Bára Hannesdóttir, 11.1.2010 kl. 14:32
Stelirðu litlu og standirðu lágt,í steininn settur verður.
En stelirðu miklu og standirðu hátt,í Stjórnarráðið ferðu.
Margrét (IP-tala skráð) 11.1.2010 kl. 14:45
Minni á að enn eru neyðarlögin í dómsmeðferð og mati hjá sambandinu. Öll teikn eru um að við höfum verið í fullum rétti til að gera þessar neyðarráðstafanir. Þær náðu yfir banka innanlandas og þar voru útlendingar einnig á meðal innistæðueigenda og fengu sitt tryggt. Markmiðið var að tryggja bankastarfsemi á sömu forsendum og Bretar gripu inní án þess að bera skyldu til. Þeir ákváðu svo einhliða að kalla þau inngrip lán til innistæðutryggingasjóðs í eigu bankanna, óumbeðið og krefjast þess svo að ríkið ábyrgist þann víxil, sem engin skylda liggur til.
Ef þú treystir Birni Val ogÓlínu Þorvarðardóttur beturí að meta þessa stöðu en sérfræðingum innan evrópusambandsins og um víðan völl, þá er þér náttúrlega ekki við bjargandi og ekki annað að skilja en að þú sért í flokksbundin á forsendum sértrúarsafnaðar en ekki af neinum rökum.
Jón Steinar Ragnarsson, 11.1.2010 kl. 15:06
Sæll Jón. Ég er ekki að vantreysta neinum heldur að útskýra hvað mér finnst vera réttur skilningur í málinu. Eins og frá kom í færslunni hér á undan var Þingmaðurinn að skýra réttarstöðu dótturfyrirtækja og gerði það mjög vel. Af einhverjum ástæðum sem ég þekki auðvitað ekki hefur hann ekki haft réttar upplýsingar um að Landsbankinn væri með útibú í löndunum, en ekki dótturfyrirtæki. Það er sá misskilningur sem Björn Valur og Ólína eru að benda á.
Sæl Þórdís. Það er ekki nema von að fólk ruglist í ríminu, þegar einn segir þetta, annar hitt, sá þriðji enn annað og svio koll af kolli.
Hólmfríður Bjarnadóttir, 11.1.2010 kl. 17:20
Það er að sjálfsögðu þitt mál að túlka fyrir þig hvað þér þykir réttur skilningur á málinu og hvort þú treystir vafasömum skipstjóra og fjárglæframanni fyrir matinu framyfir mann sem kom að gerð þessarar samþykktar. Hann hefur nú svarað fyrir sig, svo nú getur þú metið það sjálf hvort um spuna og útúrsnúninga skipstjórans væri að ræða.
Jón Steinar Ragnarsson, 11.1.2010 kl. 18:28
Eftir lestur þessa pistils þá virðist sem síðuhöfundur hafi ekki hlustað nógu vel. Ekki virðist höfundur fara eftir eigin ummælum, sem nota bene allir ættu að tileinka sér : „Ég hef leitast við að haga skrifum mínum þannig að þau innihaldi rök í þeim málum sem fjallað er um hverju sinni, en laus við fullyrðingar um persónur og skitkast.”
Predikarinn - Cacoethes scribendi , 12.1.2010 kl. 10:15
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.