Hvers vegna er ég í Samfylkingunni?

Ég er í hjarta mínu hlyn jöfnuði og félaghyggju og ég er líka þess fullviss að aukin samvinna og sameining, stéttarfélaga, sveitarfélaga og samfélaga í einingar sem hafa hagsmuni heildarinnar í fyrirrúmi. Þar sem sérhagsmunir einstakra manna og klíkuhópa eru ekki settir ofar öllu, eins og því miður hefur viðgengist hér á landi undanfarna áratugi.

Ég hef í mjög mörg undanfarin ár verið þess fullviss að okkar hagsmunum er betur borgið innan ESB en utan. Þegar Samfylkingin ákvað að gera umsókn um aðild að ESB eitt af stóru stefnu málum flokksins þá var ég endanlega búin að finna mína fjöl í stjórnmálum.

Það er því algjörlega í anda stefnu flokksins að við höldum vel utan um umsóknarferlið að ESB. Samfylkingin er frjálslyndur jafnaðarmannaflokkur og það er einmitt það sem okkur vantar hér á Íslandi núna og til frambúðar. Og þessi frábæri flokkur er í ríkisstjórn hjá okkur núna, með öðum félagshyggju flokki. Saman munu þessir flokkar leiða okkur til betri tíma á Íslandi.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Þú ert í Samspillingunni vegna þess að þú ert heimsk.

Árni Karl Ellertsson (IP-tala skráð) 9.1.2010 kl. 21:59

2 Smámynd: Jón Sveinsson

Saman munu þessir flokkar knésetja þjóðinna því ekkert ég meina ekkert hafa þeir gjört nema niðurlæga og slíta fé af þeim sem minna geiga missa en aðrir,þau eru þjóðníðingar þetta lágkúru pakk ekkert hafa þau gert rétt firrir þjóð sína nema ef þau skildu flytja sig til Hollands eða Bretlands og aldrei snúa aftur, það yrði þjóðarhreinsun

Jón Sveinsson, 9.1.2010 kl. 22:01

3 Smámynd: Hólmfríður Bjarnadóttir

Sælir strákar. Hafið ekki áhyggjur af gáfnafari mínu, það er algjör óþarfi. Ég tek heldur ekki márk á rökleysu eins og þínum skrifum Jón. Ég er afskaplega stolt og glöð með mig og flokkinn minn og verð það áfram.

Hólmfríður Bjarnadóttir, 10.1.2010 kl. 00:38

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Höfundur

Hólmfríður Bjarnadóttir
Hólmfríður Bjarnadóttir

Höfðagötu 1 531 Hvamms-tanga.

Fædd 1945 og er Húnvetningur í báðar ættir. Fædd steingeit og mikið fyrir að príla eins og geitum er tamt. Á ekki lengur ferðaþjónustuna, en aðrir tóku við keflinu í vor. Í haust fékk fyrirtæki þeirra, Selasigling ehf viðurkennigu frá Ferðamannastofu sem frumlegasta nýjungin í ferðaþjónustu á Norðurlandi vestra. Ég er stolt og glöð með þessa viðurkenningu, fyrir hönd okkar hjóna og þeirra sem héldu frumkvöðlastafinu áfram. Er núna að hanna og prjóna pils úr lettlopa sem á að selja ferðamönnum. Ég er gift Sævari Jónatanssyni, við eigum 4 börn og 8 barnabörn.

33 dagar til jóla

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Nýjustu myndir

  • Grill 036
  • Grill 035
  • Grill 035
  • Kosningar 2033
  • Grill 001

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (21.11.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 5
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 5
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband