6.1.2010 | 15:09
Frestun framkvæmda hjá Verne Holding - í boði forseta Íslands
Þessar fréttir af frestun framkvæmda við gagnaver Verne Holding á Reykjanesi er aðeins forsmekkur af því sem koma skal. Þarna er frestun á staðfestingu ICESAVE laganna að orsaka töf, þar sem fjárfestingarsamningur vegna verksins liggur óafgreiddur á Alþingi. Þau handarbakavinnubrögð Ólafs Ragnars Grímssonar að skrifa ekki undir í gær, eru strax í dag orðin þess valdandi að fjöldi manns er að missa vinnu sína um óákveðinn tíma. Það er líka kaldhæðnislegt fyrir Árna Sigfússon sem mikið hefur talað um og þrýst á fleiri störf í því bæjarfélagi sem hann stýrir, að það skuli vera flokksbróðir hans í Hádegismóunum sem fjarstýrir þessum skelfilegu atburðum.
Framkvæmdir við gagnaver stöðvaðar | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 15:10 | Facebook
Um bloggið
33 dagar til jóla
Færsluflokkar
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.11.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 5
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 5
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Come on... kemur málinu ekkert við. Þú hlýtur að geta rifjað upp nýlegt ferli sem þetta mál er lent í.
Rúnar Þór Þórarinsson, 6.1.2010 kl. 15:47
Sæl Hólmfríður,
Stöðvun vinnu var framkvæmd áður en Ólafur skýrði frá því að skrifa ekki undir lögin. Þar sem hann sat svo vel á ákvörðun sinni að ekki einu sinni ríkisstjórnin hafði veður af henni finnst mér ólíklegt að Verne Holding hafi vitað um hana fyrirfram:)
Kveðja,
Arnór Baldvinsson, 6.1.2010 kl. 17:14
Bíða eftir fjárfestingasamningi.
Anda með nefinu.
Axel Þór Kolbeinsson, 6.1.2010 kl. 21:39
Þegar mál eru sett í slíkt uppnám eins og gert var hér í gær, er eðlilegt að svo stórt verk sé stöðvað. Atburðir gærdagsins geta í versta falli þýtt lokun lánalína erlendis frá og það vita forsvarsmenn VH mjög vel. Ég tel einsýnt að dráttur Ólafs á undirskrift og síðan hans ákvörðum séu þess valdandi að þetta verk stöðvaðist. Takk fyrir innleggið Arnór um tímasetninguna
ICESAVE málið hefur tafið störf Alþingis gríðarlega, en samkvæmt fréttum frá Iðnaðarráðherra í dag hefur málið farið í gegnum 1. umræðu. Enn og aftur, ég er þess fullviss að atburðir gærdagsins hafa sett þetta mál í mikið uppnám.
Hólmfríður Bjarnadóttir, 7.1.2010 kl. 00:22
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.