5.1.2010 | 21:25
Hvað getur ákvöðun forsetans þýtt fyrir okkur
Það er skoðun mín að sú ákvörðun forsetans að skrifa ekki undir nýju ICESAVE lögin, er ekki til þess að sameina eitt eða neitt. Okkur vantar að halda áfram að byggja upp og koma hér á samfélagi jöfnunar og réttlætis. Vil svo vekja athygli á tvennu:
- Jón Baldvin benti á þann möguleika í kvöldfréttum á Stöð2 að Hollendingar og Bretar gætu í kjölfar þessarar ákvörðunar, ákveðið að innheimta ALLA upphæð ICESAVE reikninga en ekki þá lágmarksupphæð sem er í núverandi samningi og það væri, að sögn Jóns, margföld sú upphæð sem nú er í spilunum og mundi verða þjóðinni gjörsamlega ofviða.
- Svo annað hitt að sá möguleiki er fyrir hendi að fjármálaráðherra staðfesti ríkisábyrgðina fyrir hönd Íslands. Tveir sérfræðingar vöruðu við því í dag að fjárálaráðherra færi þessa leið og hún er vissulega fyrir hendi. Ráðherravald á Íslandi er mikið.
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 21:29 | Facebook
Um bloggið
32 dagar til jóla
Færsluflokkar
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.11.): 1
- Sl. sólarhring: 2
- Sl. viku: 7
- Frá upphafi: 110485
Annað
- Innlit í dag: 1
- Innlit sl. viku: 7
- Gestir í dag: 1
- IP-tölur í dag: 1
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Þessi ákvörðun forsetans sem hann telur að sameini þjóðina sýnir fyrst og fremst það eitt að hann er ekki tengdur.
Hverjar eru líkurnar á því að þjóð sem er þverklofinn í máli sem þessu standi sameinuð eftir með hugsanlega niðurstöðu þar sem helmingur er á móti og hinn með ????. Hvaða líkur eru á því að þingheimur standi sáttur eftir að stjórnarandstaðan hefur notað allan sinn tíma í fjölmiðlum í dag til að ráðast að stjórninni með ótrúlegum dylgjum.???????
Datt þeim Sigmundi D og Bjarna B að Steingrímur stæði skælbrosandi upp frá borði eftir þessa ákvörðun forsetans, eftir að hafa eytt 8 mánuðum nær samfellt og þrotlausri vinnu í að koma þessum málum fyrir vind. ???????
Ég hef bara í alla staði fullkomna vissu fyrir því að þessi ákvörðun er ekki til þess fallin að sameina þjóðina og hún er heldur ekki til þess fallinn að vekja tiltrú alþjóðasamfélagsins á Íslandi og hún er líklega síðast af öllu til þess fallin að ná hagstæðum samningum um þessa blessuðu skuld sem framsókn og sjálfstæðisflokkur hafa gefið þjóðinni í arf.
Andrés Skúlason, 5.1.2010 kl. 22:23
Þakka þér fyrir gott innlegg Andrés. Þessi dagur hefur verið okkur Íslendingum afar svartur og dapur þó Birgitta Jónsdóttir hafi að eigin sögn grátið af gleði.
Hólmfríður Bjarnadóttir, 5.1.2010 kl. 22:32
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.