Verðum að tala saman sem ein þjóð í einu landi, meira að segja um ICESAVE.

Orðaflaumurinn um ICESAVE er orðinn gríðarlegur og stórbrotinn. Við erum sem manneskjur næstum komin að ystu mörkum. Það er búið að rangtúlka og mistúlka þetta mál út og suður. Nú er mál að linni og við förum að tala saman eins og við séum ein þjóð í einu landi. Þjóð sem er í blindgötu og þarf að komast út úr henni

Það sem ég á við er fólk sem vísvitandi hefur mánuðum saman dælt út upplýsingum sem ekki ekki eru samkvæmt raunveruleikanum. Þar á ég við fólk sem hefur blásið þessa skuld út og sagt hana vera mun stærri en hún raunverulega er.

Talað um 700 milljarða í stað 250 milljarða svo dæmi sé tekið. Talað um klafa sem sé svo óbærilegur að hann muni dæma komandi kynslóðir í fátækt. Það er ljótt að skrökva og það finnst þér örugglega líka, lesandi góður.

Stjórnarandstaðan hefur notað þetta mál til að fela sínar skítugu slóðir sem ná áratugi aftur í tímann, en einnig til að ná völdum til baka. Völdum sem gerir þeim kleyft að hylma yfir eitt og annað sem ekki þolir dagsljósið, völdum til að þagga niður atburði, starfsaðferðir og jafnvel ýmis afbrot sem framin hafa verið undanfarin misseri, völdum til að viðhalda spillingunni, einkavinagreiðunum, auðsöfnum á kostnað almennings og svona mætti lengi telja.

Það er talað um okkur sem viljum ljúka málinu sem undirlægju B&H, sem landráðafólk og annað í þeim dúr að við séum sólgin í að borga þessa skuld til að þóknast hryðjuverkamönnum.

Ég er ekki sátt við að verða að borga ICESAVE og verð það aldrei, geri mér vel grein fyrir því að búið er að koma þessu máli þannig fyrir að við komumst ekki undan því sem þjóð.

Ég mun að sjálfsögðu fagna því ef það tækist að lækka þess upphæð, eða eins og Jóhanna Sigurðardóttir sagði í Kastljósinu í gærkvöldi, að ef í ljós kæmi á síðari stigum að okkur hafi aldrei borið að greiða þessa skuld, þá er auðvitað skaðabótarétturinn nærtækur

Og eins og Jóhanna sagði líka i Kastljósinu þá heldur ríkisstjórnin því alltaf til haga í öllum viðræðum og á öllum fundum að Íslendingar séu ósáttir við kröfur B&H og ósáttir við að þurfa að taka á sig þessa skuld. Þjóðin telji að Íslendingar sé látnir borga of mikið og þar fram eftir götunum.

Ég vænti þess að hægt verði að hnika samningnum eitthvað til betri vegar og vil ganga frá honum sem fyrst.  Það er sitthvað að skoða þetta flókna mál á lagalegan hátt frá öllum hliðum með undirskrifaða pappíra og geta haldið áfram að byggja hér upp, eða að gera slíkt í tímahraki með málið ofrágengið og miklar hindranir fyrir okkur í alþjóðlegum viðskiptum.

Greiðslur hefjast ekki fyrr en 2016 og við eigum að nota þann tíma vel til að fá úr málinu skorið á alþjóðavettvangi með okkar viðskiptasambönd opin og á fullu við að byggja hér upp nýtt og réttlátt þjóðfélag.

Undirritaðan samning á forsendum dagsins í dag, má taka upp og endurskoða ef upp koma á næstu árum, breyttar forsendur í lagalegum eða þjóðréttarlegum skilningi. Regluverk ESB/EES er gallað og það er viðurkennt. Verið getur að á þeim forsendum skapist leiðir út úr þessu leiðindamáli sem ekki eru opnar í dag.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Höfundur

Hólmfríður Bjarnadóttir
Hólmfríður Bjarnadóttir

Höfðagötu 1 531 Hvamms-tanga.

Fædd 1945 og er Húnvetningur í báðar ættir. Fædd steingeit og mikið fyrir að príla eins og geitum er tamt. Á ekki lengur ferðaþjónustuna, en aðrir tóku við keflinu í vor. Í haust fékk fyrirtæki þeirra, Selasigling ehf viðurkennigu frá Ferðamannastofu sem frumlegasta nýjungin í ferðaþjónustu á Norðurlandi vestra. Ég er stolt og glöð með þessa viðurkenningu, fyrir hönd okkar hjóna og þeirra sem héldu frumkvöðlastafinu áfram. Er núna að hanna og prjóna pils úr lettlopa sem á að selja ferðamönnum. Ég er gift Sævari Jónatanssyni, við eigum 4 börn og 8 barnabörn.

240 dagar til jóla

Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Nýjustu myndir

  • Grill 036
  • Grill 035
  • Grill 035
  • Kosningar 2033
  • Grill 001

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (28.4.): 4
  • Sl. sólarhring: 5
  • Sl. viku: 43
  • Frá upphafi: 110234

Annað

  • Innlit í dag: 4
  • Innlit sl. viku: 43
  • Gestir í dag: 4
  • IP-tölur í dag: 4

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband