Góð grein Þórólfs Matthíassonar um ICESAVE í Aftenposten í dag.

Þórólfur Matthíasson fer á málefnalegan og varfærinn hátt yfir afleiðingar þess að hafna ICESAVE samningnum í þjóðaratkvæðagreiðslu. Gott að þessi sjónarmið komi fyrir augu nágranna okkar, þar sem andstæðingar samningsins hafa litað þetta mál með sínum sterki litun og þar með ekki gefið rétta mynda af málinu í heild. Það er örugglega töluvert af Íslendingum í Noregi sem eiga þess kost að greiða atkvæði um samninginn.


mbl.is Dýrt að hafna Icesave
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Góð grein? Sennilega finnst Bretum og Hollendingum það. En málefnaleg og varfærin....?  Held þú ættir að fletta þessum orðum upp í Orðabók Menningarsjóðs. Þetta eru þannig orð að þau eru sennilega ekki til í orðaforða Samfylkingarfólks

SÓ (IP-tala skráð) 2.2.2010 kl. 19:48

2 identicon

Þar sem Þórólfur er auðheyranlega einn af þeim sem virðist af fúsum og frjálsum vilja, vilja taka að sér að greiða fyrir óráðsíu nokkurra veruleikafirrtra einstaklinga þá gleymir hann að fjalla um hve dýrt það yrði fyrir okkur að samþykkja þetta. Menn eins og hann virðast ekki gera sér nokkra grein fyrir hvað þeir væru að kalla yfir sig ef þeim yrði að ósk sinni. Ja hérna, ég pant þá vera undanskilin, Þórólfur og hans líkar mega taka þetta að sér, ég ætla ekki að vera með í því.

assa (IP-tala skráð) 2.2.2010 kl. 20:32

3 Smámynd: Hólmfríður Bjarnadóttir

SÓ  og assa, það heitir í minni sveit að vera veruleikafyrtur og halda fram ósannindum að vera með málflutning af þessu tagi. Eignir í þrotabúi Lansdsbankans fara mjög langt  með að greiða höfuðstólinn og deilt er um vextina. Það svo miklu dýrara að þæfa málið mánuðum saman og svo tók nú steininn úr þegar forsetinn skrifaði ekki undir. Þá fóru milljarðarnir að fljúga út úr höndunu á okkur í tugatali. Ekki til útrásarvíkinga, ekki á leynireikninga á Tortola. Milljarðarnir fuku beint út í buskann, eru glataðir og engann hægt að rukka.

Hólmfríður Bjarnadóttir, 3.2.2010 kl. 00:40

4 Smámynd: Sigurður Haraldsson

Hólmfríður það er málið vextirnir eru allt of háir það sérðu líka þrátt fyrir að þú sért heilaþveginn samfylkingarsinni. Við verðum að fá betri samning og til að eyja von um slíkt þá megum við ekki við því að menn ropi svona í fjölmiðlum eins og Þórólfur bara til að styrkja stöðu hryðjuverka Breta og Hollendina. Getur þú svarað því hvar eru peningarnir sem Landsbankamenn stálu?er það ekki lágmarks krafa að ef við eigum að samþykkja að borga eitthvað að það sé full reynt að ná þeim til baka og jafnframt að þeir sem komu okkur í þessa stöðu svari til saka. Ég veit að þú sem ábyrgur þjóðfélagsþegn villt ekki láta þessar klyfjar á þín börn né barnabörn verðu þig og þína!

Sigurður Haraldsson, 3.2.2010 kl. 01:16

5 identicon

Halda mætti að þessi samningur væri rjómaís með súkkulaðisósu, og að þjóðin væri eins og kenjóttur krakki sem neitar að borða þessa dásemd og að alla líkur séu á að hann falli úr hor seinna í vikunni.  Allt á að koma í ljós, það er svo margt sem þjóin ekki veit sem myndi útskýra allt málið, ef marka má málatilbúnað Steingríms og Samfylkingarinnar.  En bankaleyndin yfir þessum upplýsingum er svo mikil að frekar vill stjórnin láta landið leggjast í auðn, ef marka má dómsdagsspár stjórnvalda, en upplýsa okkur hin sem ekki kusu Samfylkinguna. Það að hér skuli menn hafa farið fram undir merkjum upplýsingar og gegnsæis er hreint stórkostlegt, ég hefði átt von á þessu frá fyrri ríkistjórnum, en að sú sem nú situr sé að skrifa nýtt blað í leynd er nokkuð sem ég átti ekki von á.

Þetta er ansi aumur málatilbúnaður, í raun ekki ósvipaður þeim sem kom okkur í þá stöðu sem við erum í, í dag, ef efasemdarmaður bað um útskýringar á snilldinni var bara látið í það skína að hann skyldi bara ekki hvernig kaupin gerðust á eyrinni og skildi ekki augljósa hluti.  

Ef marka má sauðtryggan átrúnað sumra kjósenda Samfylkingarinnar þá fer maður að halda að þau fái einhverjar upplýsingar í diplómatapósti sem við hin fáum ekki.  Sumsé eins og áður, eina haldbæra útskýringin er að nýju snillingarnir viti eitthvað sem við hin vitum ekki, en svo koma nýju föt keisarans á sviðið að lokum.

Bjorn Jonasson (IP-tala skráð) 3.2.2010 kl. 11:45

6 Smámynd: Sigurður Haraldsson

Rétt Björn hvar er allt upp á borðið? Hólmfríður þorir þú ekki að svara spurningu minni eða er eins og mig grunar að þú sért heilaþveginn og sjáir ekkert annað en ESB samfylkingarinnar og haldir að það komi til með að bjarga okkur!

Sigurður Haraldsson, 3.2.2010 kl. 12:01

7 identicon

Þá fóru milljarðarnir að fljúga út úr höndunum á okkur??????????????? Nú verður þú að útskýra þessa staðhæfingu aðeins betur. Skuldatryggingarálag er að lækka aftur, gengið að styrkjast og ef ekki væri fyrir undarlegar ákvarðanir í umhverfisráðuneyti þá væri hagkerfið að rétta úr kútnum.

Sigurður Sigurðsson (IP-tala skráð) 3.2.2010 kl. 13:55

8 Smámynd: Hólmfríður Bjarnadóttir

Sæll Sigurður. Þú talar um peningana sem Landsbankamenn stálu og telur að ég geti svarað því hvar þeir eru. Mikið traust berð þú til mín Sigurður og það ber svo sannarlega að þakka.

Ég veit vel að það voru margir auðmenn sem komu undan fé með öllu mögulegu móti, ekki bara Landsbankamenn. Sérstakur saksóknari er sem óðast að rannsaka peningaslóðir út um allan heim og ég hef bara því miður ekki aðgang að neinum gögnum hjá hans embætti, frekar en aðrir almennir borgarar í þessu landi.

Skýrsla Rannsóknarnefndar Alþingis er væntanleg og kannski svalar hún eitthvað okkar sameiginlegu forvitni. Þú ert líka að tala um að ég hafi aðgang að upplýsingum. Það hef ég eins og aðrir landsmenn. Þegar forsetinn hafnaði ICESAVE lögunum 5. jan sl. var að öllum ljóst sem hafa augu og eyri að nú mundi;

  • Endurskoðun AGS seinka
  • Lánalínur frá öðrum löndum lokast
  • skuldatryggingarálag hækka
  • gengi krónunnar falla
  • Uppbygging samfélagsins stöðvast

Allt þetta hefur gengið eftir því miður og þó ríkisstjórnin hafi gert allt sem hægt er til að bæta stöðuna þá eru formlegar lausnir ekki í sjónmáli.

Hvað varðar ICESAVE skuldina þá er enginn ánægður með tilkomu hennar eða að þurfa að greiða hana. Undan því er þó ekki komist hvað sem líður draumórum og standa í lappirnar yfirlýsingum.

Það er bara hinn blákaldi sannleikur. Ég vil miklu frekar borga eitthvað upp í þá skuld á hverju ári, en að blæða ómældum fjárhæðum í skertum lífskjörum vegna þvermóðsku, misskilnings og kolrangra fullyrðinga sem nú teppa allt hér og koma í veg fyrir hagvöxt í okkar samfélagi.

Þá eru það miljarðarnir sem eru að fjúka út um gluggana okkar núna, en nýlega var birtur útreikningur á því hvað tapaður hagvöxtur ca 3% kostaði okkur á mánuði en það er 75 milljarðar á mánuði eða um 2,9 milljarðar á dag eða tæp 1 milljón á mann á dag. Mig munar um það - en ykkur.

Talað er um hryðjuverk í sambandi við ICESAVE og þá er átt við B&H. Ég vil þá kalla þá sem berjast gegn því að gengið sé frá ICESAVE hryðjuverkamenn. Þetta er stórt orð og ekki til daglegs brúks, en nú eru heldur ekki einhverjir hversdagslegir tímar.

Hólmfríður Bjarnadóttir, 3.2.2010 kl. 14:41

9 Smámynd: Hólmfríður Bjarnadóttir

Ágætu vantrúuðu menn og konur - hér er greinin um kyrrstöðuna sem ég hef vitnaða í.

Gunnlaugur H. Jónsson skrifar um Icesave

Í morgunútvarpinu á Rás 2 26. janúar, var viðtal við tvo fjölskyldumenn, prest og fjölmiðlafræðing sem eru að flytja úr landi til Noregs á næstu mánuðum. Þeir sjá ekki framtíð í því að búa á Íslandi við þá óvissu og kyrrstöðu sem nú ríkir í efnahagsmálum.

Kyrrstaðan veldur því að stöðugt bætist við þá 15.329 sem skráðir voru atvinnulausir um áramótin. Þeir sem þó eru með vinnu eru á skertum launum. Meðan þetta ástand varir eiga einstaklingar og fyrirtæki erfitt með að ná endum saman og greiða því lítið upp í skuldir og mun minni skatta en ella. Ríkið er rekið með tapi og safnar skuldum og upp safnast vaxtakostnaður hjá einstaklingum, fyrirtækjum og ríkissjóði, sjóði allra landsmanna. Undirritaður hvetur fjölmiðla til þess að afla sér upplýsinga frá fremstu hagfræðingum um það hvað þessi kyrrstaða kostar og hvernig má rjúfa hana. Hér á eftir er gerð tilraun til þess að svara þessum spurningum sem mikilvægt er að fá svar við.

Að jafnaði vex íslenska hagkerfið um 3% á ári. Þjóðarframleiðslan er nú um 1.500 milljarðar kr. á ári. Að öðru jöfnu mætti því búast við því að þjóðarframleiðslan á næsta ári yrði 1.545 M.kr. ári síðar 1.591 M.kr. og svo framvegis eins og kemur fram í meðfylgjandi töflu og línuriti. Ef kyrrstaða ríkir þá er ekki vöxtur í þjóðarframleiðslu. Standi þessi kyrrstaða í eitt ár (12 mánuði) þá verður þjóðarframleiðsla næsta árs 45 M.kr. minni en vænta mætti við venjulegar aðstæður. Sama á við um öll árin sem á eftir fylgja. Þjóðarframleiðslan er á hverju ári 3% minni en hún hefði verið ef kyrrstaða hefði ekki ríkt í eitt ár. Reiknað til núvirðis nemur töpuð framtíðarþjóðarframleiðsla af kyrrstöðu í eitt ár 900 til 2.250 M.kr. eftir því með hvaða ávöxtun er reiknað (5% til 8%). Kostnaðurinn af kyrrstöðu nemur því að lágmarki 75 M.kr. á mánuði miðað við ofangreindar einfaldar forsendur.

Ofangreind rök sýna að kyrrstaða er þjóðinni dýr í atvinnuleysi, landflótta og tapaðri þjóðarframleiðslu. Miklu er því fórnandi til þess að rjúfa hana. Undir þetta taka Samtök atvinnulífsins, Alþýðusamband Íslands og væntanlega allir Íslendingar sem láta sér annt um framtíð þessarar þjóðar og þeirra einstaklinga sem mest líða fyrir atvinnuleysi og kyrrstöðu.

Samtök atvinnulífsins, Alþýðusamband Íslands og ríkisstjórn Íslands hafa sagt að sátt við alþjóðasamfélagið og samningur við Norðurlöndin og alþjóðlegar fjármálastofnanir, þar á meðal AGS, sé forsenda fyrir því að fjármagn fáist til þess að endurfjármagna skuldir ríkissjóðs, Landsvirkjunar, Orkuveitu Reykjavíkur og sveitafélaganna. Þetta fjármagn er síðan forsenda fyrir því að leiðrétta gengi krónunnar til hækkunar og lækka vexti innanlands og jafnframt bæta þau vaxtakjör sem Íslandi bjóðast erlendis. Þessar fjárhagslegu forsendur eru nauðsynlegar til þess að ná hagvexti á ný og rjúfa kyrrstöðuna sem við erum í.

Margir hafa bent á að lausn á Icesave-deilunni sé forsenda fyrir sátt við alþjóðasamfélagið. Það er beisk pilla að kyngja. Hafa verður þó í huga að það eina sem þarf til þess að ná samkomulagi í Icesave-deilunni er að skrifa upp á skuldabréf sem reiknað hefur verið að núvirði til 189 milljarða króna. Með öðrum orðum lausnin snýst um peninga. Hvað kostar að skrifa upp á skuldabréfið og hvað kostar að skrifa ekki upp á skuldabréfið. Sé sú tilgáta rétt að lausn á Icesave-deilunni sé forsenda fyrir því að rjúfa kyrrstöðuna og ná 3% hagvexti á ný þá er rökrétt ákvörðun auðveld. Hver mánuður sem líður án þess að eðlilegum 3% hagvexti sé náð kostar þjóðina 75 milljarða króna Icesave-skuldbréfið kostar minna en þriggja mánaða kyrrstaða. Náum sátt við alþjóðasamfélagið, eyðum óvissu, rjúfum kyrrstöðu og stuðlum að hagvexti, minnkandi atvinnuleysi og hærri launum.

Höfundur er rekstrarhagfræðingur.

Hólmfríður Bjarnadóttir, 3.2.2010 kl. 14:57

10 identicon

Hólmfríður, er ég hryðjuverkamaður ef ég hef efasemdir um réttmæti þess að hægt sé að skella þessari skuldbindingu á þjóðina. Ansi sterklega til orða gripið. En ef það er útbreidd skoðun þeirra sem endilega vilja ganga frá Icesavemálinu á grundvelli nauðasamnings þá verður bara að hafa það og ég skal glaður bera þann titil. Þú nefnir nokkur atriði sem að séu afleidd að ákvörðun Forseta Íslands.

Endurskoðun AGS seinkar það er rétt en viljum við endilega vera í samstarfi við efnahagshryðjuverkamenn, væri ekki nær að endurskoða það samstarf, ekki gleyma því að Edda Rós sem lofsöng Landsbankann fyrir hrun er starfar núna fyrir AGS og hversu trúverðugt er það.

Lánalínur lokast, hefur eitthvað reynt á það og er gjaldeyrisforði Seðlabanka ekki nægjanlegur fyrir næstu tvö ár. 

 skuldatryggingarálag hækka, rangt það er að lækka skv. nýjustu fréttum

Gengið að falla, rangt það hefur verið að styrkjast undanfarna daga. 

Uppbygging samfélagsins að stöðvast, getur eitthvað stöðvast sem er nú þegar stopp hvort sem er. Væri ekki réttara að skoða ákvarðanafælni stjórnmálamanna, embættismann og bankastofnana. 

Sigurður Sigurðsson (IP-tala skráð) 3.2.2010 kl. 15:28

11 Smámynd: Hólmfríður Bjarnadóttir

Hryðjuverkamaður er stórt orð og afar vandmeðfarið. Ég nafngreindi engan og gerði það viljandi.

Það sem ég átti við er fólk sem vísvitandi hefur mánuðum saman dælt út upplýsingum sem ekki ekki eru samkvæmt raunveruleikanum. Þar á ég við fólk sem hefur blásið þessa skuld út og sagt hana vera mun stærri en hún raunverulega er.

Talað um 700 milljarða í stað 250 milljarða svo dæmi sé tekið. (Þetta eru afrúnnaðar tölur) Talað um klafa sem sé svo óbærilegur að hann muni dæma komandi kynslóðir í fátækt. Það er ljótt að skrökva og það finnst þér örugglega líka.

Stjórnarandstaðan hefur notað þetta mál til að fela sínar skítugu slóðir sem ná áratugi aftur í tímann, en einnig til að ná völdum til baka. Völdum sem gerir þeim kleyft að hylma yfir eitt og annað sem ekki þolir dagsljósið, völdum til að þagga niður atburði, starfsaðferðir og jafnvel ýmis afbrot sem framin hafa verið undanfarin misseri, völdum til að viðhalda spillingunni, einkavinagreiðunum, auðsöfnum á kostnað almennings og svona mætti lengi telja.

Ég er ekki að tala um fólk eins og  þig sem hafa látið glepjast af upplýsingum sem ekki voru réttar.

Ég er ekki sátt við að verða að borga ICESAVE og verð það aldrei, en ég geri mér vel grein fyrir því að búið er að koma þessu máli þannig fyrir að við komumst ekki undan því sem þjóð. Ég mun að sjálfsögðu fagna því ef það tækist að lækka þess upphæð, eða eins og Jóhanna Sigurðardóttir sagði í Kastljósinu í gærkvöldi, að í ljós kæmi á síðari stigum að okkur hafi aldrei borið að greiða þessa skuld. Þá er auðvitað skaðabótarétturinn til.

Og eins og Jóhanna sagði líka i Kastljósinu þá heldur ríkisstjórnin því alltaf til haga í öllum viðræðum og á öllum fundum að Íslendingar séu ósáttir við kröfur B&H og ósáttir við að þurfa að taka á sig þessa skuld.

Ég vænti þess að hægt verði að hnika samningnum eitthvað til betri vegar og vil ganga frá honum sem fyrst.  Það er sitthvað að skoða þetta flókna mál á lagalegan hátt frá öllum hliðum með undirskrifaða pappíra og geta haldið áfram að byggja upp, eða að gera slíkt í tímahraki með málið ofrágengið og miklar hindranir fyrir okkur í alþjóðlegum viðskiptum.

Greiðslur hefjast ekki fyrr en 2016 og við eigum að nota þann tíma vel til að fá úr málinu skorið á alþjóðavettvangi með okkar viðskiptasambönd opin og á fullu við að byggja hér upp nýtt og réttlátt þjóðfélag.

Hólmfríður Bjarnadóttir, 3.2.2010 kl. 18:05

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Höfundur

Hólmfríður Bjarnadóttir
Hólmfríður Bjarnadóttir

Höfðagötu 1 531 Hvamms-tanga.

Fædd 1945 og er Húnvetningur í báðar ættir. Fædd steingeit og mikið fyrir að príla eins og geitum er tamt. Á ekki lengur ferðaþjónustuna, en aðrir tóku við keflinu í vor. Í haust fékk fyrirtæki þeirra, Selasigling ehf viðurkennigu frá Ferðamannastofu sem frumlegasta nýjungin í ferðaþjónustu á Norðurlandi vestra. Ég er stolt og glöð með þessa viðurkenningu, fyrir hönd okkar hjóna og þeirra sem héldu frumkvöðlastafinu áfram. Er núna að hanna og prjóna pils úr lettlopa sem á að selja ferðamönnum. Ég er gift Sævari Jónatanssyni, við eigum 4 börn og 8 barnabörn.

270 dagar til jóla

Mars 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30
31            

Nýjustu myndir

  • Grill 036
  • Grill 035
  • Grill 035
  • Kosningar 2033
  • Grill 001

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (29.3.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 1
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 1
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband