Færsluflokkur: Dægurmál

Æsingur og heift hjálpar okkur ekki

Ég hef undanfarna daga verið að lesa mér til á bloggsíðu Egils Helgasonar. Þar skrifar fólk um atburði síðustu vikna og lætur reiði sína í ljós með þvílíku offorsi að mér er virkilega farið að ofbjóða. Málefnaleg umræða heyrir orðið til undantekninga, en þeim mun meira sést þar af sleggjudómum í allar áttir.

Er ekki æsingurinn að verða full mikill. Það er alveg tímabært að draga andann nokkrum sinnum og slaka á. Múgæsingurinn er orðinn svo mikill og heiftin eftir því að það er beinlínis óhollt fyrir okkur sjálf að láta svona. Þetta er farið að líkjast nautaati eða einhverju þaðan af æstara. Kjaftasöguburðurinn er örugglega í fullum gangi og Gróurnar ansi margar. Við erum að tala um lifandi manneskjur, en ekki skrímsli. Þetta fólk á fjölskyldur, ættingja og vinu. Þar er ég bæði að tala um stjórnmálamennina okkar og peningamennina. Ég bið Guð að hjálpa ykkur öllum og vona innilega að þið verðið ekki fyrir álíka persónuárásum sjálf og ég hef séð hérna á síðu EH. Bloggsíður landsmanna  eru sennilega meira og minna fullar af svona skrifum, því miður.


Ísland verður ekki selt á brunaútsölu

Það er traustvekjandi að hlusta á ráðherra Samfylkingarinnar í þeim darraðardansi sem nú stendur yfir. Össur lýsir því vel í frétt á mbl.is með ofangreindri fyrirsögn, hvernig baklandi þeirra er háttað. Þar ber nafn Jóns Sigurðssonar fyrrum ráðherra hæst. Það er gott til þess að vita að Jafnaðarmenn skuli vera við stjórnvölinn nú og það stappar í mig stálinu að hlusta og lesa það sem þau hafa fram að færa. Jón Baldvin fór á þvílíkum kostum í dag að meira að segja Egill Helgason var fremur hljóður.


mbl.is Össur: Ísland verður ekki selt á brunaútsölu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Ánægjulegt að fundað sé um nýsköpun

Það er afskaplega ánægjuleg að fundað sé um nýsköpun nú þegar krepputalið ætlar alla að æra. Ég geri mér fyllilega ljóst að ástandið er alvarlegt, en einmitt þess vegna er svo nauðsynlegt að hittast og ræða alla möguleika til að skapa verðmæt störf í þjóðfélaginu. Það er gríðarlegur kjarkur mikil bjartsýni  í fólki sem það gerir og okkur vantar svo sannarlega hvorutveggja núna. Ég var sjálf á málþingi um menningartengda ferðaþjónustu í síðustu viku og þar var sama uppi á teningnum. Eins og Páll Óskar sagði svo skemmtilega í Fríkirkjunni í morgun. Nú þurfum við öll að skoða inn á við og leita að kostunum okkar.


mbl.is Róttæk endurskoðun
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Tækifæri fyrir landsbyggðina í ESB

Danuta Hubner ráðherra byggðamála hjá ESB segir mörg tækifæri opnast fyrir hinar dreifðu byggðir á Íslandi með inngöngu í ESB. Þetta kemur fram á vef RUV nú í dag. Við erum eins og hún bendir réttilega á, afar vel tæknivædd þjóð og fjarskiptasamband á landsbyggðinni hér á landi mun betra en í flestum öðum löndum. Ég hitti nýlega fólk sem hafði verið í vinnuferð í Brussel þegar blaðran sprakk hér heima. Það talaði um lélegt netsamband og að þau hefðu getað fengið aðgang að ISDN tengingu á hóteli sem þau dvöldu á. Það skal tekið fram að þetta fólk býr allt á landsbyggðinni. Það er sko ekki allt svart framundan, síður en svo.


Ingibjörg Sólrún mætt í slaginn

Mikið dáist að utanríkisráðherranum okkar að hafa orku til að koma strax að þessu erfiða borði, eftir veikindi og uppskurð í Bandaríkjunum. Hún er þvílík kjarnorkukona og skörungur, afar málefnaleg og rökföst. Hún er ekki að kljást við DO í fyrsta sinn, en aldrei hefur þó meira verið í húfi en nú, sjálf þjóðarskútan. Ég óska henni allra heilla og treysti því að hún og hennar gríðarlega öfluga ráðherralið, nái að halda það fast um stýrið að við náum að breyta stefnunni þannig að til heilla verði og við rekum ekki stefnu laust um úthöf heimsfjármálanna, eins og skipstjórinn á svörtu loftum er svo æstur í.


mbl.is Ráðherrar funda á ný
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Verðtrygging eða ekki verðtrygging

Taka ekki lóðakaupendur oft verðtryggð lán til að kaupa lóðir og er nokkuð óeðlilegt að verðtryggingin gildi í báðar áttir Gunnar Birgisson. Ástandið núna er ekki venjulegt og kemur vonandi ekki aftur. Launþegar fá ekki verðtryggð laun og er þeim of gott að fá raunvirði greitt til baka þegar skila verður inn eignum í fjármálafárviðri.


mbl.is Lögunum verður að breyta
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Tappinn í baðkarinu

Hörður Torfason komst snilldarlega að orði þegar hann líkti Seðlabankastjóra við tappa sem stíflaði allt og sagði "það þarf að taka tappann úr baðkarinu". Það er mikið rétt og góð samlíking. Baðvatnið sem við íslendingar höfum svamlað í undanfarin ár er orðið verulega gruggugt og fúlt. Nú er tími til að láta nýtt og tært vatn hreinsa óhreinindi fyrri ára. En til að það sé hægt, þá verður að taka tappann, svo einfalt er það.


mbl.is Mótmæla Davíð Oddssyni
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Egill H fékk skammtinn sinn

Spaugstofumenn taka menn og málefni vægðarlaust fyrir og nú voru það Davíð Oddson og Egill Helgason sem átt sviðið ásamt mótleikurum. Senan í viðtalinu fræga var góð og ekkert ofleikið þar og þar með hélt ég að EH hefði fengið sitt, nei haldið var áfram að bögga þennan vin litla mannsins sem fylgdi vini sínum JÁJ eins og skugginn.


Ásmundur Stefánsson hefur umsjón með kreppunefndum

Þar hefur verið valin hæfur maður með mikla reynslu við erfið samningaborð. Hann er að mínu mati óumdeildur og trúverðugur í þetta starf. Það er minn skilningur að þær nefndir sem Ásmundur á að hafa umsjón með, sú hópar sem fjalla um og vinna með margskonar úrlausnarefni fyrir almenning í landinu í kjölfar niðursveiflunnar. Þetta skerf er gott og vonandi koma fleiri í þessum dúr.

Ísland ekki í öryggisráðið

Það eru vissulega vonbrigði að við náðum ekki sæti í Öryggisráði SÞ. Þar hafa ýmis ríki snúið við okkur baki sem höfðu lofað stuðningi. Að við skulum vera utan ESB skiptir þar verulegu máli í tvennum skilningi. Annars vegar er að við förum miklu verr út í niðursveiflu fjármálakerfi heimsins og hins vegar að við erum ekki komin eins vel inn í samstafsverkefni þjóða á alþjóðavettvangi og erum ekki eins trúverðug hvað varðar efnahagslegan stöðugleika í framtíðinni. Við munum örugglega reyna að nýju og vonandi höfum við þá erindi sem erfiði.


« Fyrri síða | Næsta síða »

Um bloggið

Höfundur

Hólmfríður Bjarnadóttir
Hólmfríður Bjarnadóttir

Höfðagötu 1 531 Hvamms-tanga.

Fædd 1945 og er Húnvetningur í báðar ættir. Fædd steingeit og mikið fyrir að príla eins og geitum er tamt. Á ekki lengur ferðaþjónustuna, en aðrir tóku við keflinu í vor. Í haust fékk fyrirtæki þeirra, Selasigling ehf viðurkennigu frá Ferðamannastofu sem frumlegasta nýjungin í ferðaþjónustu á Norðurlandi vestra. Ég er stolt og glöð með þessa viðurkenningu, fyrir hönd okkar hjóna og þeirra sem héldu frumkvöðlastafinu áfram. Er núna að hanna og prjóna pils úr lettlopa sem á að selja ferðamönnum. Ég er gift Sævari Jónatanssyni, við eigum 4 börn og 8 barnabörn.

95 dagar til jóla

Sept. 2024
S M Þ M F F L
1 2 3 4 5 6 7
8 9 10 11 12 13 14
15 16 17 18 19 20 21
22 23 24 25 26 27 28
29 30          

Nýjustu myndir

  • Grill 036
  • Grill 035
  • Grill 035
  • Kosningar 2033
  • Grill 001

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (20.9.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 2
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 2
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband