30.12.2009 | 23:00
Auglýsingatími stjórnarandstöðunnar í boði RUV
Nú stendur yfir auglýsingatími fyrir stjórnarandstöðuna fá Alþingi. Margir þingmenn koma í ræðustól og auglýsa sig hver í kapp við annan eins og komið sé að kosningum. Stór orð fjúka um salinn, ljóð eru lesin og fólk ber sér á brjóst. Hvað mun svo þetta sama fólk gera sem nú er á móti, ef svo illa vildi til að það kæmist til valda. Það mundi samþykkja ICESAVE á þeim forsendum að málið væri komið svo langt. Það eru bara völd og aftur völd og meiri völd, en ekki hagur þjóðarinnar.
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Um bloggið
261 dagur til jóla
Færsluflokkar
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (7.4.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 2
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 2
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Ertu þarna að tala af eigin reynslu, frú Hólmfríður ?
Sigurður Jón Hreinsson, 31.12.2009 kl. 00:37
Sæll Sigurður. Ég hef sem betur fer bæði sjón og heyrn, auk þess að hafa gengið í skóla lífsins í 65 ár. Sá skóli hefur kennt mér að þekkja það hvenær fólk er að taka ábyrgð á sinni samtíð og hvenær ekki. Róbert Marshall orðaði samtíðina vel þegar hann talaði um nýtt upphaf eftir afgreiðslu (samþykkt) þessa máls.
Hólmfríður Bjarnadóttir, 31.12.2009 kl. 01:22
Bara ömurlegt að þetta frumvarp hafi verið samþykkt. Bara ömurlegt. Það er þarna verið að leggja á börnin "okkar" og barna börn þín m.a. miklar birgðar inn í framtíðina. Þetta er ömurlegt og sorglegt. Þetta er bara algjör djöfuls djöfull.
En takk fyrir liðið blogg ár og vegni þér vel á árinu 2010. Þetta verður gott ár.
Valgeir Matthías Pálsson (IP-tala skráð) 31.12.2009 kl. 03:25
Mér datt nú það sama í hug og þér að þetta væru nokkurs konar framboðsræður, svo mikið drama var í gangi. Hum, það skildi þó ekki styttast í kosningar Hólmfríður?
Gleðilegt nýtt ár og takk fyrir bloggvináttuna á árinu sem er að líða.
Jónína Þorbjörg Gunnarsdóttir (IP-tala skráð) 31.12.2009 kl. 16:37
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.