ICESAVE að ljúka!

Loksins loksins er þráteflinu um ICESAVE að ljúka á Alþingi. Síðasta upphlaup stjórnarandstöðunar var henni ekki til sóma frekar en allt málþófið sem hún hefur stundað undanfarna mánuði.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Haraldur Hansson

Hefur þú lesið nýja frumvarpið? Veistu út á hvað það gengur?

Með því er m.a. verið að fella niður 3. gr. að mestu og 4. greinina alla úr lögunum sem samþykkt voru um ríkisábyrgð á Alþingi í sumar. Það er verið að veikja varnir Íslands og stórauka hættuna á að hér skelli á efnahagsleg ísöld.

Verði þetta skelfilega frumvarp samþykkt er ekki verið að ljúka málinu. Síður en svo. Þá fyrst byrjar IceSave fyrir alvöru. Þá er hin umdeilda skuld orðin að veruleika án þess að fengist hafi skorið úr um málið að lögum. Og það verður ekki aftur snúið. Þetta er spellvirki gegn íslensku þjóðinni.

Ekki ætla ég að bera í bætifláka fyrir stjórnarandstöðuna eða meint málþóf, en málsmeðferð stjórnarinnar hefur ekki verið til sóma.

Haraldur Hansson, 30.12.2009 kl. 18:07

2 identicon

Haraldur heldur þú að svona nautheimskt fyrirbrygði eins og Hólmfríður hafi lesið nokkurn skapaðan hlut um þessi mál, svona lið eins og hún er að verða þess valdandi að hér verður fátækt til eilífðar.

Árni Karl Ellertsson (IP-tala skráð) 30.12.2009 kl. 18:16

3 Smámynd: Hólmfríður Bjarnadóttir

Sæll Árni. Nautheimsk segir þú og þá veit ég hvernig greindarvísitalan er mæld. Hef svo sem ekki áhyggjur af þessu mati þínu og það lýsir þér semnnilega betur. Miklar eru áhyggjur þínar Haraldur og það þykir mér leitt, tek samt ekki þátt í þeim. Svo mörg voru þau orð piltar mínir. Eigið góð áramót.

Hólmfríður Bjarnadóttir, 30.12.2009 kl. 19:28

4 Smámynd: Haraldur Hansson

Árni Karl: Þar sem þú beinir orðum til mín þá tek ég ekki undir þessa einkunn þína. Ég virði rétt Hólmfríðar til að vera á annarri skoðun en ég og tel henni til tekna að bjóða upp á skoðanaskipti á síðu sinni. Það eru einmitt skoðanaskipti við þá sem eru manni ósammála sem skerpir sýn okkar á málin.

Hólmfríður: Megir þú sömuleiðis eiga góð áramót og farsælt nýtt ár. Ég tel þó að það sé full ástæða til að hafa áhyggjur ef nýja frumvarpið verður að lögum.

Það eru allir tilbúnir til að tjá sig um frumvarpið en því miður færri sem kynna sér það til hlítar. Sumir telja að með því að hafna frumvarpinu séu menn að "neita að borga" en það er alls ekki svo. Sá kostur stendur ekki til boða. Ég tók saman smá færslu um gildandi lög og fyrirliggjandi frumvarp og hvaða afleiðingar breytingarnar kunna að hafa. Að mínum dómi væri best fyrir alla að fella þetta nýja frumvarp og láta lögin standa óbreytt. Að láta stjórnast svona af ótta við Breta er varhugavert. 

Haraldur Hansson, 30.12.2009 kl. 20:00

5 Smámynd: Hólmfríður Bjarnadóttir

Sæl Haraldur. Mér finnst að allir þeir sem skrifa hér á bloggið hljóti að leyfa skoðanaskipti á sinni bloggsíðu. Það er því miður ekki raunin, en ég vil þakka þér fyrir að taka sjónarmið mín um skoðanaskiptin. Er nú á þessari stundu að hlusta á upphrópanir stjónarandstöðunnar í atkvæðagreiðslu um ICESAVE og rök stjórnarliða sem flest eru haldbær.

Nokkrir þingmenn stjórnarandstöðunnar hafa þó vit á því að segja fátt og tel ég að þeir séu meiri menn en ella.

Hólmfríður Bjarnadóttir, 30.12.2009 kl. 22:49

6 identicon

Árni Karl þarf að fara á námskeið í mannasiðum, þessháttar orðalag sem hann viðhefur í skrifum sínum eru honum til skammar og ætti hann að biðja þig Hólmfríður afsökunar.  Hitt er annað mál að ég er gjörsamlega ósammála þér Hólmfríður í þessu máli og nú er bara að vona að forsetinn sé skv. sjálfum sér og vísi málinu til þjóðarinnar m.t.t. vilja þúsunda Íslendinga.

ÞJ (IP-tala skráð) 30.12.2009 kl. 22:52

7 Smámynd: Hólmfríður Bjarnadóttir

Sæll ÞJ.

Þú talar réttilega um mannasiðanámskeið fyrir Árna Karl. Og þar er ég þér fyllilega sammála. Það er bara því miður þannig að Árni Karl er bara einn af fjölmörgum sem þurfa á slík námskeið. Þarna er því nýtt og vænlegt viðskiptatækifæri fyrir einhverja sem hafa þekkingu og geta miðlað mannasiðfræði svo vel sé.

Þú ert mér ekki sammála og það skil ég og virði. Ég tel þó að mitt viðhorf sé raunhæft og held mig við það eins og ég hef gert undanfara mánuði.

Hólmfríður Bjarnadóttir, 1.1.2010 kl. 14:10

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Höfundur

Hólmfríður Bjarnadóttir
Hólmfríður Bjarnadóttir

Höfðagötu 1 531 Hvamms-tanga.

Fædd 1945 og er Húnvetningur í báðar ættir. Fædd steingeit og mikið fyrir að príla eins og geitum er tamt. Á ekki lengur ferðaþjónustuna, en aðrir tóku við keflinu í vor. Í haust fékk fyrirtæki þeirra, Selasigling ehf viðurkennigu frá Ferðamannastofu sem frumlegasta nýjungin í ferðaþjónustu á Norðurlandi vestra. Ég er stolt og glöð með þessa viðurkenningu, fyrir hönd okkar hjóna og þeirra sem héldu frumkvöðlastafinu áfram. Er núna að hanna og prjóna pils úr lettlopa sem á að selja ferðamönnum. Ég er gift Sævari Jónatanssyni, við eigum 4 börn og 8 barnabörn.

261 dagur til jóla

Apríl 2025
S M Þ M F F L
    1 2 3 4 5
6 7 8 9 10 11 12
13 14 15 16 17 18 19
20 21 22 23 24 25 26
27 28 29 30      

Nýjustu myndir

  • Grill 036
  • Grill 035
  • Grill 035
  • Kosningar 2033
  • Grill 001

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (7.4.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 2
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 2
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband