19.12.2009 | 15:44
Meira um dóminn yfir bóndanum fyrir austan.
Hlustaði á Yfirdýralækni tjá sig um þennan dóm og er honum sammála að svo miklu leiti sem ég þekki málið. Raunar segja myndir af dauðu og grindhoruðu sauðfé mjög mikið um þá umhirðu sem blessaðar skepnurnar hafa fengið.
Ef sá skilningur minn er réttur að Bændasamtökin hefðu viljað að mildum höndum hafi verið farið um bóndann á kostnað dýranna, þá eru Bændasamtökin á algjörum villigötum. Sá aðili sem vanrækir sinn búfénað svo gróflega eins og áður nefndar myndir sýna, á ekki að fá aftur heimild til að halda búfé. Um fésektir skal svo farið samkvæmt lögum.
Oddvitinn á Djúpavogi tjáði sig líka um málið nýlega í sjónvarpi og var mjög ósáttur. Þetta mál verður að mínu áliti að taka upp aftur og endurskoða dóminn, en verði það ekki gert er nauðsyn að áfrýja því til Hæstaréttar. Trúi reyndar ekki öðru en að það verði gert.
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Um bloggið
31 dagur til jóla
Færsluflokkar
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (23.11.): 0
- Sl. sólarhring: 1
- Sl. viku: 5
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 5
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Ég hef komið í sveit norðanlands þar sem ég held að sé nokkuð fjölsótt af ferðamönnum og mikið þótti mér dapurlegt að sjá þar dauð dýrahræ (hesta) sem höfðu auðsjáanlega drepist úr hor eða einhverju öðru, en hræin höfðu ekki verið fjarlægð. Ég sá að minnsta kosti fyrir mér ömurlegan dauðdaga þeirra í beitarleysi og fóðurskorti í nístandandi vetrarkulda þar sem þau hafa eflaust mátt húka án skjóls fyrir veðri og vindum. Hagar voru allir mjög nagaðir á þessum slóðum um hásumar þannig að það er hægt að ímynda sér hvernig þetta er að vetrarlagi.
Jónína Þorbjörg Gunnarsdóttir (IP-tala skráð) 19.12.2009 kl. 22:24
Svona er líka ástandið á Íslandsmiðum. Fiskifræðingar eru að setja of mikið á á hverju ári með þeim afleiðingum að æti er af skornum skammti. Sjófuglar falla úr hor og varp þeirra mistekst. Fiskurinn vex sama og ekkert en étur frekar en ekkert eigin afkvæmi. Á sama tíma er skipaflotinn sendur til að veiða loðnu sem er mikilvægasta fæða þorsks.
Hvenær verða þessir fiskifræðingar dregnir fyrir dóm, fyrir að svelta nytjastofnana okkar, sjófuglana og þjóðina?
Eða er kanski bara ólöglegt að svelta húsdýr??????
Sigurður Jón Hreinsson, 20.12.2009 kl. 00:50
Sæl Jónína, já þau eru vissulega alltof mrög dæmin um vanfóðrun og vanhirðu á dýrum. Það sem ég sá athugavedrt við þennan dóm, var að hann gefur mjög slæm skilaboð til þeirra sem eru eða munu vanrækja dýr.
Sæll Sigurður Jón. Ég tek undir með þér um að rangar áherslur eru í stjórn fiskveiða. Ég er einn af talsmönnum þess að hér við land verði efnt til svokallaðra vísindaveiða líkt og gerðar voru í Barentshafi nýverið. Það væri fyrsta skrefið í að taka á því gríðarlega ójafnvægi sem er í fæðukeðjunni allt í kringum landið.
Ég hef reyndar ekki trú á að það séu lagalegar forsendur til þess að draga fiskufræðingana okkar fyrir dóm, en kvótakerfið hefur verið dregið fyrir dóm nefndar sen nú er að störfum.
Hólmfríður Bjarnadóttir, 20.12.2009 kl. 13:44
Það er bara allt of mikið af svona málum í þessu landi. Vanhirða og slælegt viðhald og umsjá er ekki gott að viðhafa þegar maður er með búskap. Það er alveg á hrreinu.
Ég man í svipinn eftir nokkrum svona málum sem hafa komið upp.
Ekki gott.
Með bestu kveðju.
Valgeir.
Valgeir Matthías Pálsson (IP-tala skráð) 20.12.2009 kl. 14:42
Sæll Valgeir. Satt segir þú að svona mál eru of mörg og kannski er það vegna þess að aðhaldið er slakt. Eftir mikil harðindi og húsdýradauða vegna þess að fóður var ekki til, var komið upp svokallaðri forðagæslu hjá bændum.
Þá var ákveðnum mönnum falið af sveitarstjórn í hverjum hrepp, að fara á milli sveitabæja og kanna heyfeng og fjölda húsdýra sem áttu að lifa af þessu fóðri yfir veturinn.
Hvernig farið er með þessi mál í dag veit ég ekki mað vissu, en dæmið fyrir austan sýnir vel að gera verur verulegar úrbætur í eftirliti með þeim sem annast skeppnuhald.
Varðandi fiskinn í kring um landið, þá eru loðnuveiðarnar eitthvað sem ég persónulega hef ekki þekkingu á, en vissulega verður að skoða fæðukeðjuna í heildrænu samhengi á forsendum fiskitegundanna, en ekki á forsendum hagsmuna kvótaeigenda eins og nú viðist vera
Hólmfríður Bjarnadóttir, 20.12.2009 kl. 16:51
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.