Hugleiðing um hugsunarhátt þjóðarinnar.

Við Íslendingar erum vel upplýst og vel menntuð þjóð. Það er því með ólíkindum hve margir þegnar þessa lands eru enn með gamlan hugsunarhátt, að dómgæsla sé í höndum fólksins á götunni. Það megi grýta þann "seka" og fordæma hann úr samfélaginu, án undangenginnar rannsóknar og dómsmeðferðar.

Margur virðist hafa gleymt því að við höfum lög í landinu, höfum dómsvald, sérstakan saksóknara, sérstakan ráðgjafa Evu Joly sem er sögð mjög hörð og fari auk þess ekki í manngreinar álit. Margur virðist líka ekki taka eftir því að núverandi stjórnvöld eru að gera mjög róttækar breytingar á okkar þjófélagsskipan og það er verið að leitast við því með öllum tiltækum og lagalegu ráðum að uppræta spillingu í samfélaginu.

Við gerum það ekki með því að skjóta fólk á færi eða í návígi, heldur með vandaðir rannsókn og málsmeðferð þar sem það á við. Og með vandaðri skoðum og breytingum á starfsháttum, sameiningu stofnana, einföldum og öllum þeim ráðum sem tiltæk eru og henta á hversu sviði fyrir sig. Þar er ekki unnið að hætti þeirra sem fordæma, útskúfa, alhæfa, benda á sökudólga og vilja síðan aflífa.

Þessar hugleiðingar mínar eru tilkomnar vegna ofsafenginna umræðna um mörg þeirra mála sem á okkur brenna þessa dagana. Nú síðast er tekinn slíkur fordæmingarslagur vegna væntanlegs Netþjónabús á Suðurnesjum. Á því svæði er mikið atvinnuleysi og gríðarleg umræða um þau mál (og ekki öll á rökrænum forsendum) Síðan semur Iðnaðarráðherra við fyrirtæki um byggingu og uppsetningu áðurnefnds netþjónabús og þá fara bloggara og aðrir hamförum af því einn hluthafinn átti í gamla Landsbankanum.

Ekki minnst orði á atvinnutækifærin, fyrirtækið ekki að menga með útblæstri, þetta er ný og vænleg leið til að fá hingað erlent fjármagn, að fá hingað arðvænleg fyrirtæki og þar fram eftir götunum.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Höfundur

Hólmfríður Bjarnadóttir
Hólmfríður Bjarnadóttir

Höfðagötu 1 531 Hvamms-tanga.

Fædd 1945 og er Húnvetningur í báðar ættir. Fædd steingeit og mikið fyrir að príla eins og geitum er tamt. Á ekki lengur ferðaþjónustuna, en aðrir tóku við keflinu í vor. Í haust fékk fyrirtæki þeirra, Selasigling ehf viðurkennigu frá Ferðamannastofu sem frumlegasta nýjungin í ferðaþjónustu á Norðurlandi vestra. Ég er stolt og glöð með þessa viðurkenningu, fyrir hönd okkar hjóna og þeirra sem héldu frumkvöðlastafinu áfram. Er núna að hanna og prjóna pils úr lettlopa sem á að selja ferðamönnum. Ég er gift Sævari Jónatanssyni, við eigum 4 börn og 8 barnabörn.

31 dagur til jóla

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Nýjustu myndir

  • Grill 036
  • Grill 035
  • Grill 035
  • Kosningar 2033
  • Grill 001

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (23.11.): 0
  • Sl. sólarhring: 1
  • Sl. viku: 5
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 5
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband