18.12.2009 | 23:19
Stjórnmálamaðurinn Ingibjörg Sólrún
Ég hef dáðst að Ingibjörgu Sólrúnu Gísladóttir sem persónu og stjórnmálamanni frá því hún leiddi Reykjavíkurlistann til valda í Reykjavík. Þá kosninganótt vakti móðir mín með mér og við fylgdumst spenntar með talningu atkvæða.
Í minningunni er þetta björt vornótt þar sem vonin lá í loftinu og sú skynjun var afar sterk að nú væru tímamót í stjórnmálum á Íslandi. Íhaldinu tókst með klækjum að koma á hana höggi svo hún varð að segja fá sér sem borgarstóri. Það var afskaplega ljótur leikur og óheiðarlegur. Þegar hún síðan varð formaður Samfylkingarinnar og fór að beita sér í landsmálunum, varð Íhaldið að setja af stað alla sína áróðursvél til að sverta þessa konu og allt sem hún sagði.
Borgarnesræðan var nefnilega svo sönn og sagði á svo einfaldan hátt frá þeim klækjastjórnmálum sem hér voru stunduð um áratugaskeið. Þá var róðurinn hertur til mikilla muna, snúið út úr öllu og rangfærslurnar endurteknar svo oft að margir trúðu. Samt voru margir sem vissu betur, vissu að hún var að stinga í kýli sem var orðið mjög stórt og áberandi. Það kom líka á daginn að kýlið sprakk framan í þjóðina og Íhaldið hefur æ síðan alið á því að Samfylkingin beri svo mikla ábyrgð af því flokkurinn hafði verið í stjórn í 18 mánuði.
Það voru kannski klókindi af Íhaldinu að fá Samfylkinguna með í stjórn á þessum tíma til að geta vellt flokknum upp úr Íhaldsskítnum þegar hann fór að vella um allt samfélagið. Þó ráðamenn hjá Íhaldinu segist ekki hafa vitað um þetta eða hitt í aðdraganda hrunsins, eru nú að koma fram upplýsingar úr fundargerðum það sem innsti hringurinn var að funda um ástandið sumarið 2008. Það á margt eftir að koma í ljós og það er ég viss um að þjóðin mun verða verulega undrandi á öllum þeim klækjum sem beitt var. Bíð eftir skýrslu Alþingis og hvað þar verður upplýst, ekki að ég hlakki til. En það er bara nauðsynlegt að upplýsa um það sem hér gerðist í raun.
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Um bloggið
32 dagar til jóla
Færsluflokkar
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.11.): 1
- Sl. sólarhring: 1
- Sl. viku: 7
- Frá upphafi: 110485
Annað
- Innlit í dag: 1
- Innlit sl. viku: 7
- Gestir í dag: 1
- IP-tölur í dag: 1
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Er ekki allt í lagi með þig ?. Samspillingardruslan hún Ingibjörg er búinn að steypa Íslensku þjóðfélagi í eilífa glötun. Það ætti fyrir löngu að vera búið að fangelsa þetta glæpakvendi.
Árni Karl Ellertsson (IP-tala skráð) 18.12.2009 kl. 23:32
Þakka þér fyrir hugulsemina og ég get glatt þig með því að ég er bara í fínu lagi. Þú hefur greinilega ekki fylgst nægilega vel með undanfarin ár. Ég hef nú bara ekki heyrt annað eins og að kalla Ingibjörgu Sólrúni glæpakvendi. Varstu að hlusta á Íhaldsbullið. Það ættir þú ekki að gera því þar er flest öllu snúið á haus þessa dagana. Sem betur fer er Samfylkingin í ríkisstjórn og er að koma hér á nýju skipulagi, en eins og þú kannski veist er Samfylkingin Jafnaðarmannaflokkur og það er einmitt það sem okkur vantar núna.
Hólmfríður Bjarnadóttir, 19.12.2009 kl. 00:34
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.