Netþjónabú á Suðurnesjum - ánægjulegt að framkvæmdir eru að hefjast

Mikið fjaðrafok hefur orðið í þjóðfélaginu vegna eignarhlutar Björgólfs Thors Björgólfssonar í Verner Holding sem hyggst reisa Gagnaver á Reykjanesi. Sérstaklega hefur fólk farið mikinn vegna þess að samið er um ákveðna afslætti til fyrirtækisins, af hálfu ríkisins. Fjármálagjörningar BTB fyrir og í hruninu eru örugglega til skoðunar eins og svo margt annað. Það að BTB skuli eiga hlut í VH er bara allt annað mál og afslættir til fyrirtækisins eru samkvæmt reglum sem gilda um erlendar fjárfestingar og ekkert við það að athuga. Samkvæmt fréttum eru þessir afslættir lægri en veittir hafa verið til annarra fyrirtækja. Nú er verið að byggja upp og ánægjulegt er þetta fyrirtæki sé að verða að veruleika og þar með mörg störf fyrir Suðurnesjamenn.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Ég get tekið undir að það sé gott að þetta fyrirtæki fari af stað. En það fer alveg þversum í mig að Björgólfur Thor sé með í þessu.

Sveinn hinn Ungi (IP-tala skráð) 18.12.2009 kl. 19:49

2 Smámynd: Jóhannes Ragnarsson

Það er nú alveg óþarfi fyrir þig, Hólmfríður, að auglýsa á þennan hátt hvað þú ert samdauna spillingunni í þjóðfélaginu. Látum nú vera þótt þú freistist til að bera blak af auðvirðilegum drullusokkum eins og Gylfa Arnbjörns og Kristján í Keflavík, en að gera slíkt hið sama gagnvart Björgólfi Thor er alltof langt gengið.

Ég ráðlegg þér að leggjast undir feld og kanna huga þinn og skoðanir í ró og næði og sjá til hvort ekki fer að rofa til hjá þér. 

Jóhannes Ragnarsson, 18.12.2009 kl. 19:58

3 Smámynd: Hólmfríður Bjarnadóttir

Sveinn ungi. Vissulega er það skiljanlegt að það fari þversöm í þig að Björgólfur Tor sé þarna með, en á það ber að líta að sé heiðarlega að þessu fyrirtæki staðið að öðru leiti, þá finnst mér eignarhlutur BTB ekki eiga að gera þetta fyrirtæki afturreka.

Jóhannes Ragnarsson. Mér þykir þú taka upp í þig maður minn. Að halda því fram að Gylfi Arnbjörnsson og Kristján Gunnarsson séu drullusokkar, er að mínu mati orðbragð sem ekki hæfir að hafa um fólk. Þú ert trúlega ekki sammála þessum mönnum og það er þér vissulega frjálst eins og öllum Íslendingum, en að viðhafa svona orðbragð, segir meira um þig sjálfan en þessa ágætu menn.

Ég er hvorki að hatast við BTB eða að halda með honum á neinn hátt. Ég er einfaldlega að segja það að, þó hann sé þarna hluthafi, þá fagna ég því að þetta fyrirtæki sé að verða að veruleika.

Aðkoma BTB að hruninu er örugglega í rannsókn og það er vissulega nauðsynlegt. Mér sýnist sem betur fer að tími yfirhylminga sé liðinn, samanber málsmeðferð á ætluðum innherjaviðskiptum Baldurs Guðlaugssonar.

Nú eru ekki ráðherrar eða aðrir til að kippa í spotta og þagga niður mál þeirra sem tilheyra vinaklíkunni.  Feldurinn minn getur verið til afnota ef þig skildi vanta að endurskoða ritháttinn. Ég þarf ekki á honum að halda eins og er, enda er ég stolt af mínum skoðunum og hlutdeild í þjóðfélaginu.

Hólmfríður Bjarnadóttir, 18.12.2009 kl. 21:05

4 identicon

Tek undir með Jóhannesi.

Árni Karl Ellertsson (IP-tala skráð) 18.12.2009 kl. 23:53

5 Smámynd: Hólmfríður Bjarnadóttir

Sæll Árni, þá veit ég að þið eruð skoðanabræður. Til að taka af öll tvímæli þá nota ég hvert tækifæri til að upplýsa um það að ég tilheyri ekki þeim flokkum sem hér settu allt á hliðina, það er Sjálfstæðis og Framsóknarflokkum. Ég er einlægur stjórnarsinni, er meðmælt því að ganga til liðs við ESB, vil samþykkja ICESAVE þar sem sú samþykkt er forsenda fyrir því að við eigum aðgang að erlendu fjármagni og fleiru. Ég er stolt og hreykin af þessum viðhorfum mínum, skrifa þess vegna undir nafni og með mynd. Reyni að forðast óhróður um persónur, en er óhrædd við að gagnrýna á málefnalegann hátt þá stjórnarhætti sem leiddu til hrunsins.

Hólmfríður Bjarnadóttir, 19.12.2009 kl. 00:42

6 Smámynd: Jón Halldór Guðmundsson

Viðræður við félagið Verne um netþjónabú hafa staðið frá 2007.  Það verður svo hver og einn að hafa sína skoðun á því hvort við getum samið við fyrirtæki sem eignendur bankanna okkar sem féllu, um aðkomu þeirra að atvinnuuppbyggingu á landinu.

Mín skoðun er sú að það eigi að rannsaka mál þeirra og ákæra þá fyrir þau brot sem þeir hafa framið.  Ekki útiloka þá frá atvinnulífi hér á landi.

Við höfum dæmi um mann sem dæmdur var fyrir brot í opinberu starfi, var þingmaður og er nú endurreistur þingmaður.

Björgúlfur Thor hefur ekki verið dæmdur og sennilega ekki verið ákærður.  Mér finnst þessi umfjöllun ekki sanngjörn og tek undir viðhorf Fríðu.

Jón Halldór Guðmundsson, 19.12.2009 kl. 12:38

7 Smámynd: Hólmfríður Bjarnadóttir

Sæll Jón Halldór. Þakka þér fyrir innlitið og vel framsetta athugasemd. Þú skilur málið eins og ég, ert sem sagt ekki með í að fordæma. Við Íslendingar erum vel upplýst og vel menntuð þjóð. Það er því með ólíkindum hve margir þegnar þessa lands eru enn með gamalann hugsunarhátt., að dómgæsla sé í höndum fólksins á götunni. Það megi grýta þann "seka" og fordæma hann úr samfélaginu, án undangenginnar rannsóknar og dómsmeðferðar.

Margur virðist hafa gleymt því að við höfum lög í landinu, höfum dómsvald, sérstakann saksóknara, sérstakann ráðgjafa Evu Joly sem er sögð mjög hörð og fari auk þess ekki í manngreinar álit. Margur virðist líka ekki taka eftir því að núverandi stjórnvöld eru að gera mjög róttækar breytingar á okkar þjófélagsskipan og það er verið að leitast við því með öllum tiltækum og lagalegu ráðum að uppræta spyllingu í samfélaginu.

Við gerum það ekki með því að skjóta fólk á færi eða í návígi, heldur með vandaðir rannsókn og málsmeðferð þar sem það á við. Og með vandaðri skoðum og breytingum á starfsháttum, sameiningu stofnana, einföldum og öllum þeim ráðum sem tiltæk eru og hennta á hveru sviði fyrir sig.

Þar er ekki unnið að hætti þeirra sem fordæma, útskúfa, alhæfa, benda á sökudólga og vilja síðan aflífa.

Hólmfríður Bjarnadóttir, 19.12.2009 kl. 15:17

8 Smámynd: Jóhannes Ragnarsson

Þegar ég segi að Gylfi Arnbjörnsson og Kristján í Keflavík séu drullusokkar, þá meina ég það af heilum hug. Slóðin eftir þessa dela, er með slíkum hætta, að einungis staurblint fólk, eða illa þenkjandi, tekur að sér að verja þá.

Eða hvað finnst þér, Hólmfríður, um þá staðreynd, að Kristján í Keflavík hafi staðið klofningi verkafólks í kjarasamningum um árabil? Finnst þér virkilega við hæfi að þessháttar ódámur sé í þokkabót formaður Starfsgeinasambandsins? Mér finnst það fullkomin svívirða.

Jóhannes Ragnarsson, 19.12.2009 kl. 19:01

9 Smámynd: Hólmfríður Bjarnadóttir

Það hefur aldrei verið til vinsælda fallið að vera í fylkingarbrjósti. Verkalýðsformenn eru þar ekki undanskyldir og það þekki ég á eigin skinni.

Bara svona til að skýra mína þekkingu á verkalýðsmálum, hef ég gengt formennsku í verkalýðsfélagi í 5 ár, unnið hjá slíku félagi í 16 ár og verið með í tveim sameiningum slíkra félaga í mínu heimahéraði.

Víst getur það gerst þar innan veggja verkalýðsforkólfa að fólk er ekki sammála um áherslur og það hefur einmitt verið nokkuðum það síðustu mánuði. Þó ég hafi ekki verið sammála ákveðnum einstaklingum í forystu verkalýðshreyfingarinnar, þá veit ég að þau hin sömu hafa verið og eru að gera sitt besta. Hafa bara einfaldlega haft aðra áherslur en meirihlutinn.

Ég hef undanfarið skipst á skoðunum hér á blogginu, við Ragnar Ingólfsson stjórnarmann í VR. Honum er ég ekki sammála nema að litlu leyti. Hann er mjög reiður eins og svo margir nú um stundir og að mínu mati hefur hann misskilið hrapalega ýmsa þætti í starfemi ASÍ og Lífeyrissjóðanna.

Hólmfríður Bjarnadóttir, 19.12.2009 kl. 19:46

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Höfundur

Hólmfríður Bjarnadóttir
Hólmfríður Bjarnadóttir

Höfðagötu 1 531 Hvamms-tanga.

Fædd 1945 og er Húnvetningur í báðar ættir. Fædd steingeit og mikið fyrir að príla eins og geitum er tamt. Á ekki lengur ferðaþjónustuna, en aðrir tóku við keflinu í vor. Í haust fékk fyrirtæki þeirra, Selasigling ehf viðurkennigu frá Ferðamannastofu sem frumlegasta nýjungin í ferðaþjónustu á Norðurlandi vestra. Ég er stolt og glöð með þessa viðurkenningu, fyrir hönd okkar hjóna og þeirra sem héldu frumkvöðlastafinu áfram. Er núna að hanna og prjóna pils úr lettlopa sem á að selja ferðamönnum. Ég er gift Sævari Jónatanssyni, við eigum 4 börn og 8 barnabörn.

32 dagar til jóla

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Nýjustu myndir

  • Grill 036
  • Grill 035
  • Grill 035
  • Kosningar 2033
  • Grill 001

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.11.): 1
  • Sl. sólarhring: 2
  • Sl. viku: 7
  • Frá upphafi: 110485

Annað

  • Innlit í dag: 1
  • Innlit sl. viku: 7
  • Gestir í dag: 1
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband