10.12.2009 | 13:42
Samkeppniseftirlitið gerir athugasemd við samruna KS og Mjólku
Þessi athugasemd Samkeppniseftirlitsins um fákeppni í mjólkuriðnaðinum er löngu tímabær. Í raun hefur verið mikil fákeppni á markaði fyrir landbúnaðarvörur undanfarna áratugi ef undan eru skildar svína og hænsnaafurðir, þó mismikið eftir greinum og tímabilum. Verð á þessum vörum hefur líka verðið ákveðið af þar til völdum hópi fólks í gegnum árin.
Neytendur hafa í félagi við skattgreiðendur (í raun sami sjórinn) greitt fyrir afar óhagkvæman rekstur landbúnaðar og yfirvöld hafa í krafti sóttvarna hamlað innflutningi á mjólk og kjöti. Væntanlega fer þeim tíma að ljúka og bændur verða þá um leið að finna hagkvæmar stærðir fyrir bú sín og ná niður kostnaði við reksturinn.
Þegar fréttir af samruna KS og Mjólku fóru að berast þá leist mér ekki á en var samt efins um að eitthvað yrði gert í málinu. Því fagna ég þessum fréttum eins og áður sagði og vænti þess að þarna sé fyrsta skrefið af mörgum í átt til frjálsrar verðmyndunar á landbúnaðarvörum á Íslandi.
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Um bloggið
33 dagar til jóla
Færsluflokkar
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.11.): 1
- Sl. sólarhring: 1
- Sl. viku: 6
- Frá upphafi: 110484
Annað
- Innlit í dag: 1
- Innlit sl. viku: 6
- Gestir í dag: 1
- IP-tölur í dag: 1
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.