9.12.2009 | 21:06
Staða hælisleitenda á Íslandi
Horfði á hælisleitanda í kvöldfréttunum og rann mjög til rifja hve aftarlega við erum á merinni í málefnum þeirra. Svo virðist sem engu máli skipti hverjar aðstæður eru í því landi sem fólk kemur frá. Það er eins og klífa hálan brattan hamar að fá hér landvistarleyfi. Á tímum Nasista í Þýskalandi voru gyðingar sendir til baka og enduðu í Gasklefunum. Mannréttindi virðast fótum troðin og í skjóli ógnar stranga lagareglna er fólk sent til baka. Ungi maðurinn lýsti sínum aðstæðum í æsku þar sem börn voru miskunnarlaust kvödd til herþjónustu. Við verðum að breyta um stefnu og taka á málum hælisleitenda af mannúð, skilningu og umhyggju
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Um bloggið
32 dagar til jóla
Færsluflokkar
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.11.): 1
- Sl. sólarhring: 2
- Sl. viku: 7
- Frá upphafi: 110485
Annað
- Innlit í dag: 1
- Innlit sl. viku: 7
- Gestir í dag: 1
- IP-tölur í dag: 1
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Sælar.
Já þetta er sorglegt að engin hælisleitandi hafi fengið hér hæli á síðustu mánuðum og árum. Það er mjög sárt. En svona land búum við í. Það er engin samúð hér á Íslandi í garð hælisleitanda. Það er bara þannig.
Þetta er mjög sárt en svona er staðan.
Eigðu gott kvöld.
Valgeir Matthías Pálsson (IP-tala skráð) 9.12.2009 kl. 21:12
hvað erum við að blanda okkur í þetta svona mikið - Hólmfríður ef þú td kæmir í beinni í sjónvarpsfréttum með útrgrátinn augunn þá er ég viss um að þú kæmist mjög langt jafnvel alla leið suður til Reykjavíkur frítt, sumt er ekki að passa hér !
Jón Snæbjörnsson, 10.12.2009 kl. 16:00
Þarna er ég að tala um mjög alvarlegt mál sem eru manntéttindi. Hver eru rökin fyrir því að fólk "PASSI EKKI HÉR" Kynþáttahatur og kynþáttamismunun eru ljót systkyn sem við skulum afneita sem allta fyrst. Það er komin 21. öldin og svona flokkun fólks á að tilheyra fortíðinni alveg skilyrðislaust. Hótfyndni þín varðandi mig í beinni, lýsir þér best og mér sýnist ekki hátt á þér risið.
Hólmfríður Bjarnadóttir, 10.12.2009 kl. 23:09
sumt bara passar ekki hér - er það svo flókið að skilja að kalli á fordóma gagnvart öðrum en leitendum ?
Jón Snæbjörnsson, 11.12.2009 kl. 15:06
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.