Áætlun INF ekki talin raunhæf

Hvað er raunhæft og hvað ekki, þegar heilt samfélag hrynur. Ekki get ég svarað því og mér finnst ekki raunhæft að því verði svarað svo glatt nú um stundir. Við erum í miðri ánni ennþá, rúmu ári eftir að allt hrundi. Stjórnarandstaðan stendur þver vegna ICESAVE og reynir að telja kjósendum trú um að þar sé verið að verja hag almennings. Ekki trúlegt að mínum dómi, verið er að bítast um völd og jafnvel verið að verja hag þeirra sem eiga yfir höfði sér lögsóknir vegna markaðsmisnotkun af margskonar tagi. Baldur Guðlaugsson krefst þess að rannsókn á innherjaviðskiptum hans verði hætt nú þegar.

Hrunið verður að rannsaka og gera upp skuldir vegna þess hvort sem um er að ræða fjárhagslegar eða vegna lögbrota sem framin voru. Endurskoða stjórnkerfið og jafna byrgðum samfélagsins eins og hafið er. Ganga til liðs við ESB og koma okkur í skjól fyrir tilraunastarfsemi af hendi sjálfsskipara bjargvætta í nafni frelsis í viðskiptum. Þjóðin er nú eins og lak á snúru sem hangir á einni klemmu í nokkrum vindi. Okkur vantar festu og jafnvægi og það sem fyrst.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Höfundur

Hólmfríður Bjarnadóttir
Hólmfríður Bjarnadóttir

Höfðagötu 1 531 Hvamms-tanga.

Fædd 1945 og er Húnvetningur í báðar ættir. Fædd steingeit og mikið fyrir að príla eins og geitum er tamt. Á ekki lengur ferðaþjónustuna, en aðrir tóku við keflinu í vor. Í haust fékk fyrirtæki þeirra, Selasigling ehf viðurkennigu frá Ferðamannastofu sem frumlegasta nýjungin í ferðaþjónustu á Norðurlandi vestra. Ég er stolt og glöð með þessa viðurkenningu, fyrir hönd okkar hjóna og þeirra sem héldu frumkvöðlastafinu áfram. Er núna að hanna og prjóna pils úr lettlopa sem á að selja ferðamönnum. Ég er gift Sævari Jónatanssyni, við eigum 4 börn og 8 barnabörn.

32 dagar til jóla

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Nýjustu myndir

  • Grill 036
  • Grill 035
  • Grill 035
  • Kosningar 2033
  • Grill 001

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.11.): 1
  • Sl. sólarhring: 2
  • Sl. viku: 7
  • Frá upphafi: 110485

Annað

  • Innlit í dag: 1
  • Innlit sl. viku: 7
  • Gestir í dag: 1
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband