6.12.2009 | 12:02
Karlar dæmdu konu til dauða fyrir hórdóm.
Óskaplega eigum við konur veraldar langt í land með að ná fullum mannréttindum. Og á svo mörgum sviðum, þetta með "hórdóminn" er bara toppur á risastórum botnföstum jaka sem verður að mola niður svo við stöndum körlum jafnfætis um allan heim. Hvílíkt óréttlæti sem gefur körlum rétt til að umgangast konur eins og hluta af sínum "eignum". sem þei geti ráðstafað að vild. Við Íslendingar teljum okkur framarlega í þessum málum og erum það. Samt viðgengt hér að karlar selji afnot af konum sínum í vændi, fari með þær eins og þræla og annað slíkt.
Ætluðu að lífláta konu | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Um bloggið
33 dagar til jóla
Færsluflokkar
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.11.): 1
- Sl. sólarhring: 1
- Sl. viku: 6
- Frá upphafi: 110484
Annað
- Innlit í dag: 1
- Innlit sl. viku: 6
- Gestir í dag: 1
- IP-tölur í dag: 1
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Það er víða pottur brotinn í misréttinu gagnvart konum. Þó tekur steininn úr þessi islamska þjónkun við djöfulinn sjálfan sem felst í botnlausu mannhatri og svívirðilegri framkomu gagnvart konum. Hvers lags trúarbrögð eru það eiginlega sem túlka ljótleika mannfyrirlitningar í sinni verstu mynd?
corvus corax, 6.12.2009 kl. 12:11
þrátt fyrir að þessi sharia lög séu fáránleg og ranglát þá eru konur samt álitnar "eign" karlmanna í þessum ríkjum vegna þess að þær meiga ekki eiga neitt og mega ekki vinna fyrir sér, þessvegna eru þær háðar karlmönnum um framfærslu og eru þessvegna eign þeirra...
fáránlegt en þannig er þetta nú..
en er þetta ekki eins hérna ? í brúðkaupi eru verðandi hjón ekki spurð "gengur þú að EIGA.." og þurfa ekki báðir aðilar að játast því að verða eign hins aðilans ?
munurinn er bara sá að Íslendingar fylgja hlutunum ekki eftir eins og muslimar, okkur er alveg sama um eigur okkar þar sem það er svo auðvelt að fá nýjar eigur....
Daníel Sigurðsson, 6.12.2009 kl. 12:25
Daníel þér getur bara ekki verið alvar að líkja sharia lögum við sáttmála hjóna á Íslandi.
Guðmundur St Ragnarsson, 6.12.2009 kl. 12:37
Ég tel greinilegt að Daníel er sammála okkur um að lögmál múslima brýtur í bága við frelsi og mannréttindi, eins og við skiljum þau.
Hann er hins vegar að benda á gamalt orðfar um að hjón gangi að eiga hvort annað í okkar siðum. Það sýnir að lík hugsun var til hjá okkur til skamms tíma.
Jón Halldór Guðmundsson, 6.12.2009 kl. 13:00
Sínum augum lítur hver á silfrið. Þrátt fyrir gamalt orðalag í hjúskaparsáttmála okkar, eru við sem betur fer komin langt fram á við í jafnrétti fyrir bæði kynin. Daníel er auðvitað ekki full alvara en eins og Jó Halldór segir þá er ekki svo ýkjalangt síðan við drekktum konum á Þingvöllum fyrir hórdóm, því miður.
Hólmfríður Bjarnadóttir, 6.12.2009 kl. 13:21
Þetta er að verða æ algengara vandamál innan Evrópubandalagsins
Sigurður Þórðarson, 6.12.2009 kl. 13:38
Sammála þessum pistil.
Jafnréttið er öllum fyrir bestu, líka karlmönnum.
Sveinn hinn Ungi (IP-tala skráð) 6.12.2009 kl. 16:06
Sæmdarmorð, nauðungarhjónabönd, þetta og sjálfsagt margt fleira hefur verið að skl'jóta upp kollinu æ víðar sem er algjör hryllingur.
Hólmfríður Bjarnadóttir, 6.12.2009 kl. 22:00
Hólmfríður, í pistlinum endar þú á að segja
"Samt viðgengt hér að karlar selji afnot af konum sínum í vændi, fari með þær eins og þræla og annað slíkt."
er ég að misskilja, eða áttu þá við að slíkt gangist við hér á landi að menn selji afnot af konum sínum í vændi og fari með þær eins og þræla?
ef svo er þá held ég að flestir viti að slík hegðun viðgangist hér á landi, þó hún sé ekki mjög algeng, en það sem skiptir höfuðmáli, er að sem samfélag þá lítum við niður á slíka hegðun, og er hún brot á lögum sem við höfum sett okkur, og refsiverð.
þetta er megin munurinn og það eina sem skiptir máli finnst mér, þ.e. að þeir fáu aðilar sem þetta stunda, vita það full vel að þeir þurfa að fara í felur með svona hegðun.
eitthvað held ég að við höfum af titlum yfir aðila sem líta svo á að þeirra langanir og hvatir séu ekki eitthvað sem þeir eigi að neita sér um, sama hvað samfélagið sem þeir lifa í segir um þessa hegðun.
er sammála mínum uppáhalds rithöfund sem lítur svo á að mikilvægasta skref í átt að friði í heiminum, er að konur fái völd yfir sér sjálfum, þ.e. að þær fái að ráða hvenær, hvernig eða hvort þær eignist börn, hvar, hvenær og hvort þær vilji vinna fyrir sér, kaupa eignir o.s.frv.
Egill, 6.12.2009 kl. 22:04
Ég talaði ekki um að þetta væri algengt en þetta er því miður til og þar vísa ég í viðtal við konu í sjónvarpinu nýlega, sem sagði að því miður væri það til að konur af erlendu bergi brotnar væri í raun þrælar manna sinna. Framlenging þeirra á dvalarleyfir er með samþykki makans og þessar konur vita sjaldnast sinn rétt. Konan talaði um að taka þurfi þessar erlendu konur í viðtöl án maka þar sem þær fengju fræðslu um sinn rétt og þau úrræði sem í boði væri. Jafnvel væru dæmi um að þessi tilteknu eiginmenn seldu kynlífsaðgang að konum sínum.
Hólmfríður Bjarnadóttir, 6.12.2009 kl. 23:27
Þetta er bara svona í austurlöndum. Það er ekkert við þessu að gera og við gerum allavega mjög lítið í þessum málum hér á Íslandi. Eigðu gott kvöld Hólmfríður mín.
Valgeir Matthías Pálsson (IP-tala skráð) 7.12.2009 kl. 17:58
Konur um allan heim verða að standa saman og þá mun á endanum takast að ná fullu jafnrétti á við karlana.
Hólmfríður Bjarnadóttir, 7.12.2009 kl. 18:58
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.