Fundur leikstjórans og fleiri með fulltrúum Alþjóðagjaldeyrissjóðsins.

Finnst vera sú lykt af málflutningi þeirra nafna (Gunnar S og Gunnar Sk) að þeir hafi verið með fyrirfram mótaða afstöðu til málsins. Hvort mitt lyktarskyn er rétt á eftir að koma í ljós, en mér finnst fremur hæpið að þeir félagar hafi næga yfirsýn yfir málin til að geta ályktað með þessum hætti.


mbl.is Áætlun AGS „Excel-æfing“
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Helga Þórðardóttir

Sæl Hólmfríður, ég sat líka þennan fund. við erum þverpólitískur hópur sem hefur áhyggjur af framtíð  okkar Íslendinga. Við komum úr öllum flokkum og komum á fundinn með spurningar en ekki fyrirfram ákveðnar skoðanir.. Við ákváðum að spyrja fyrst og fremst að því hvert skuldarþol þjóðarinnar væri og hvaða framtíð biði okkar hér á landi. Viðkomandi hópur er búinn að halda marga fundi og við erum jafnframt búin að viða að okkur ýmiss konar upplýsingum til að reyna að átta okkur betur á samhengi hlutanna. Í hópnum eru þrír hagfræðingar og Lilja Mósesdóttir kemur úr röðum stjórnarliða. Ég tel okkur hafa góða yfirsýn yfir málin en meinið er að fólk vill ekki heyra sannleikann af því að hann er vondur.

Helga Þórðardóttir, 6.12.2009 kl. 02:28

2 Smámynd: Gunnar Skúli Ármannsson

Sæl Hólmfríður,

mótrök þín eru tvö. 1. Við vorum með fyrirfram mótaða skoðun og 2. við erum vanhæfir, sennilega vegna þess að við erum ekki sérfræðingar á viðkomandi sviði. Þetta er gömul íslensk pólitík, þ.e. að vaða í manninn en ekki boltann. Þú kemur ekki með nein rök sem hnekkir skoðun okkar, bara að við séum svo ómerkilegir að fólki sé ekki hollt að hlusta á okkur=við erum sem sagt bjánar.

Ég hef fengið nokkrar athugasemdir að ég sé læknir en ekki hagfræðingur og því sé ekki mark á mér takandi. Menn hafa bent á að betra sé að hlusta á sérfræðingana. Þegar kemur að sérfræðiþekkingunni þá spáði enginn hruni bankanna skömmu fyrir hrun af þessum sérfræðingum AGS. Þeir gáfu Íslandi fínt heilbrigðisvottorð skömmu fyrir hrun. Síðan vil ég mótmæla því að það sé óbrigðult að fylgja ráðum sérfræðinga. Ef þú kæmir til mín, sem læknis, með höfuðverk og ég myndi ráðleggja þér að skjóta byssukúlu í gegnum höfuðið á þér með byssu. Í slíkri aðstöðu borgar sig að hugsa sjálfstætt þó maður sé ekki með sérfræðipróf upp á vasann.

Í hópnum eru 3 hagfræðingar og nokkrir sófahagfræðingar. Við erum með hlutina á hreinu. Þetta eru ekki nein geimvísindi.

Við spurðum AGS hvernig Ísland ætti að hafa 160 milljarða í afgang á hverju ári. Svipað og þú myndir leggja 30% af tekjum þínum til hliðar á hverjum mánuði. Hvar myndir þú spara? Þeir höfðu ekkert svar. Síðan kom það fram að þessi tala var fengin með því að leggja saman skuldirnar og finna síðan út hversu mikill afgangurinn þyrfti að vera. Þetta er ákveðin funktion í Excel, "goal seeking", og þess vegna köllum við þetta excel æfingar. Ég hef rætt við nokkra hagfræðinga og bankamenn og þetta er sennilega ein mesta niðurlæging sem hugsast getur hjá svona virðulegri stofnun. Það vinna um 80 manns bara að málefnum Íslands hjá AGS. Þessa funktion getur menntskælingur notað.

Síðan spurðum við hvernig tekjur ríkisins ættu að aukast um 50 milljarða á ári næstu árin. Sjáðu, 400-450-500-550-600-650-....Hugsaðu um þínar eigin tekjur. Hann gat ekki með nokkru móti komið með góð rök fyrir því. 

Við komum með nokkrar spurningar. Spurningar um grundvallaratriði. Þessi grundvallaratriði verða að ganga upp ef áætlun AGS á að ganga upp. Þeir gátu ekki sýnt fram á að grundvallaratriðin stæðust. Af því leiðir að áætlun AGS er brostin. Sorry

Gunnar Skúli Ármannsson, 6.12.2009 kl. 02:44

3 Smámynd: Hólmfríður Bjarnadóttir

Mér þykir leitt ef ég hef vanmetið ykkur og biðst velvirðingar á því.  Að þið væruð bjánar sagði ég aldrei og hef bara ekki leyfi til að segja um nokkurn mann. Það sem ég átti við eða öllu heldur meinti var að þið hefðuð trúlega ekki nægilega yfirgripsmikla þekkingu til meta stöðuna heilstætt. Það á ekkert skylt við heimsku, bjánaskap eða neitt slíkt

Þið hafði sem sagt komist að þeirri niðurstöðu að áætlanir AGS standist ekki og þá syr ég til baka. Hverjar eru ykkar tillögur um áætlun fyrir Ísland í okkar stóru endurreysn. Við þurfum áætlun og hver er ykkar sýn á raunhæfar áætlanir.

Hólmfríður Bjarnadóttir, 6.12.2009 kl. 10:55

4 Smámynd: Gunnar Skúli Ármannsson

Meðan við höfum AGS, þá væri fyrsta skrefið að óska eftir betri áætlun.

Ef þeim tekst það ekki, þá erum við gjaldþrota. Síðan vinnum við okkur út frá þeim púnkti.

Framtíðin verður aldrei létt úr því sem komið er.

Gunnar Skúli Ármannsson, 6.12.2009 kl. 11:27

5 Smámynd: Hólmfríður Bjarnadóttir

Er ekki verið að endurskoða áætlun AGS núna næstu vikurnar. Famtíðin er eins og við tökum henni hvert og eitt, sumt er létt, annað ekki.

Hólmfríður Bjarnadóttir, 6.12.2009 kl. 13:16

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Höfundur

Hólmfríður Bjarnadóttir
Hólmfríður Bjarnadóttir

Höfðagötu 1 531 Hvamms-tanga.

Fædd 1945 og er Húnvetningur í báðar ættir. Fædd steingeit og mikið fyrir að príla eins og geitum er tamt. Á ekki lengur ferðaþjónustuna, en aðrir tóku við keflinu í vor. Í haust fékk fyrirtæki þeirra, Selasigling ehf viðurkennigu frá Ferðamannastofu sem frumlegasta nýjungin í ferðaþjónustu á Norðurlandi vestra. Ég er stolt og glöð með þessa viðurkenningu, fyrir hönd okkar hjóna og þeirra sem héldu frumkvöðlastafinu áfram. Er núna að hanna og prjóna pils úr lettlopa sem á að selja ferðamönnum. Ég er gift Sævari Jónatanssyni, við eigum 4 börn og 8 barnabörn.

33 dagar til jóla

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Nýjustu myndir

  • Grill 036
  • Grill 035
  • Grill 035
  • Kosningar 2033
  • Grill 001

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (21.11.): 1
  • Sl. sólarhring: 1
  • Sl. viku: 6
  • Frá upphafi: 110484

Annað

  • Innlit í dag: 1
  • Innlit sl. viku: 6
  • Gestir í dag: 1
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband