6.12.2009 | 01:02
Norður Kórea annað tveggja "sjálfstæðra ríkja" í veröldinni í dag?
Hvað koma svartar gallabuxur þar við sögu?
Í viðtali Boga Ágústsonar á Ríkissjónvarinu um daginn þar sem hann ræddi m.a. um hugtakið sjálfstæð ríkivið starfsmann ESB, sagði Bogi að það mætti segja að í raun væri bara 2 sjálfstæð ríki í veröldinni í dag, Norður Kórea og Burma. Þar átti hann við að þessi ríki væru án samvinnu og samskipta við önnur ríki. Það er vissulega afar þröng túlkun á þessu hugtaki og vafasamur ávinningur af slíku sjálfstæði svo ekki sé meira sagt.
Svíar vilja ekki flækjast í milliríkjaþrætur og lái þeim hver sem vill. Þarna eru viðskipta- og samskiptahömlur á svo háu stigi að okkur Íslendingum er nánast ógerningur að skilja til fulls. Samt eru alltaf einhverjir sem segjast vilja allt til vinna að halda okkur frá meira samstarfi við önnur lönd og bera við ást sinni á sjálfstæði þjóðarinnar. Getur verið að þeir vilji samskonar sjálfstæði og Norður Kóreumenn njóta
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 01:36 | Facebook
Um bloggið
32 dagar til jóla
Færsluflokkar
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.11.): 1
- Sl. sólarhring: 2
- Sl. viku: 7
- Frá upphafi: 110485
Annað
- Innlit í dag: 1
- Innlit sl. viku: 7
- Gestir í dag: 1
- IP-tölur í dag: 1
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.