Hinn blákaldi veruleiki varðandi ICESAVE og málþóf stjórnarandstöðunnar.

Þó þú ágæti lesandi þessa bloggs, sért á móti því að taka á þig skuldbindingar vegna ICESAVE og flestir Íslendingar séu sammála þér og ég þar með talin, er hinn blákaldi veruleiki samt sá að við VERÐUM AÐ TAKA ÞESSA SKULD OG SAMÞYKKJA ÞANN SAMNING SEM FYRIR LIGGUR.

Það er einfaldlega búið að ganga þannig frá málum af hendi ráðherra forsætis- og fjármála í þeirri ríkisstjórnar sem sat við völd þegar fjármálakerfið hrundi, að ekki er um annað að ræða, því miður en ég vildi svo sannarlega að svo væri ekki.  

Af þáverandi Seðlabankastjóra Davíð Oddsyni sem klúðraði okkar málstað í beinni útsendingu í kastljósviðtalinu fræga, sem leiddi af sér Hryðjuverkalögin frá Bretum.

Það er bara ekki önnur leið fær því miður, en að samþykkja samninginn og það veit stjórnarandstaðan manna best. Málþófið er heldur alls ekki til að gæta hagsmuna þjóðarinnar, heldur þeirra eigin gjörspilltu valdahópa sem höndla með óveiddan fisk og hafa höndlað með önnur helstu fjöregg þjóðarinnar undanfarna áratugi.

Nú er komin tími til fyrir hinn almenna skynsama borgara í þessu landi að sjá í gegnum allt skrumið og koma auga á hina grímulausu eiginhagsmunagæslu sem þarna er á ferð.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Sigurður Jón Hreinsson

Frú Hólmfríður.

Ég sé ekki hvernig það að samþykkja þennan samning tengist því að hreinsa út spillingaröflin og drullublesana, sem búnir eru að koma þessu samfélagi á hausinn.

Því miður sýnist mér að allri stjórnmálamenn þessa lands séu ófærir um að leiðrétta það misrétti sem hér viðgengst.  Því segi ég óhikað að tími sé kominn til að þjóðin afsali sér sjálfstæðinu og játist danskri eða norskri krúnu.  Það er auðvitað ekki sársaukalaust, en verra er að vera beittur órétti af eigin þjóð.

Sigurður Jón Hreinsson, 6.12.2009 kl. 00:43

2 Smámynd: Halldóra Hjaltadóttir

Getur þú rökstutt það af hverju minn tekjuskattur og tekjuskattur 79.999 Íslendinga ætti að borga fyrir vexti af áhættufjárfestingum Breta og Hollendinga?

mbk HH

Halldóra Hjaltadóttir, 6.12.2009 kl. 00:45

3 Smámynd: Hólmfríður Bjarnadóttir

Þið eruð bæði að tala um atriði sem ekki breyta þeirri staðreynd að búið var að viðurkenna þessa "skuld" okkar við Breta og Hollendinga af ráðherrum Sjálfstæðisflokks haustið 2008.

Er ekki sammála þér Sigurður Jón. Við erum nú með ríkisstjórn við völd sem þegar hefur byrjað úthreinsun sem mun taka allnokkurn tíma.

Þessar talanæfingar sem þú vitnar í Halldóra eru þess eðlis að þær eru ekki marktækar og því ekki rök í málinu.

Hólmfríður Bjarnadóttir, 6.12.2009 kl. 01:08

4 Smámynd: Halldóra Hjaltadóttir

Ég biðst afsökunar og skal orða spurninguna á annan hátt

Getur þú rökstutt það af hverju minn tekjuskattur og tekjuskattur 79.999 Íslendinga ætti að dekka ríkisábyrgð á lántöku Tryggingarsjóðs innstæðueigenda og fjárfesta ólöglega?

mbk HH

Halldóra Hjaltadóttir, 6.12.2009 kl. 01:21

5 Smámynd: Hólmfríður Bjarnadóttir

Nei annars Halldóra, þú skalt spyrja Sigurjón Árnason og Halldór Kristjánsson sem stofnuðu til ICESAVE reikninganna og Geir H Haarde og Árna Matthisen sem samþykktu að greiða þá. Núverandi ríkisstjórn fékk bar þann sóra pakka að ná sem þokkalegustum samingum um þetta klúður sem þegar var staðreynd

Hólmfríður Bjarnadóttir, 6.12.2009 kl. 01:25

6 Smámynd: Hólmfríður Bjarnadóttir

Ef þú ert að tala um ólöglega ríkisábyrgð þá vísa ég aftur ásömu aðila og í síðasta svari mínu.

Hólmfríður Bjarnadóttir, 6.12.2009 kl. 01:28

7 Smámynd: Halldóra Hjaltadóttir

Ef þú hefur fylgst náið með umræðunni, þá eru þessir menn búnir að gefa svör! Þú bloggar hér um þetta mál og því vil ég fá þinn rökstuðning.

mbk HH

Halldóra Hjaltadóttir, 6.12.2009 kl. 01:31

8 Smámynd: Páll Geir Bjarnason

Það er löngu búið að ganga þannig frá að eftir 7 ár verður meirihlutinn af þessu afskrifaður. Við komum aldrei til með að þurfa að borga þetta. Það má bara ekki tala um það af auðskildum ástæðum. Það á einfaldlega að samþykkja þetta strtax og koma þessu frá. Þetta málþóf er útúr kú.

Páll Geir Bjarnason, 6.12.2009 kl. 01:43

9 Smámynd: Hólmfríður Bjarnadóttir

Þar sem búið er fyrir löngu að viðurkenna þessa skuld okkar er það hin blákalda staðreynd að við verðum hvað sem tautarog raula að standi við hana. Þetta með tekjuskattin er bara útreikningur og aþð er kunnara en frá þurfi að segja að margar aðferðir eru oft notaðar til að reikna sama dæmið og fer þá eftir því hver niðurstaðan skal vera. Við verum að borga vexti af þessari skuld eins og öðrum og hvaða krónur fara í hvaða skuld er ekki heila málið. Aðalmálið er hins vegar að þeir sem gerst þekkja fjármál ríkisins eins og viðskipta og fjármálaráðherrar telja að þjóðin ráði við sínar skuldbindingar. Og það er aðalmálið ekki satt, en ekki einhverjar talnaæfingar einhverra.

Hólmfríður Bjarnadóttir, 6.12.2009 kl. 01:45

10 Smámynd: Hólmfríður Bjarnadóttir

Því get ég verið sammála Páll Geir enda er ekki verið að karpa um hag þjóðarinnar heldur valdastóla og það vita líka allir sem eru með opin augu þessa dagana.

Hólmfríður Bjarnadóttir, 6.12.2009 kl. 01:47

11 Smámynd: Halldóra Hjaltadóttir

Fyrirvarar í samningi frá því í sumar eru bundnir í Íslensk lög, það má ekki gleyma því. Það frumvarp sem er verið að neyða þjóðina til þess að gangast undir er ennþá til umræðu og þeir fyrirvarar samningsins sem afgreiddur var í sumar eru flestir yfirstrikaðir og einstakur skrumskældur.

Páll Geir fer með dylgjur!

Ef lög eru lög og réttlæti er réttlæti, ber Íslendingum ekki skilda til þess að ábyrgjast eina krónu af þessum svika skuldum.

mbk HH

Halldóra Hjaltadóttir, 6.12.2009 kl. 01:59

12 Smámynd: Páll Geir Bjarnason

Þú mátt s.s. kalla það hvað sem þú vilt HH, en dylgjur er undarlegt orðaval. Þær eru nefninlega venjulega viðhafðar um fólk en ekki aðstæður.
Raunveruleikinn er samt sá að til að verja evrópska bankakerfið tökum við á okkur þessar ábyrgðir. Það vita það formenn allra flokka að þegar um hægist eftir nokkur ár verður þetta að megninu til fellt niður. Þannig klórum við ESB á bakinu og þeir klóra okkur á móti. Sjáðu bara til. Þetta endalausa mas á þinginu er því gagnslaust þvaður útí bláinn. Opinberlega verður nefninlega aldrei hægt að greina frá af hverju samþykkja þarf ábyrgðina.

Páll Geir Bjarnason, 6.12.2009 kl. 02:30

13 Smámynd: Halldóra Hjaltadóttir

Það er úr lausu lofti gripið hjá þér Páll Geir að halda því fram að megnið af þessum skuldum verði felldar niður... Jú, það má reyndar segja að samningurinn mun gjaldfelldur þar sem Íslendingar hafa ekki efni á að ábyrgjast þessar innistæður og borga 110 milljónir á dag í vexti.

www.indefence.is

Góðar stundir

HH

Halldóra Hjaltadóttir, 6.12.2009 kl. 17:08

14 Smámynd: Hólmfríður Bjarnadóttir

Þegar lönd sem eru mjög skuldsett ganga inn í ESB eins ég tel að við gerum innan skamms, þá eru líka fordæmi fyrir því að ESB greiði hluta þeirra skulda og þá liggur beinast við að það verði ICESAVE.

Gott að heyra frá þér Páll Geir. Það eru ekki margir sem eru með báða fætur á jörðinni þessa dagana. Flestir eru í þvaðrinu og fljúga um í þokunni með Bjarna Ben, Sigumundi Davið og Þór Sari. Indefence og hvað þetta heitir allt saman.

Hólmfríður Bjarnadóttir, 6.12.2009 kl. 22:09

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Höfundur

Hólmfríður Bjarnadóttir
Hólmfríður Bjarnadóttir

Höfðagötu 1 531 Hvamms-tanga.

Fædd 1945 og er Húnvetningur í báðar ættir. Fædd steingeit og mikið fyrir að príla eins og geitum er tamt. Á ekki lengur ferðaþjónustuna, en aðrir tóku við keflinu í vor. Í haust fékk fyrirtæki þeirra, Selasigling ehf viðurkennigu frá Ferðamannastofu sem frumlegasta nýjungin í ferðaþjónustu á Norðurlandi vestra. Ég er stolt og glöð með þessa viðurkenningu, fyrir hönd okkar hjóna og þeirra sem héldu frumkvöðlastafinu áfram. Er núna að hanna og prjóna pils úr lettlopa sem á að selja ferðamönnum. Ég er gift Sævari Jónatanssyni, við eigum 4 börn og 8 barnabörn.

32 dagar til jóla

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Nýjustu myndir

  • Grill 036
  • Grill 035
  • Grill 035
  • Kosningar 2033
  • Grill 001

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.11.): 1
  • Sl. sólarhring: 2
  • Sl. viku: 7
  • Frá upphafi: 110485

Annað

  • Innlit í dag: 1
  • Innlit sl. viku: 7
  • Gestir í dag: 1
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband