Er stjórnsýslan okkar hagkvæm og ódýr??

Þessi spurning hlýtur að leita á hugann nú um stundir þegar minna fé er til milli handa. Að mínu áliti eru ýmsar undirliggjandi ástæður fyrir því að verið er að halda úti mörgum stofnunum á vegum ríkisins um svipaða málaflokka, sem má sameina, án skerðingar á þjónustu. Í mögum tilfellun jafnvel til einföldunnar og sparnaðar fyrir okkur neytendur.

Þegar svo flókið klíkukerfi er um stjórnun eins lands, eins og hér hefur verið ofið á undanförnum áratugum er ekki von á einfaldri og ódýrri stjórnsýslu. Í fyrsta lagi erum við með stjórnarskrá síðan 1874 sem er sniðin að allt annarri þjóðfélagsgerð en hér er í dag.

Í öðru lagi eru stofnanaskipan ýmissa mála með þeim hætti að ekki hefur verið unnt eða fært að ráðast í viðamiklar umbætur og einföldum, þar sem þá hefðu margir vildarvinir verið styggðir, orðið að segja upp fólki með gamlar æviráðningar og annað í þeim dúr. Þess í stað hefur verið bætt nýjum og nýjum stofnunum utan og ofan á þær sem fyrir voru.

Í leiðinni hefur oft verið hægt að hygla stjórnmálastjörnum sem fallið hafa til jarðar eða aldrei náð flugi. Ýmsir forstöðumenn ríkisstofnana eru komnir í vel launuð störf eftir þeim leiðum. Þegar stjórnkerfið okkar var að mótast, voru samgöngur með allt öðrum hætti og stjórneiningar eins og sveitarfélög, umdæmi stofnana verið stærðarmörkuð miðað við þáverandi aðstæður. Smákóngarnir eru því svo margir og þeir vilja ekki með nokkru móti missa sína spóna úr öskum.

Nú er rætt um að sameina stofnanir, umdæmi, sveitarfélög og aðrar einingar í þjóðfélaginu. Það mun vissulega kosta sitt að gera slíkt, en mun skila aukinni hagkvæmni til lengri tíma lítið. Flokkar í núverandi stjórnarandstöðu, tóku ekki með afgerandi hætti á því að einfalda stjórnkerfið og því hefur það þanist út, þvert á stefnu a. m. k. Íhaldsins.

Svo dæmi sé tekið er nú verið að endurskipuleggja og hagræða í Heilbrigðiskerfinu. Sameining stofnana í ákveðnum landshlutum er að komast á, en ekki hefur það gengið hávaðalaust. Skólamálin eru líka gott dæmi. Þar hafa risið upp mótmælaöldur á sumum svæðum en önnur verið tilbúin til að fara nýjar leiðir, eins og verið er að gera á Vesturlandi og Vestfjörðum með kennslu gegnum netið til nemenda sem eru á mörgum stöðum og einn kennari sér um að kenna frá einni starfsstöð.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Höfundur

Hólmfríður Bjarnadóttir
Hólmfríður Bjarnadóttir

Höfðagötu 1 531 Hvamms-tanga.

Fædd 1945 og er Húnvetningur í báðar ættir. Fædd steingeit og mikið fyrir að príla eins og geitum er tamt. Á ekki lengur ferðaþjónustuna, en aðrir tóku við keflinu í vor. Í haust fékk fyrirtæki þeirra, Selasigling ehf viðurkennigu frá Ferðamannastofu sem frumlegasta nýjungin í ferðaþjónustu á Norðurlandi vestra. Ég er stolt og glöð með þessa viðurkenningu, fyrir hönd okkar hjóna og þeirra sem héldu frumkvöðlastafinu áfram. Er núna að hanna og prjóna pils úr lettlopa sem á að selja ferðamönnum. Ég er gift Sævari Jónatanssyni, við eigum 4 börn og 8 barnabörn.

32 dagar til jóla

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Nýjustu myndir

  • Grill 036
  • Grill 035
  • Grill 035
  • Kosningar 2033
  • Grill 001

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.11.): 0
  • Sl. sólarhring: 1
  • Sl. viku: 6
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 6
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband