2.12.2009 | 08:55
ÍSKYGGILEG RÁÐNING - segja Norrænu Blaðamannasamtökin um ritstjórann Davíð Oddsson.
Að mínu áliti er það jákvætt að blaðamannasamtök á Norðurlöndunum skuli veita kollegum sínum hér á landi faglegan stuðning og um leið aðhald. Sú staðreynd að Davíð Oddsson hefur verið ráðinn ritstjóri Morgunblaðsins er virkilegt áhyggjuefni öllum þeim sem vilja fagmennsku sem mesta. Þarna er ekki um að ræða persónulegt álit eins eða neins á Davíð sem einstaklingi, heldur hitt að stjórnendur blaðsins telji það faglegt val að ráða fyrrverandi forsætisráðherra og Seðlabankastjóra, sem auk þess sætir rannsókn vegna hruns bankakerfis í landinu, til þessa starfs. Það tel ég vera merki um vítavert siðleysi og beinlínis rangt mat á því hvert gildi faglegrar fölmiðlunar er mikilvægt. Ég fagna þeim áformum blaðamannafélaga á Norðurlöndunum að halda ráðstefnu um þessa þætti hér á landi á komandi ári
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Um bloggið
32 dagar til jóla
Færsluflokkar
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.11.): 1
- Sl. sólarhring: 2
- Sl. viku: 7
- Frá upphafi: 110485
Annað
- Innlit í dag: 1
- Innlit sl. viku: 7
- Gestir í dag: 1
- IP-tölur í dag: 1
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Það sem ætti að valda þeim áhyggjum mikið frekar er sú staðreynd að 75% Íslenskra fjölmiðla er í eigu sömu einstaklinga. Þeir einstaklingar áttu banka, fjármálafyrirtæki og njóta nánast friðhelgi með sínar eignir.
Davíð Oddsson á ekki og átti aldrei banka, fjármálafyrirtæki, markaði, né fjölmiðla.
mbk HH
Halldóra Hjaltadóttir, 2.12.2009 kl. 09:50
Hvar eru áhyggjurnar yfir öllum ráðningunum sem gerðar hafa verið án auglýsinga í bankakerfinu? Ég veit ekki betur en að Landsbankinn hafi t.d. verið að ráða í yfirmannastöður kunningja og pólitíska samherja sem ekki myndu einu sinni komast í úrtakið yrðu störfin auglýst. Þarna og á fleiri stöðum er verið að hlaða inn fólki sem ætlar í störfin núna en mennta sig í þau seinna.
Adda Þorbjörg Sigurjónsdóttir, 2.12.2009 kl. 10:17
Sammála síðustu ræðum hér, hver er afstaða þín til yfirburðarstöðu ákveðinna afla á fjölmiðlum - svo ekki sé nú talað um matvörumarkaðinum ??
Komdu nú með þína skoðun á því, eða hentar það kannski ekki af þvía ð hér er um spillingarmafíu að ræða sem tengist Samfylkingunni ??
Sigurður Sigurðsson, 2.12.2009 kl. 10:33
Halldóra, er ekki staðan svipuð hjá öðrum þjóðum? Eru ekki flestir stóru fjölmiðlarnir í eigu fárra samsteypa? Sennilega benda samtökin ekki á 75% eignarhaldið af því það er ekki verra hér en annars staðar. Slæmt samt...
Kári Harðarson, 2.12.2009 kl. 10:35
Blaðamannafélög á Norðurlöndum samþykja ályktun frá formanni Blaðamannafélags Íslands, er rekinn var frá Mogganum.
En fréttin er á Baugsmiðlu 360 gerð góð skil.
Þóra Kristín rekin af Mogganum, (sjálfsagt fyrir mjög hlutdræga blaðamennsku).
Fer að væla og klagar til félaga sinna á Norðurlöndum.
Félagar hennar á Norðurlöndum snúast til varnar henni og fordæma Morgunblaðið og ristjóra þess.
Þau “gleyma” hinsvegar að minnast á þröngt eignarhald hinna “frjálsu og óháðu” fjölmiðla á Íslandi.
Þessi samtök eru barndari enda mjög hlutdræg og pólitísk.
Rauða Ljónið, 2.12.2009 kl. 10:35
Í minni færslu var ekki verið að verja aðra fjölmiðla á Íslandi, svo því sé til haga haldið. Og hvað sem segja má um eignarhald á Stöð 2 og Fréttablaðinu, þá er ráðning ritstjóra Morgunblaðsins mikill skandall í fjölmiðlasögu samtímans. Með henni hefur LÍÚ klíkan og flokkseigendablokkin tryggt sér vilhalla umræðu í "sínu blaði". Þar er líka haldið uppi skefjalausum áróðri til varnar sóru eigna´og valdablokkunum í landinu, á kostnað hagsmuna almennings.
Hólmfríður Bjarnadóttir, 2.12.2009 kl. 11:11
Varðandi eignaraðild að fjölmiðlum er það að segja að þar er að sjálfsögðu heppilegast að hafa hana sem dreifðasta hverju sinni. Hins vegar tel ég að hlutleysi fjölmiðla hér á landi sé afar vandmeðfarið nú um stundir, þar sem við erum sem þjóð í afar stöðu. Tortryggni og vantraust er gríðarlegt og ekki að undra. Umfjöllun fjölmiðla um einstök mál er þar af leiðandi mjög vandasöm og viðkvæm fyrir gagnrýni. Á öllum þessum forsendum er því afar furðulegt á Morgunblaðsmenn skuli gefa þvílíkan höggstað á sér sem ráðning Davíðs í ritstjórastólinn tvímælalaust er. Sú hagsmunagæsla er algjörlega grímulaus og laus við allt sem kalla má siðferði
Hólmfríður Bjarnadóttir, 2.12.2009 kl. 11:28
Það er nú líklega svo, Kári Harðarson og það er afar líklegt að ritstjórar og eigendur stærri miðla á Norðurlöndum hafi einmitt verið leppar auðmanna og stundað leik í heimi fjárfestinga.
Auðvitað hefur einhver hallæris týpan hringt frá Íslandi og vælt á eftir ályktun frá þessu blaðamannafélagi sem ætti vissulega að byrja á því að uppræta eigin spillingu í stað þess að vera með nefið ofan í brókum hins Íslenska Morgunblaðs.
mbk HH
Halldóra Hjaltadóttir, 2.12.2009 kl. 11:32
Formaður Blaðamannafélags Íslands er hvorki "einhver hallæris týpa" eða hefur stundað "mjög hlutlæga blaðamennsku", eins og ýjað er að í færslum hér að ofan. Hún hefur sinnt starfi sínu af fagmennsku og djörfung, með hlutleysi að leiðarljósi. Vitanlega hefur hún og fjölmargir kollegar hennar orðið að sýna mikla djörfung og bera fram spurningar sem ekki hafa verið vinsælar. Ganga hefur þurft eftir svörum að fullri hörku og leita heimilda til hins ýtrasta. Þessir sömu blaðamenn hafa þá komist að mörgu sem leint hefur átt að fara.
Það eru kannski ástæðurnar fyrir uppsögnum á Mogganum og dylgjum í garð stéttarinnar sem víða sjást. Einkavinaklúbbar hafa séð og lesið óþægilegar fréttir um sig og sína klíkuvini í fjölmiðlum undanfarna mánuði.
Hólmfríður Bjarnadóttir, 2.12.2009 kl. 17:24
Þannig að það var formaður Blaðamannafélags Íslands sem að hringdi og pantaði álit hjá kollegum sínum í útlöndum?
mbk HH
Halldóra Hjaltadóttir, 2.12.2009 kl. 23:29
Ég vænti þess að fréttafluttningur milli Norðurlandanna sé það góður að kollegar blaðamanna á Íslendi hafi fengið af því veður að hver Davíð Oddsson er og að hann hafi verið ráðinn sem ritstjóri Morgunblaðsins.
Áhyggjur blaðamannastéttarinnar á Norðurlöndunum er vel skiljanlegur og hið besta mál að þeir hafi séð ástæðu til að álykta um þennan gjörning stjórenda Morgunblaðsins.
Það hefur ekki hvarlað að mér að um einhvert "pantað álit" sé að ræða. Það er því alfarið þinn hugarburður Halldóra að Þóra Kristín hafi leitað eftir slíku.
Hólmfríður Bjarnadóttir, 3.12.2009 kl. 00:05
Hvað varðar þitt fyrsta innlegg Halldóra að Davíð Oddsson hefi aldrei átt banka, fjármálafyrirtæki, markaði né fjölmiðla þá er það rétt að hann hafði aldrei formlegt eignarhald á slíku.
Það kom hinsvegar ekki í veg fyrir að hann hagaði sér eins og hann ætti alla þessa hluti og tók virkann þátt í að setja þetta þjóðfélag okkar á hliðina með fáranlegum ákvörðunum á hinum alltof mörgu árum sem hann var við stjórnvölinn.
Hólmfríður Bjarnadóttir, 3.12.2009 kl. 00:11
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.