Landbúnaður á Íslandi innan ESB

Vegna væntanlegrar inngöngu í ESB er nú viðhafður mikill hræðsluáróður fyrir hönd landbúnaðarins. Ég vil því velta þessu máli upp eins og ég sé það  fyrir mér. Vaxandi áhugi er fyrir hvers kyns lífrænni framleiðslu og líkur til að þær afurðir hækki í verði frekar en hitt.

Mjólk úr íslenskum kúm þykir hafa einstaka eiginleika og mjólkurafurðir frá Íslandi er því hægt að markaðssetja enn frekar sem hágæðavöru. Landbúnaður snýst ekki bara um kýr og kindur, heldur svo ótal margt annað.

Eitt af því er varsla lands, náttúru og fornminja. Þar eru miklir möguleikar í bland við ferðamennsku. Skógrækt og landgræðsla munu líka aukast til muna svo og hvers kyns smáiðnaður. Möguleikar eru svo auðvitað fyrir hvers kyns rekstur til sveit og í þorpum og bæjum víða um landið.

Byggðastefna ESB er líka mun markvissari en við þekkjum hér svo fólk vítt og breytt um landið mun að mínu áliti eiga mun betri og fjölbreyttari möguleika en nú eru. Allar líkur eru svo á að matvælaþáttur landbúnaður fái notið styrkja frá Íslenska ríkinu á forsendum þess að Ísland verði skilgreint sem harðbýlt svæði.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Höfundur

Hólmfríður Bjarnadóttir
Hólmfríður Bjarnadóttir

Höfðagötu 1 531 Hvamms-tanga.

Fædd 1945 og er Húnvetningur í báðar ættir. Fædd steingeit og mikið fyrir að príla eins og geitum er tamt. Á ekki lengur ferðaþjónustuna, en aðrir tóku við keflinu í vor. Í haust fékk fyrirtæki þeirra, Selasigling ehf viðurkennigu frá Ferðamannastofu sem frumlegasta nýjungin í ferðaþjónustu á Norðurlandi vestra. Ég er stolt og glöð með þessa viðurkenningu, fyrir hönd okkar hjóna og þeirra sem héldu frumkvöðlastafinu áfram. Er núna að hanna og prjóna pils úr lettlopa sem á að selja ferðamönnum. Ég er gift Sævari Jónatanssyni, við eigum 4 börn og 8 barnabörn.

32 dagar til jóla

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Nýjustu myndir

  • Grill 036
  • Grill 035
  • Grill 035
  • Kosningar 2033
  • Grill 001

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.11.): 1
  • Sl. sólarhring: 2
  • Sl. viku: 7
  • Frá upphafi: 110485

Annað

  • Innlit í dag: 1
  • Innlit sl. viku: 7
  • Gestir í dag: 1
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband