Styrmir og Jón Baldvin um ESB

Hlustaði á þá Styrmi og Jón Baldvin takast á um ESB. Þar var svo sem ekki margt nýtt að finna. Styrmir talaði um þá samsæriskenningu að svokallaðar vinaþjóðir hefðu sótt fast að íslendingum á fjármálasviðinu og hrakið okkur í fang Alþjóðagjaldeyrissjóðsins. Jón Baldvin hrakti þá kenningu Styrmi og hvað okkur hafa komið okkur í þessa stöðu sem nú er uppi, ásamt því að fyrri ríkisstjórn hefði lofað að greiða ICESAVE eins og allir vita sem hafa augun opin.

Styrmir kom þá með klisjuna um auðlindaafsalið sem Heimsýnarfólk stagast á æ ofan í æ. Jón hvað allt slíkt tal rangt og vitnaði í okkar staðbundnu fiskistofna ásamt auðlindum annarra þjóða sem eru í þeirra umsjá og undir þeirra yfirráðum. Þegar hér var komið sögu fannst mér nóg komið og hvarf til annarra starfa.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Kama Sutra

Ég segi það með þér - ég hvarf líka til annarra starfa á svipuðum tímapunkti í leðjuslagnum.

Þessi íslenski skotgrafahernaður er orðinn ákaflega þreyttur og fyrirsjáanlegur.  Ég skil ekkert í honum Agli að hafa ekki meira hugmyndaflug en þetta fyrir efni í þáttinn sinn.

Eða er þetta virkilega það sem þjóðin vill hlusta á núna?  Erum við bara svona afbrigðilegar að kunna ekki að meta þessa "skemmtun" sem allir eru að hæla í hástert núna?

Fyrirsjáanlegar skotgrafir - með gamalkunnum, fyrirsjáanlegum karakterum.

Kama Sutra, 1.12.2009 kl. 03:27

2 identicon

Þetta var flott hjá þeim í Silfri Egils. Ég vil Jón Baldvin aftur í pólitíkina. Ekki það að ég sé á hans línu. Bara það myndi lyfta aðeins móralnum á þinginu.

Valgeir Matthías Pálsson (IP-tala skráð) 1.12.2009 kl. 14:24

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Höfundur

Hólmfríður Bjarnadóttir
Hólmfríður Bjarnadóttir

Höfðagötu 1 531 Hvamms-tanga.

Fædd 1945 og er Húnvetningur í báðar ættir. Fædd steingeit og mikið fyrir að príla eins og geitum er tamt. Á ekki lengur ferðaþjónustuna, en aðrir tóku við keflinu í vor. Í haust fékk fyrirtæki þeirra, Selasigling ehf viðurkennigu frá Ferðamannastofu sem frumlegasta nýjungin í ferðaþjónustu á Norðurlandi vestra. Ég er stolt og glöð með þessa viðurkenningu, fyrir hönd okkar hjóna og þeirra sem héldu frumkvöðlastafinu áfram. Er núna að hanna og prjóna pils úr lettlopa sem á að selja ferðamönnum. Ég er gift Sævari Jónatanssyni, við eigum 4 börn og 8 barnabörn.

32 dagar til jóla

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Nýjustu myndir

  • Grill 036
  • Grill 035
  • Grill 035
  • Kosningar 2033
  • Grill 001

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.11.): 1
  • Sl. sólarhring: 2
  • Sl. viku: 7
  • Frá upphafi: 110485

Annað

  • Innlit í dag: 1
  • Innlit sl. viku: 7
  • Gestir í dag: 1
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband