28.11.2009 | 22:58
Fæðingarorlof ekki skert.
Þetta eru svo sannarlega góðar fréttir og segir mér að ríkisstjórnin tekur mikilli gagnrýni. Svo eru það lánamál heimilanna, Árni Páll. Þar þarf að hlusta líka og það vandlega.
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Um bloggið
29 dagar til jóla
Færsluflokkar
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (25.11.): 0
- Sl. sólarhring: 2
- Sl. viku: 5
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 5
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Ekki alveg sammála þér kæra bloggvinkona. Tel okkur komin yfir strikið í tilbúnum þörfum þarna og vil ég þó hag fjölskyldna vel.
Við erum í sífeldum breytingum segjandi hvor öðru að þetta sé málið. Hugsunarlaust. Við förum offari í þessu máli eins og svo mörgu.Bláklat mat mitt og of langt mat í svari við bloggi.
Hallgerður Pétursdóttir (IP-tala skráð) 28.11.2009 kl. 23:43
Flott hjá þeim að skerða ekki fæðingarorlofið. En mér finnst það verra að sjómanna afslátturinn verði skertur. Það er ekki gott mál.
En eigðu góðan dag Hólmfríður mín.
Valgeir Matthías Pálsson (IP-tala skráð) 29.11.2009 kl. 11:38
Sæl Hallgerður. "Tilbúnar þarfir barna" eru það tilbúnar þarfir að vera með foreldrum sínum fyrstu mánuðina. Þetta er spurning um ráttarstöðu fólks til samvista og það er hluti af grunnþörfum fjölskyldna. Að vísu er verið að fresta einum mánuði hjá öðru hvoru foreldri því þau geta valið um að skipta með sér þrem mánuðum og ég trúi ekki öðru en að það sé líka val að fresta.
Sjómannaafslátturinn er tíma skekkja og hann mun fara þó sjómenn séu stóryrtir sem stendur. Þetta er í raun niðurgreiðsla launa til útgerðanna, en sett upp sem hluti af kjörum sjómanna.
Hólmfríður Bjarnadóttir, 29.11.2009 kl. 18:55
tek heilshugar undir með Hallgerði hér
Jón Snæbjörnsson, 30.11.2009 kl. 11:34
Ég hef fylgt með börnunum mínum fyrir og eftir að lögin um Fæðingarorlof tóku gildi og veit að þeim hefur þótt frábært að geta verið meira heima með sínum börnum á fyrsta aldursári. Feðraorlofið hefur verið stóra breytingin og nú hafa pabbar tækifæri til að kynnast börnunum sínum í dagsins önn og við allar aðstæður. Slíkt er ómetanlegt og gerir feður að enn betri uppalendum fyrir vikið. Tel viðhorf ykkar Hallgerður og Jón vera barn síns tíma og ekkert við því a segja í sjálfu sér. En tímarnir eru breyttir og máttu líka breytast.
Hólmfríður Bjarnadóttir, 30.11.2009 kl. 16:29
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.