Hagar ekki til sölu

Það finnst mér í raun bara gott. Hef ekki góða tilfinningu fyrir því að fá þennan hóp sem kallar sig Þjóðarhag, með svo gríðarlega hlutdeild inn í matvörugeirann, eða öllu heldur fyrir því hverjir eru taldir standa þar á bak við. Jóhannes Jónsson og hans fjölskylda hefur sýnt það og sannað að það er hægt að reka matvöruverslun og selja það ódýrar vörur. Hvað Jón Ásgeir hefur verið að braska þar fyrir utan er bara í mínum huga allt annað mál.


mbl.is Hlutur í Högum ekki til sölu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Bónusfeðgar hafa gert mjög mikið og gott verk fyrir Íslenska þjóð á undanförnum árum. Þeir hafa lagt grunn að lágu matvöru verði hér á Íslandi. Það yrði mjög bagalegt ef þeirra nyti ekki við í Íslensku þjóðfélagi á tímum kreppu og nauðþurfta.

Það er alveg á hreinu að við Bónusfeðga er margt gott hægt að segja. En það er örugglega eitthvað óhreint hjá þeim líka. Það hefur maður allavega heyrt.

Eigðu gott og ljúft kvöld.

Valgeir Matthías Pálsson (IP-tala skráð) 22.11.2009 kl. 22:38

2 Smámynd: Sigurður Þorsteinsson

Hitti góða vinkonum mína í dag sem  hefur verið í Samfylkingunni allt sitt hunda og kattarlíf.  Hún styður þá feðga og fann einnig þessu liði í Þjóðarhag allt til foráttu. ,, Hugsaðu þér ef þeir tapa Högum" þá verður ekkert Fréttablað lengur".

,, Þú ættir að beita þér fyrir því að Samfylkingin skilaði þeim feðgum rausnarlegum stuðningi í gegnum árin´" sagði ég.

,,Fyrirtæki eiga að styðja stjórnmálaflokkana" sagði hún, ,, sé ekkert að því".

,, Trúi engu illu upp á þá feðga, þetta eru sómamenn"  

Ákvað að deila ekki um trúmál við vini mína á Sunnudögum og kvaddi því.

Sigurður Þorsteinsson, 22.11.2009 kl. 23:06

3 identicon

Sigurður..??'...er nú ekki alveg að trúa þessari sögu hjá þér...lyktar soldið af skáldskap hjá þér, en mig grunar að það sem hafi rekið þig áfram í að skrifa þetta sé innilegt hatur þitt á Samfylkinguni eins og sönnum sjálfstæðismanni sæmir.

Helgi Jónsson (IP-tala skráð) 22.11.2009 kl. 23:38

4 Smámynd: Þórhildur Daðadóttir

Á ekki eitt yfir alla að ganga. Hvort sem þeir skulda nokkrar miljarða eða nokkrar krónur. Ég er hrædd um að það yrði hlegið að mér ef ég myndi reyna eitthvað þessu líkt.

Þórhildur Daðadóttir, 23.11.2009 kl. 13:52

5 Smámynd: Jón Halldór Guðmundsson

Ég er sammála því að Bónusfeðgar hafa gert margt gott og ætla alls ekki að tala meira um þá í þessu innslagi.  Mér er það mikið áhyggjuefni að svo virðist sem margir taki ekki afstöðu til málefnis, heldu mótist þeirra afstaða hvort það á að slá af skuld minna manna eða hinna.

Til dæmis væri fróðlegt að skoða hvað þeir sem ræða mest um að nú eigi að taka allt af Bónusfeðgunum, hvað sögðu þeir um afskrift (áskrift?) af Mogganum, til dæmis.

Ég tel óeðlilegt að afskrifa skuldir Haga og selja eignirnar aftur til sömu manna. Ég hef í huga að æskilegt væri að skipta upp samsteypunni til að stuðla að samkeppni á matvörumarkaði.

Jón Halldór Guðmundsson, 23.11.2009 kl. 20:33

6 Smámynd: Hólmfríður Bjarnadóttir

Sé það rétt,eins og sagt er að ekki eigi að afskrifa skuldir Haga eða 1998 er það ekki óeðlilegt að þeir haldi áfram rekstri. Svo er það Samkeppnisstofnum sem sker úr um það hvort skipta verði fyrirtækinu upp. Málefni Morgunblaðsins virðast ekki hafa vakið nein sérstök viðbrögð hvað varðar niðurfellingu skulda. Þar hefur nýi ritstjórinn haft athyglina og er þá Davíð Oddsson orðinn sjálfur nýjasta smjörklípa íhaldsins.  Það er reyndar mjög erfitt fyrir leikmenn að fylgjast með öllum skuldaniðurfellingum, töpuðum kröfum, ofurkröfum stjórnenda og svona mætt lengi telja. Ferlið mun trúlega taka mörg ár með gríðarlegum málarekstri. Það er ekki seinna vænna að hefa undirbúning að byggingu stærra fangelsis.

Hólmfríður Bjarnadóttir, 24.11.2009 kl. 22:51

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Höfundur

Hólmfríður Bjarnadóttir
Hólmfríður Bjarnadóttir

Höfðagötu 1 531 Hvamms-tanga.

Fædd 1945 og er Húnvetningur í báðar ættir. Fædd steingeit og mikið fyrir að príla eins og geitum er tamt. Á ekki lengur ferðaþjónustuna, en aðrir tóku við keflinu í vor. Í haust fékk fyrirtæki þeirra, Selasigling ehf viðurkennigu frá Ferðamannastofu sem frumlegasta nýjungin í ferðaþjónustu á Norðurlandi vestra. Ég er stolt og glöð með þessa viðurkenningu, fyrir hönd okkar hjóna og þeirra sem héldu frumkvöðlastafinu áfram. Er núna að hanna og prjóna pils úr lettlopa sem á að selja ferðamönnum. Ég er gift Sævari Jónatanssyni, við eigum 4 börn og 8 barnabörn.

33 dagar til jóla

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Nýjustu myndir

  • Grill 036
  • Grill 035
  • Grill 035
  • Kosningar 2033
  • Grill 001

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (21.11.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 5
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 5
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband