Kona yfirmaður utanríkismála ESB

Catherine Ashton sem skipuð var í dag yfirmaður utanríkismála ESB. Gríðarlega stór og góður áfangi fyrir Evrópu að rödd kvenna skuli vera komin með svo mikið vægi. Lestur á ferli hennar er líka afskaplega ánægjulegur þar sem hún hefur unnið mjög ötullega að jafnréttis og menntamálum auk annarra starfa. Hamingjuóskir til Catherine Ashton og okkar allra, stelpur.


mbl.is Ashton á langan feril að baki
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Guðmundur Jónas Kristjánsson

Sem sagt. Breti utanrikisráðherra Íslands í þinni framtíðarsýn!

Guðmundur Jónas Kristjánsson, 20.11.2009 kl. 01:01

2 Smámynd: Sigurður Þórðarson

Íslendingar fara aldei þarna inn. Fólk er búið að átta sig á að við þurfum að vinna okkur út úr vandanum en sökkva ekki dýpra.

Sigurður Þórðarson, 20.11.2009 kl. 01:09

3 Smámynd: Haraldur Hansson

Lykilorðið er að hún var skipuð og það "á bak við luktar dyr" svo notað sé orðalag úr fréttaskýringu Spegilsins á RÚV. Það er aldrei pláss fyrir lýðræði í ESB.

Þessi kona var líka handvalin af Gordon Brown til að taka við ESB embætti í fyrra, en hefur aldrei boðið sig fram og aldrei verið kosin af neinum til að gera neitt. Enda með blátt blóð og skipuð í bresku lávarðadeildina á sínum tíma, ekki kosin.

Hún mun líka fá algjöran frið fyrir kjósendum í nýja starfinu.

Haraldur Hansson, 20.11.2009 kl. 01:13

4 Smámynd: Hólmfríður Bjarnadóttir

Ég fagna þessu vali og tel það framfaraspor fyrir ESB að viðhorf kvenna komi þar meira inn. Þjóðerni mun í framtíðinn skipta æ minna máli. Verið er að tala um utanríkisráðherra Evrópusambandsins, en ekki Íslands sérstaklega. Við íslendingar munum fara þarna inn og okkur mun líða vel þar. Fordómar eru siðir fortíðar piltar, framtíðin er víðsýni og samstarf.

Hólmfríður Bjarnadóttir, 20.11.2009 kl. 01:32

5 Smámynd: Halldóra Hjaltadóttir

Ég vil minna þig á okkur!

 Frú Vigdís varð fyrst kvenna til þess að vera lýðræðislega kosin Forseti lýðveldis. Jóhanna Sigurðardóttir er fyrsti samkynhneigði kvenforsætisráðherra lýðveldis í heiminum ( sem vitað er um). Íslendingar geta státað af fögrum konum (miðað við höfðatölu), sterkum konum (miðað við höfða tölu), merkum konum í list (t.d. Björk, Emiliana Torini, Jóhanna Guðrún o.f.l.  (miðað við höfða tölu)

Íslenskar konur eru einnig afar duglegar í sportinu t.d. Vala Flosa, Margrét Lára o.f.l.

Íslenskar konur stjórna lofum og lögum í handritum t.d. Hallgerður Langbrók og Bergþóra í Njálu.

Bríet Bjarnhéðinsdóttir f. 1856 var (að ég tel) fyrsta frjálshyggjukonan sem náði miklum völdum á Íslandi. Hún stjórnaði miklu, bæði á bak og fyrir framan tjöldin á sínum tíma.

Á maður að fagna því að Evrópusambandsríkin séu með tærnar þar sem Ísland hefur hælana varðandi jafnréttið? Þessi kona afrekaði ekki neitt spes (að mínu mati) og var ekki heldur lýðræðislega kosin. Þetta er sýndarmennska og ekkert annað.

Halldóra Hjaltadóttir, 20.11.2009 kl. 01:43

6 Smámynd: Hólmfríður Bjarnadóttir

Sæl Halldóra. Ekki hef ég kastað rýrð á neina konu svo ég viti til með því að fagna því að kona sé valin til að fara með utanríkismál ESB. Mér finnst það fagnaðarefni þegar hin kvenlæga hugsun, stjórnunar stíll og næmni kemst að borði valdsins. Þá skiptir ekki máli hvers borð það er. Við erum hluti af umheiminum, Evrópu og væntanlega af ESB innan tíðar. Með okkur munu koma þar inn aukið vægi kynjajafnréttis þar sem við stöndum mjög framarlega eins og þú bendir réttilega á

Hólmfríður Bjarnadóttir, 20.11.2009 kl. 13:20

7 Smámynd: Halldóra Hjaltadóttir

Við erum hluti af umheiminum og vissulega tilheyrum við Evrópu, en inn í Evrópusambandið eigum við ekkert erindi. Okkur er hollast að verða þjóð á meðal þjóða og varast það að einangra okkur innan Evrópusambandsins.

Hvað hefur þessi kona (sem var NOTA BENE ekki lýðræðislega kosin) afrekað? Mér þykja nú þessi afrek hennar lítt merkileg og er það í raun til skammar fyrir báknið að ekki var valin kona með meiri reynslu og hæfileika í embættið.

Þessi skrautfjaðraárátta Brusselsvaldsins er kjánaleg og er í raun móðgun við alla jafnréttissinnaða einstaklinga.

Það er þó rétt að óska Evrópubákninu til hamingju með nýjan typpalausan utanríkismálaráðherra árið 2009!

Þvílíkt afrek!

mbk HH

Halldóra Hjaltadóttir, 20.11.2009 kl. 15:32

8 Smámynd: Hólmfríður Bjarnadóttir

Hvað meinar þú Halldóra með því að segja "að einangra okkur innan Evrópusambandsins"

Þetta er alveg ný nálgun á andstöðu við aðild að ESB´.

Hólmfríður Bjarnadóttir, 20.11.2009 kl. 22:29

9 Smámynd: Halldóra Hjaltadóttir

Ég skynja mikilvægi þess að Íslendingar geti gert sína samninga við öll lönd og hafi möguleikann á því að spila á alla þá strengi sem eru til staðar; algjörlega án afskipta annarra ríkja.

Þetta er einn liður í fullveldinu og þess vegna vilja afar margir standa vörð um það.

Þessi nálgun er ekki ný, heldur hafa margir verið sama sinnis um leið og þessi Evrópusambandssótt byrjaði að herja á landann.

mbk HH

Halldóra Hjaltadóttir, 22.11.2009 kl. 19:00

10 Smámynd: Hólmfríður Bjarnadóttir

Helstu samningar sem við höfum gert og skipta verulegu máli fyrir okkur eru Efta samningurinn sem var ákveðin samvinna í ákveðnum málum. Andstaðan við hann var mikil á sínum tíma og töldu margir að hann mundi ganga að íslenskum iðnaði dauðum. Það varð ekki og hefur gert margt gott fyrir okkur sem þjóð. Síðan kom EES samningurinn og enn voru margir á móti og fundu honum allt til foráttu. Hann leiddi hins vegar til margskonar framfara og hefur gert það að verkum að við höfum undirgengist mikinn meirihluta tilskipana ESB. Það sem eftir er að semja um er því ekki svo margt, en vissulega eru það tvær atvinnugreinar sem munu þurfa að aðlaga sig að nýjum veruleika. Þar ráða líka gamlar klíkur mjög miklu og það eru fyrst og fremst þær sem berjast hart á móti. Það eru bændur sem eru afar hræddir við ESB og það tel ég stafa mikið af vanþekkingu og neikvæðum áróðri. Og svo LÍÚ klíkan og hún berst með kjafti og klóm á móti ESB aðild og endurskipulagningu fiskveiðikerfisins. Þar er ekki verið að spila um hagsmuni heildarinnar, heldur lítinn hóp kvótakonga sem hafa rakað til sín fé og völdum í boði stjórnvalda.

Hólmfríður Bjarnadóttir, 22.11.2009 kl. 23:19

11 Smámynd: Halldóra Hjaltadóttir

Ef að við göngum í Evrópusambandið verðum við að gangast undir alla þá samninga sem ríkjabandalagið gerir fyrir okkar hönd. Einnig mun okkur gert að lúta sömu löggjöf og allar aðrar þjóðir innan sambandsins. Við getum ekki búist við varanlegum undanþágum frá sjávarútvegs og landbúnaðarstefnu bandalagsins. Það munu líða tveir áratugir þar til að við sjáum Evruna hér á landi nema að við skiptum út fiskinum fyrir Evruna.Við þurfum að kvitta upp á Lissabon sáttmálann og gangast undir allt þetta reglugerðarfargan sem er sumpart svo yfirþyrmandi fáránlegt að maður veit stundum ekki hverslags steikur voru að malla þetta saman.

Þú gerir afar lítið úr Íslenskum bændum sem að stunda það hlutverk grimmt að halda uppi matvælaöryggi landsins. Það er mjög mikilvægt, þar sem við erum ekki klesst upp við meginland Evrópu. Þér kemur jafnvel á óvart að Íslenskir bændur eru meðal þeirra menntuðustu í öllum heiminum. Jafnvel gæti komið þér á óvart að þeir eru vel læsir, skrifandi og eru flestir nettengdir.

Ég veit ekki, en var það ekki einmitt í gær sem að 100.000 bændur stóðu fyrir meiriháttar mótmælum í höfuðborg Spánar?

Þeir hafa jafnvel verið að grínast með þessu þar sem að bændasamfélagið stendur að þínu mati afar vel innan Evrópusambandsins og að bændurnir þar jafnt sem hér búi yfir mikilli vanþekkingu og hræðslu.?

Það er mikill munur á því að vilja ekki ganga inn í ríkjabandalagið og vera haldin ofsahræðslu við báknið. Meiri hluti bænda á Íslandi eru ekki hræddir við Evrópusambandið, heldur vilja ekki ganga í saumaklúbbinn.  

Það er engin klíka á Íslandi sem kemst með tærnar þar sem Evrópusambandið hefur hælana í spillingarmálum. Brusselvaldið getur ekki einu sinni samþykkt þetta suddalega bókhald sitt í áraraðir (14 ár), þrátt fyrir allar þessar reglur. Það yrði líka dálítil hneisa ef að Ítalski viðurkenndi mafíósinn, öll hans mótel og fegurðardrottningar hefðu meira atkvæðavægi um stöðu Íslands, heldur en fulltrúar Íslands fengju á Evrópuþingi með sitt eina andskotans prósentu atkvæðavægi.

Takk fyrir spjallið

mbk HH

Halldóra Hjaltadóttir, 23.11.2009 kl. 15:13

12 Smámynd: Hólmfríður Bjarnadóttir

Þú hefur greinilega ekki sömu viðhorf til ESB og ég og það er bara þannig. Ég bý í stóru landbúnaðarhéraði og skynja það vel að bændur í minni heimabyggð hafa fremur þröngar og fornar skoðanir á ESB og hvað það snýst um í raun fyrir hinar dreyfðu byggðir á Íslandi. Í stað þess að kynna sérvel og rækilega kosti þess og galla er bara stagast á því að vera á móti hvað sem það kostar.

Við erum þegar aðilar að miklu af lögum og reglugerðum ESB í gegnum EES samninginn, en höfum bara ekkert til málanna að leggja eins og stendur.  Ég er ekki að gera lítið úr einum eða neinum. En það er bara staðreynd að fordómar gagnvart ESB eru gríðarlegir hér á landi. Mér finnst í raun mjög einkennilegt hvað vel menntuð og upplýst þjóð eins og við, skulum vera með mikla forneskju í hugsun gagnvart bandalagi fullvalda þjóða eins og ESB.

Það verður sannarlega mikið verk að vinna við að upplýsa fólk um það sem þarna mun verða á borðinu þegar samningar liggja fyrir.

Hólmfríður Bjarnadóttir, 23.11.2009 kl. 23:19

13 Smámynd: Halldóra Hjaltadóttir

Hvað kallar þú þröngar og fornar skoðanir Hólmfríður ( þú heldur áfram að gera lítið úr bændum). Flestir sem byggja hinar dreifðu byggðir á Íslandi vita nákvæmlega hvernig þróunin verður ef gengið yrði í ríkjabandalagið.

Íslenskir bændur eru duglegir að kynna sér þróun landbúnaðarmála innan ESB og hafa margir hverjir samband við starfsbræður sína innan Evrópusambands.

Íslenskir bændur hafa einnig farið í ferðalög til þess að kynna sér verð og gæði á þessum markaði og komist að ýmsu áhugaverðu sem þeir nota til þess að færa rök fyrir sínu máli.

Við Íslendingar höfum aldrei reynt að hafa áhrif á Evrópska löggjöf í gegn um EES samninginn, en það gætum við auðvitað gert án þess að ganga í sjálft ríkjabandalagið og skrifa upp á Lissabonsímaskránna.

Gæti verið að það sért þú sem ert með fordóma gagnvart eigin þjóð og að andstæðingar þess að Ísland gangi í Evrópusambandið séu upplýstir? Þeir eru nú margir vel að sér, fullveldissinnarnir og oft ekki haldnir forneskju í hugsun, en vilja vissulega standa vörð um okkar sér Íslensku menningu.

Hvers vegna í veröldinni langar þig svo mikið inn í ríkjabandalag Evrópu? Hvað er það sem heillar?

mbk úr sveitinni

Halldóra Hjaltadóttir, 24.11.2009 kl. 09:17

14 Smámynd: Hólmfríður Bjarnadóttir

Ástæðan fyrir áhuga mínum fyrir að ganga til liðs við ESB er einfaldlega sú að ég tel að heildarhagsmunum okkar sem þjóðar sé betur borgið innan ESB en utan. Þetta álit hef haft í allmörg ár og það styrktist verulega við hrunið. Ég tel að margir hér á landi hafi ekki skoðað þetta skref með opnum huga og með heildarhagsmuni okkar í huga. Fólk er svo oft með þrönga sérhagsmuni í huga og telja að þjóðinni beri að dansa eftir þeirra pípu.

Hólmfríður Bjarnadóttir, 24.11.2009 kl. 18:31

15 Smámynd: Halldóra Hjaltadóttir

Auðvitað setur Íslensk þjóð sína heildarhagsmuni í öndvegi þegar litið er til Evrópusambandsins, annað yrði forkastanlegt. Því meira sem ég kynni mér starfsemi bandalagsins og verklagsreglur sé ég betur og betur að hagsmunum landsins er best borgið utan ESB.

Það sem þú kallar þrönga sérhagsmuni Hólmfríður, gæti það verið mál er varða fæðuöryggi, sjávarútveg, auðlindir? Þetta eru engin smá sérhagsmunamál, heldur lífbrauð þjóðarinnar. Ef þjóðin vill sína hagsmuni í öndvegi má auðvitað ekki ráðast að lífsviðurværi hennar, eða þeim grunnatvinnugreinum sem hún framfleytir sér á.

Það er ótrúleg heimska að ætla sér það að fórna landbúnaðinum (með umsókninni að ESB), stokka upp í sjávarútvegi og skattleggja allar hinar atvinnugreinarnar þegar þjóðin er það skuldug að það jaðrar við greiðsluþroti.

mbk úr sveitinni

Halldóra Hjaltadóttir, 24.11.2009 kl. 19:00

16 Smámynd: Hólmfríður Bjarnadóttir

Innganga Í ESB mun ekki fórna neinni atvinnugrein.Það verður samið um hverja grein fyrir sig og það verða breytingar, en það verða engar fórnir. Slíkar fullyrðingar eru bara ekki réttar og þýðir ekkert að bera á borð fyrir mig og örugglega marga fleiri. Það þjónar ekki neinum tilgangi að halda slíku fram, en eykur á þær ranghugmyndir sem fólk hefur um málið. Allt tal um að innganga í ESB sé einhver ógn við fæðuöryggi landsins er slík fyrra að ég er bara undrandi á að slíku skuli haldið fram. Sama á við um sjávarútveginn. Hluti fiskistofna við Ísland eru staðbundnir og ganga ekki í lögsögur annarra landa sem þýðir að veiðiheimildir munu ekki ná til skipa frá öðrum löndum. Um flökkustofna verður að semja eins og gert er í dag. Hvað varðar aðrar auðlindir þá eru Íslendingar sjálfir fullfærir um að klúðra þeim málum. Ef til vill mun aðild að ESB gera einstökum aðilum torveldara að framselja jarðvarma og vatnsföll í hendur útlendinga en er í dag. Nærtækt dæmi er REY málið og það sem er að gerast á Reykjanesinu, vatnsréttindi á Snæfellsnesi og ef til vill fleiri mál.

Hólmfríður Bjarnadóttir, 25.11.2009 kl. 02:54

17 Smámynd: Halldóra Hjaltadóttir

Nú þegar hefur umsóknin að ESB valdið usla. Bændur eru hættir að fjárfesta og ákveðin stöðnun er byrjuð í bæði landbúnaði og sjávarútvegi, þar sem endurnýjun í atvinnugreinunum er lítil sem engin. Þetta kalla ég blóðugar og ónauðsynlegar fórnir á versta mögulega tíma. Umsóknin að Evrópusambandinu er þegar búin að toppa tveggja milljarða króna þakið á lúmskan hátt.

Þetta er staðreynd og skiptir engu máli hvort að þessar upplýsingar eru þægilegar eða óþægilegar fyrir ykkur sambandsinna.

Ef við göngum inn í Evrópusambandið, er úti um Íslenskan landbúnað eins og við þekkjum hann í dag, vegna þess að hann getur ekki keppt á markaði við innfluttar, verksmiðjuvæddar og ódýrari landbúnaðarafurðir. Eftir því sem landbúnaður dregst saman, minnkar fæðuöryggi Íslendinga í takt við samdráttinn.

Evrópusambandið opnar skilyrði fyrir landið og miðin á opin markað Evrópu. Hvað heldur þú að það taki hálf gjaldþrota Íslenska bændur langan tíma að selja jarðir sínar í eigu erlendra auðmanna? Hvað heldur þú að það taki illa svekkta kvótaeigendur langan tíma að losa sig við kvótann í hendur auðmanna á opnum markaði Evrópu?

Hvað myndir þú gera Hólmfríður ef þú ættir land eða kvóta og gætir selt þinn nýtingarrétt til útlanda fyrir nokkur hundruð milljónir?

p.s. veistu hverjir eiga megnið af Evrópskum jörðum þ.á.m. Breskum?

mbk

Halldóra Hjaltadóttir, 25.11.2009 kl. 06:54

18 Smámynd: Hólmfríður Bjarnadóttir

Eftir því sem ég best veit þá eru fjárfestingar almennt mjög litlar sem stendur, þar sem lánsfé er rándýrt og illfáanlegt. Bændur á Íslandi hafa marga möguleika eftir inngöngu og ég vorkenni þeim ekki, tel raunar að fjölbreytt atvinna verði í sveitum landsins. Ég veit vel að atvinnuhættir muni breytast til sveita og þar verður fleira en kindur og kýr. Fæðuöryggið mun ekki laskast og útflutningur á vistvænum afurðum mun aukast. Rekstrarforsendur breytast verulega með snarlækkuðum fjármagnskostnaði sem mun vega mjög þungt á móti breyttum verðlagsforsendum. Það eru nefnilega bæði plúsar og mínusar í dæminu. Sala jarða er þegar staðreynd og verður svo, hvort sem gengið er inn eður ei. Allar líkur eru á að margskonar styrkir standi rekstri á landsbyggðinni til boða, takist vel til að semja um landið okkar sem harðbýlt svæði. Það mun nýtast bændum og öðrum sem stunda rekstur á landsbyggðinni. Íslenska ríkið mun svo hafa heimild til að styrkja landbúnað hérlendis á grundvelli úrskurðar um að landið flokkast sem harðbýlt svæði.

Varðandi sjávarútveginn þá stendur fyrir dyrum að endurskoða kvótakerfið hjá okkur og væntanlega verður kvótinn innkallaður til ríkisins og leigður til útgerða, án framsalsréttar. Stærsta "ógn" kvótakónga er sú breyting en ekki aðild að ESB, þó þeir skæli ógurlega yfir henni.

Hólmfríður Bjarnadóttir, 25.11.2009 kl. 21:14

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Höfundur

Hólmfríður Bjarnadóttir
Hólmfríður Bjarnadóttir

Höfðagötu 1 531 Hvamms-tanga.

Fædd 1945 og er Húnvetningur í báðar ættir. Fædd steingeit og mikið fyrir að príla eins og geitum er tamt. Á ekki lengur ferðaþjónustuna, en aðrir tóku við keflinu í vor. Í haust fékk fyrirtæki þeirra, Selasigling ehf viðurkennigu frá Ferðamannastofu sem frumlegasta nýjungin í ferðaþjónustu á Norðurlandi vestra. Ég er stolt og glöð með þessa viðurkenningu, fyrir hönd okkar hjóna og þeirra sem héldu frumkvöðlastafinu áfram. Er núna að hanna og prjóna pils úr lettlopa sem á að selja ferðamönnum. Ég er gift Sævari Jónatanssyni, við eigum 4 börn og 8 barnabörn.

32 dagar til jóla

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Nýjustu myndir

  • Grill 036
  • Grill 035
  • Grill 035
  • Kosningar 2033
  • Grill 001

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.11.): 1
  • Sl. sólarhring: 2
  • Sl. viku: 7
  • Frá upphafi: 110485

Annað

  • Innlit í dag: 1
  • Innlit sl. viku: 7
  • Gestir í dag: 1
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband