8.11.2009 | 15:23
Að mynda sér skoðun
Hvað er það sem hefur mest áhrif á mínar skoðanir. Þetta er stór spurning og vert að velta henni fyrir sér. Það fyrsta sem kemur í huga minn, er að til að byrja með var lífið í litlum kassa. Allt sem ekki var í kassanum var ekki að mínu skapi. Þessi tilfinning minnir mig á bernsku og æskuárin. Og þetta var í rauninni einfalt eða hvað. Bæði og, einfalt að vera inni í kassanum og með taka "rétt og rangt". Síðan fór ég að kíkja út úr kassanum og þá fóru hlutirnir að flækjast. Kassinn er enn til og það er sennilega meira þar inni, en ég vil viðurkenna. En samt eru æ meira að koma fram fleiri hliðar á sömu gömlu málunum. verið er að kynna fyrir mér nýjar víddir í tilverunni og nýja fleti á gömlum "staðreyndum". Að mínu áliti er afar mikilvægt að mynda sér ekki skoðanir í gegnum reiðina. Það gerði ég töluvert framan af ævinni, en sem betur fer hefur dregið úr slíkri skoðanamyndun hin síðari ár. Ég hef varast eins og kostur er að dragast inn í reiðiholskefluna sem reið yfir þjóðina í kjölfar hrunsins. Ég hlusta á æ meira á mína innri rödd og læt þá hugsun sem mér finnst réttust í hverju máli, koma fram. Skoðanir annarra angra mig ekki svo mjög. Ég hljóp á árum áður þó nokkuð eftir því sem annað fólk taldi "rétt". Það hefur minnkað mjög með árunum, þó ég hafi að sjálfsögðu ekki lokað mínum eyrum fyrir álitum frá öðru fólki. Læt þessar vangaveltur nægja í bili kannski meira seinna.
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Um bloggið
32 dagar til jóla
Færsluflokkar
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.11.): 1
- Sl. sólarhring: 2
- Sl. viku: 7
- Frá upphafi: 110485
Annað
- Innlit í dag: 1
- Innlit sl. viku: 7
- Gestir í dag: 1
- IP-tölur í dag: 1
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Takk fyrir skoðanir þínar Hólmfríður mín. Eigðu gott kvöld.
Valgeir Matthías Pálsson (IP-tala skráð) 8.11.2009 kl. 16:12
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.