Sigur Obama - aukin manntéttindi

Sú staðreynd að Fulltrúadeild Bandaríkjaþings hafi samþykkt frumvarp Obama um lækkun iðgjalda í sjúkratryggingar, er stórkostlega góð frétt. Þarna er á ferðinni gríðarlegt mannréttindamál fyrir tugmiljónir Bandaríkjamanna.

Að þessi ríka þjóð skuli ekki vera með heilbrigðiskerfi sem opið er öllum, óháð efnahag er stórfurðulegt mál. Að peningar skuli geta skilið á milli þess hvar fær hjálp í veikindum og hver ekki, er eitthvað sem við Íslendingar værum ekki sátt við og eigum vonandi aldrei eftir að sætta okkur við.

Heilbrigðisþjónusta er mannréttindi og þá á að vera skylda okkar allra að veita aðstoð þegar veikur einstaklingur á í hlut. Til hamingju Obama, til hamingju Bandaríska þjóð. 


mbl.is Sigur fyrir Obama
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Heil og sæl; frú Hólmfríður !

Ekki; hyggst ég, dæma Obama karlinn fyrirfram, af óunnum verkum hans.

En; .... bæta vildi ég við, þína ágætu hugleiðingu, að enn þann dag í dag - eru frumbyggjarnir; Inídíánarnir, á sérstökum lokuðum verndar svæðum, þar vestra, til lítils sóma, fyrir Bandaríkjamenn.

Svona viðlíka; og framkoma Spánverja og Frakka, gagnvart Böskum, hér í Evrópu - svo og; margþekkt fyrirlitning flestra Evrópu þjóða, á Sígaunum (hverjir; eru jú, fjarskyldir okkur, austan frá Norður- Indlandi, og víðar, upp runnir).

Svo; ekki sé minnst á aðstæður Kúrda, í Tyrklandi - Sýrlandi - Mesópótamíu (Írak) - Persíu (Íran) og Azerbaidzjan, Húnvetningur góður.

Mátti til; að gauka þesu að þér, veit, að þú hefir gnægð tíma og þolinmæði, til þess að fjalla um, enda,...... margar greinar þínar áhugaverðar, þó svo við berum enga gæfu, til samþykkis, í pólitíkinni, Hólmfríður mín.

Það er; svo allt önnur saga, enda engin ástæða til, að draga úr mörgu áhugaverðu, í þínum skrifum, þrátt fyrir það.

Með beztu kveðjum; úr Árnesþingi suður - norður yfir heiðar /

Óskar Helgi Helgason 

Óskar Helgi Helgason (IP-tala skráð) 8.11.2009 kl. 15:55

2 Smámynd: Hólmfríður Bjarnadóttir

Sæll Óska Helgi. Takk fyrir jákvæða umfjöllum um skrifin mín. Jákvæðni er ekki flutt til okkar í bílförmum þessa dagana til mótvægis við afbrotafréttir af peningafólki og dómsdagsspár í boði ýmiskonar fræðimanna. Það jaðrar við að ég sé hætt að taka mark á hagfræðingum eftir allar demburnar. Eignarhaldsfélög eru líka að verða tortryggilegt fyrirbæri sem er auðvitað ómaklegt. Það er svo margt sjúkt í okkar litla samfélagi en við verðum sennilega að leyfa skítnum að vella út svo hægt sé að setja ný og væntanlega betri gildi inn í staðinn.

Vissulega er það rétt að víða um heim eru minnihlutahópar sem eru "aðeins öðruvísi" en nágrannarnir. Meðferð á þeim er stór svartur blettur á mannkyninu. Það er von mín að þjóðarleiðtogar um allan heim endurskoði viðhorf sín til þessara hópa og tryggi þeim þann rétt sem við eigum öll rétt á, full mannréttindi. Obama er vissulega vonarstjarna í mínum huga og ég vona svo sannarlega að hann standi undir þeim væntingum, heimsbyggðarinnar vegna.

Hólmfríður Bjarnadóttir, 8.11.2009 kl. 18:25

3 Smámynd: Hólmfríður Bjarnadóttir

Eitt í viðbót mér hefur alla tíð verið svolítið í nöp við frúr-titilinn. Mér finnst hann vísa til kvenna sem helst vilja bara vera upp á punt og það er bara ekki mín deild. Þú manst þetta bara næst Óskar.

Hólmfríður Bjarnadóttir, 8.11.2009 kl. 18:28

4 identicon

Lokuð verndarsvæði?  Hvaða djö. vitleysa er þetta?  Það er öllum frjálst að yfirgefa þessi svæði, ef þeir svo kjósa.  Það eina sem er lokað við þessi svæði er að þau njóta vissrar sjálfstjórnar og fólki sem tilheyrir ekki ættbálknum er yfirleitt ekki leyft að flytja inn á þau.

Ási (IP-tala skráð) 8.11.2009 kl. 18:38

5 Smámynd: Hólmfríður Bjarnadóttir

Ási ert þú svona kunnugur fyrir vestan. Gott ef satt reynist að Indijánum líður vel. Svæðin eru sem sagt lokuð fyrir aðra kynstofna til búsetu sem gerir þau að vissu leiti lokuð. Að indijánum sé frjálst að yfirgef svæðin finnst mér líka alveg sjálfsagt. Þarna er samt um að ræða vissan aðskilnað sem er ekki réttlátt gagnvart neinum. Ætli það mundi ekki heyrast hátt hér ef Hafnfirðingum væri bannað að setjast að í Reykjavík svo dæmi sé tekið.

Hólmfríður Bjarnadóttir, 8.11.2009 kl. 23:07

6 identicon

Heil og sæl; Hólmfríður, æfinlega !

Hinni fornu frúar nafnbót, skal ég aflétta; nú þegar - og hér eftir.

Hólmfríður !

Þakka þér fyrir; að svara Ása (hvers; föður/ættarnafn skortir), svo vel, sem raun ber vitni.

Hefi þar; engu við að bæta.

Með beztu kveðjum; norður yfir Kjöl - og áfram - úr Árnesþingi /

Óskar Helgi Helgason 

Óskar Helgi Helgason (IP-tala skráð) 9.11.2009 kl. 01:05

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Höfundur

Hólmfríður Bjarnadóttir
Hólmfríður Bjarnadóttir

Höfðagötu 1 531 Hvamms-tanga.

Fædd 1945 og er Húnvetningur í báðar ættir. Fædd steingeit og mikið fyrir að príla eins og geitum er tamt. Á ekki lengur ferðaþjónustuna, en aðrir tóku við keflinu í vor. Í haust fékk fyrirtæki þeirra, Selasigling ehf viðurkennigu frá Ferðamannastofu sem frumlegasta nýjungin í ferðaþjónustu á Norðurlandi vestra. Ég er stolt og glöð með þessa viðurkenningu, fyrir hönd okkar hjóna og þeirra sem héldu frumkvöðlastafinu áfram. Er núna að hanna og prjóna pils úr lettlopa sem á að selja ferðamönnum. Ég er gift Sævari Jónatanssyni, við eigum 4 börn og 8 barnabörn.

99 dagar til jóla

Sept. 2024
S M Þ M F F L
1 2 3 4 5 6 7
8 9 10 11 12 13 14
15 16 17 18 19 20 21
22 23 24 25 26 27 28
29 30          

Nýjustu myndir

  • Grill 036
  • Grill 035
  • Grill 035
  • Kosningar 2033
  • Grill 001

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (16.9.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 2
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 2
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband